Frjáls verslun - 01.08.2011, Blaðsíða 89
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 89
(FIDS) sem hefur á að skipa
reyndu starfsfólki sem hefur
sér hæft sig í slíkri vinnu. Að
vinnu sem þessari koma ekki
eingöngu endurskoðendur
heldur einnig sérfræðingar af
öðrum sviðum okkar eins og
sérfræðingar í upplýsingatækni,
skattalögfræðingar og aðrir
ráðgjafar. Þannig hefur t.d. að
koma tölvusérfræðinga okkar
falist í að sannreyna að ekki
sé búið að spilla tölvutækum
gögnum og einstaka sinnum í
að endurheimta gögn sem búið
var að eyða. Þetta svið okkar
hefur ekki eingöngu sinnt stærri
verkefnum, því fer fjarri. Sviðið
hefur t.d. þróað sérhæfðar lausn
ir fyrir þrotabú, þar sem jafnvel
á aðeins einum degi er farið í
gegnum gögn þrotabúsins og
skrifuð skýrsla fyrir skiptastjóra
þar sem dregin eru fram atriði
sem vekja athygli. Oft hefur
slík vinna margborgað sig fyrir
þrota búið.
Erum hluti af stærri heild
Ernst & Young er það fyrirtæki af
stóru alþjóðlegu endurskoðun ar
fyrirtækjunum sem gengið hefur
lengst í þá átt að samþætta
rekstur sinn hvar sem er í heim
inum. Þetta hefur verið gert
með hagsmuni viðskiptavina að
leið arljósi, til að tryggja samfellu
í gæðum þeirrar þjónustu sem
veitt er undir merkjum Ernst
& Young. Þetta hefur haft í för
með sér að við störfum í nánu
samstarfiviðkollegaokkarann
ars staðar og þá sérstaklega
áNorðurlöndum.Allurtilflutn
ing ur á þekkingu og reynslu
er greiður. Þótt sú staða komi
stundum upp að við séum að
glíma við verkefni þar sem eru
þættir sem við höfum ekki mikla
reynslu af hér á landi höfum við
það bakland sem þarf í erlend
um starfsfélögum okkar.
Þekkingoghæfileikarstarfs
fólks okkar er það sem gerir
okkurkleiftaðveitafyrstaflokks
þjónustu. Þar hefur samþætting
in líka skilað sér, en menntun
og starfsþjálfun endurskoðun
ar nema og annars starfsfólks
okkar fer að miklum hluta fram
með því að sækja námskeið
erlendis, fá erlenda þjálfara til
að kenna hér á landi eða með
því að taka erlend vefnámskeið.
Samþættingin hefur líka aukið
hreyfanleikavinnuaflsinnan
Ernst&Young.Bæðihafaer
l endir starfsmenn Ernst & Young
komið til að vinna hjá okkur og
íslenskir starfsmenn farið til að
vinna hjá fyrirtækinu erlendis, í
skemmri eða lengri tíma. Þannig
var t.d. síðastliðið haust um
tugur ungra starfsmanna okkar
að störfum hjá Ernst & Young á
Írlandi um tveggja mánaða skeið
og nýlega færði einn af lög giltu
endurskoðendunum okkar sig
um set og hóf störf á Stokkhólms
skrifstofu Ernst & Young þar sem
hann ætlar að starfa næstu ár.
Það er því margt að gerast
hjá okkur og spennandi tímar
framundan.“
Axel Ólafsson, framkvæmdastjóri Ernst & Young.
„Miklir fjármunir
hafa verið lagðir
í þróun sérhæfðs
endurskoðunarhug
búnaðar og hvers
kyns hjálpartóla
sem við njótum góðs
af. Allt þetta hefur
verið til mikilla
hags bóta fyrir okk
ur og viðskiptavini
okkar, hvort sem
horft er til gæða eða
skil virkni.“
Ernst & Young hf. er til húsa við Borgartún 30.