Frjáls verslun - 01.08.2011, Blaðsíða 86
86 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans:
Sjáum fyrir endann
1. Hver verða forgangsverk
efni fyrirtækis þíns næstu
mánuði?
Eitt mikilvægasta verkefni
Lands bankans er að greiða úr
skuldavanda heimila og fyrir
tækja. Til að hraða málum og
greiða úr vandanum fór bank
inn þá leið að breyta 110% leið
inni svokölluðu og miða við
fasteignamat en ekki verðmat,
færa niður aðrar skuldir og
endur greiða hluta vaxta til skil
vísra viðskiptavina bankans.
Forsendan fyrir góðum rekstri
bank ans eru heilbrigðir
viðskiptavinir.
2. Hvernig metur þú endur
reisn atvinnulífsins eftir
hrun?
Flest fyrirtæki eru búin að fara
í gegnum mjög erfiða tíma í
kjölfar gjaldeyris og banka
kreppu. Fyrirtæki voru of
skuld sett til þess að takast á við
þessa niðursveiflu. Það er ljóst
að mörg fyrirtæki verða betur
í stakk búin til að takast á við
næstu niður sveiflu þar sem þetta
hefur einn ig verið lærdómsríkt
ferli. Fjárfestingastigið er mjög
lágt í hag kerfinu en ég tel að það
komi til með að vera hægur stíg
andi í því eftir að fjár hags legri
endur skipu lagn ingu fyrirtækja
er lokið.
3. Hversu mikið vantar upp á
að skuldavandi fyrirtækja sé
leystur?
Við sjáum nú fyrir end ann á
fjárhagslegri endurskipu lagn
ingu fyrirtækja í viðskiptum
við bankann. Við munum klára
það verkefni á fyrri hluta næsta
árs. Mörg fyrirtæki verða áfram
verulega skuldsett og þurfa að
huga að því að styrkja fjárhags
stöðu sína á næstunni.
4. Hvaða árangur ert þú
ánægðastur með hjá fyrir tæki
þínu á þessu ári?
Sem tiltölulega nýr banki, eða
þriggja ára, erum við búin að
áorka mörgu. Byggt á nýju
skipu lagi, nýrri stefnu, nýjum
stjórn endum og góðu starfsfólki
höf um við náð miklum árangri.
Við lögðum af stað í byrjun árs
með aðgerðalista sem saman stóð
af 28 loforðum sem við klár uðum
á tilsettum tíma eða um mitt árið.
5. Finnst þér gæta tortryggni
í garð atvinnulífs og stórfyrir
tækja eftir hrunið?
Það er klárlega almenn tor
tryggni í garð atvinnulífs ins og
þá einkum fjármálafyrirtækja.
Það á að vísu við samfélagið í
heild; helstu stofnanir Íslands,
Alþingi, stjórnarráðið, þjóð kirkj
an og fjölmiðlar, búa við skert
traust.
6. Hversu skaðleg eru gjald
eyrishöftin að þínu mati?
Gjaldeyrishöftin voru nauð syn
leg til að verja íslensku krónuna
gagnvart frekara gengisfalli og
koma í veg fyrir að verðbólgan
yrði meiri. Eins og staðan er
núna hafa höftin neikvæð áhrif
á erlendar fjárfestingar hérlendis
og að sama skapi hamla þau
íslenskum aðilum að fjárfesta
erl endis. Það er mikilvægt að
afl étta gjaldeyrishöftum með
örugg um hætti og í áföngum til
að viðhalda stöðugleika krón
unnar.
7. Hvaða styrkleika sérð þú
í íslensku viðskiptalífi um
þessar mundir?
Stóru viðskiptabankarnir eru
komnir á þann stað að geta
farið að fjármagna af krafti
arðbær verkefni. Það felast mikil
tækifæri í nýsköpun í landinu, í
sjávarútvegi, orkumálum, ferða
þjónustu, tækni og hugbún
að armálum. Ennfremur hafa
mörg fyrirtæki náð að halda
sjó í gegnum kreppuna líkt og
útflutningsfyrirtækin og ferða
þjónustan og munu eflast enn
frekar á næstu misserum.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
„Fjárfestingastigið er mjög lágt í
hagkerfinu en ég tel að það komi
til með að verða hægur stíg -
andi í því.“