Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 10
10 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011
HOTEL SAGA, REYKJAVÍK
Þegar þú heldur fund eða ráðstefnu á Hótel Sögu getur
þú auðveldlega spunnið þann söguþráð sem hentar
gestunum þínum best. Auk fjölbreyttra fundarsala,
með öllum nýjasta tækjabúnaði, býður hótelið upp
á veitingastaði og bar, heilsumeðferð og fyrsta flokks
gistingu ef menn koma langt að. Stemningin bæði á undan
og eftir getur skipt máli fyrir árangurinn af fundinum.
Það er auðvelt að halda þræðinum á Hótel Sögu.
Hótel Saga
býður upp á
margar fléttur
Radisson Blu Saga Hotel
Sími: 525 9900
hotelsaga@hotelsaga.is
www.hotelsaga.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
1
7
3
6
Leiðari
Sex ára trúlofun Alcoa og stjórnvalda var slitið þegar Alcoa gaf frá sér tilkynningu um að fyrirtækið væri hætt við að reisa álverksmiðju á Bakka við Húsavík vegna þess að
ekki fengist nægileg orka til verksmiðjunnar.
Viðbrögð stjórnvalda voru svolítið í ætt við
það þegar fólk slítur trúlofun og sögðu m.a.
að lítil alvara hefði verið í þessu sambandi af
hálfu Alcoa og það væru fleiri fiskar í sjónum.
Á Alþingi fögnuðu nokkrir stjórnarliðar þess
ari niðurstöðu og gefur það vísbendingu um
raunverulegan vilja stjórnvalda til að semja
við Alcoa, hvað þá þegar þau hafa verið að
ræða við nokkur önnur fyrirtæki um að nota
orkuna sem til stóð að færi í álverið á Bakka.
Eftir yfirlýsingar forstjóra Landsvirkjunar
spyr maður sig hins vegar um þá aðferða
fræði sem beitt var í viðræðum Alcoa og
stjórn valda. Einnig spyr maður sig um
samn ingatækni almennt þegar kemur að
stjórn völdum – en Íslendingar eiga t.d. í við
ræðum við Evrópusambandið um aðild að
sambandinu og hefur lítið verið gefið upp um
hvernig þær gangi, hver samningsmarkmið
Íslendinga séu og hvað standi út af borðinu.
Í tilviki Alcoa og stjórnvalda má skilja yfir
lýsingar forstjóra Landsvirkjunar, Harðar
Arnarsonar, á þann veg að eftir sex ár hafi
ekki verið byrjað að ræða aðalatriði málsins;
verð á rafmagninu. Ég á raunar bágt með að
trúa því. Hvers vegna var aldrei sest niður og
þreifað á því stórmáli?
Það sama virðist raunar vera upp á ten
ing n um í samningaviðræðum Íslendinga og
Evrópusambandsins. Ekki er enn farið að
ræða stóru málin eins og skilyrði Íslend inga
varðandi forræði þjóðarinnar yfir fiskveiði
auð lindinni; um íslenskan landbúnað á
grund velli fæðuöryggis og matvælaöryggis,
eða forræði Íslendinga yfir vatns og orkuauð
lind um og ráðstöfun þeirra.
Einhver segði sem svo að í viðræðum Alcoa og stjórnvalda sem og ESBvið ræðunum þyrfti fyrr en síðar að þreifa
á aðalatriðunum og kanna hvort menn næðu
lendingu. Hvers vegna er ekki byrjað fljótlega
á að ræða það sem skiptir höfuðmáli?
Ég minnist þess fyrir nokkrum árum þeg
ar fyrirtækin Austurbakki og Hans Petersen
ætluðu að sameinast að þá hafði nánast allt
verið rætt áður en komið var að aðalatriðinu;
verði hlutabréfa hvors fyrirtækis um sig í
viðskiptunum. Hver skiptihlutföllin ættu
að vera. Þegar kom að því var mikill mun ur
á sjónarmiðum og ekkert varð af sam ein
ingunni. Þegar Austurbakki ætlaði síðar að
sameinast ThorarensenLyfjum vildu menn
ekki brenna sig aftur á þessu og byrjuðu að
ræða verð og skiptihlutföll og náðu sam
komu lagi um það svo einhver tilgangur væri
í því að halda áfram. Á lokaspretti viðræðn
anna varð ósamkomulag um hverjir mönnuðu
einstaka stöður í hinu sameinaða fyrirtæki og
nokkur önnur teknísk mál. Þá slitnaði upp úr
viðræðunum og ekkert varð úr neinu.
Eftir að Alcoa gaf það út að fyrirtækið væri
hætt við að reisa álverksmiðju á Bakka voru
fyrstu viðbrögð þingmanna úr röðum Sam
fylkingar og Vinstri grænna að fagna þessari
niðurstöðu. „Ég óska vinum mínum í Þing
eyjarsýslunni til hamingju með að slökkt hafi
verið á þessu villuljósi,“ sagði Mörður Árna
son á Alþingi.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði á Alþingi að vísbendingar væru um að alvaran hjá Alcoa um byggingu
álvers á Bakka hefði ekki verið jafnmikil og
látið var í veðri vaka og að fyrirtækið hefði
ekki einu sinni sótt um lóð á Bakka eða til
kynnt á heimasíðu sinni að það væri hætt
við áform sín. Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði að Alcoa hefði ekki
fengist til að ræða orkuverð þrátt fyrir óskir
Landsvirkjunar þar um – en hefði óskað eftir
afhendingu orkunnar innan fimm ára, sem
ekki hefði verið hægt að verða við. Hörður
sagði að það að opna viðræður um orkuna
fyrir fleiri aðilum hefði styrkt samningsstöðu
Lands virkjunar til muna. Alcoa hefði beitt
alþekktri samningatækni; að koma sér í sterka
samn ingsstöðu, sitja eitt við borðið og skapa
vænt ingar áður en farið væri að semja um verð.
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa,
sagði að fyrirtækið hefði sett á annan milljarð
króna í verkefnið og unnið að undirbúningi
þess frá árinu 2006 en til stóð að álverið hefði
250 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Hann
sagði að útséð væri að það tækist að útvegja
nýju álveri Alcoa næga raforku. Til væri vilja
yfirlýsing af hálfu Landsvirkjunar um að
selja orkuna fyrir norðan til annarra verkefna
og ekki hefði tekist að fá viljayfirlýsingu um
orkusölu til Alcoa, hvorki af hálfu ríkis stjórn
arinnar né Landsvirkjunar.
Alcoa rekur myndarlegt og stórt álver á
Austurlandi og það er góð reynsla af fyrir
tæk inu. Það getur vel verið að Íslendingar
séu búnir að fá nóg af álverum og telji of
mikla áhættu fylgja því að hafa „of mörg egg
í sömu körfu“ þegar kemur að raforkunni.
En þá á líka að segja viðmælandanum það
strax í upphafi, annars er hann dreginn á
asnaeyrunum. Það sama gildir um fyrirtæki
sem sækjast eftir samningum, þau verða að
viðra það fljótlega hvað þau eru tilbúin til
að greiða. Er líklegt að Alcoa hafi sett vel á
annan milljarð króna í verkefnið á Bakka án
þess að meina neitt með því og þetta hafi
allt verið eins konar leiktjöld? Það var þá að
minnsta kosti dýr leiksýning. Og ekki var það
sannfærandi að stjórnarliðar fögnuðu þegar
fyrirtækið sló verkefnið af.
Það er ekki nóg að vera með pókersvip
í samningaviðræðum til margra ára það
verður að þreifa fljótlega á aðalatriðunum
og vita hvort það sé vit og vilji í viðræðum
annars draga menn hver annan á asna eyr
unum.
Af pókersvip og samningatækni
Jón G. Hauksson
Það er ekki nóg að
vera með pókersvip
í samninga við -
ræð um – það verð ur
að byrja á aðal -
atr ið un um.