Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Blaðsíða 163

Frjáls verslun - 01.08.2011, Blaðsíða 163
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 163 myndin á fætur annarri sem hann leikstýrir komið frá honum. Nýjasta kvikmynd hans er J. Edgar þar sem hann kafar ofan í líf hins umdeilda forstjóra FBI, J. Edgars Hoovers, sem átti stóran þátt í að Federal Bureau var stofnað 1924. Hann var fyrsti stjóri FBI þegar sú stofnun var sett á laggirnar árið 1935 og stjórnaði henni með harðri hendi til ársins 1972. Þótt Eastwood fari yfir allt líf Hoovers einblínir hann ekki á hið opinbera líf heldur tekur einnig einkalífið fyrir. En líf Hoovers utan vinnunnar komst ekki upp á yfirborðið fyrr en hann var látinn. Þar vakti að sjálfsögðu mesta athygli að hann var hommi og bjó alla tíð í skápnum hvað það varðar. Einkaþjónn Hoovers, Clyde Tolson, var einnig sambýlismaður hans til fjölda ára. Einnig kemur mikið við sögu einkaritari Hoovers, Helen Gandy, sem á víst margoft að hafa bjargað honum fyrir horn þegar sögusagnir fóru að ganga um að hann væri hommi og klæðskiptingur. Í upphafi myndarinnar er fjallað um hvernig Hoover komst til valda, en hann stóð sig mjög vel í að uppræta glæpaklíkur þegar gangsterar léku lausum hala með tilheyrandi manndrápum á þriðja áratugnum í kjölfar vínbannsins. Meðal annarra atburða sem gerð eru skil í myndinni er hatursfullt samband hans við Robert Kennedy, þegar Kennedy var dómsmálaráðherra og reyndi víst árangurslaust að bola Hoover úr embætti. Leonardo DiCaprio leikur Hoover og er þetta í fyrsta sinn sem hann leikur undir stjórn Clints Eastwoods, Armin Hammer, sem vakti athygli í hlutverki Winklevoss- tvíburanna í Social Network, leikur Clyde Tolson og Naomi Watts leikur ritarann Helen Gandy. Aðrir leikarar eru Josh Lucas, sem leikur Charles Lindbergh, en ránið á syni hans átti þátt í að FBI var stofnað, Jeffrey Donovan er í hlutverki Roberts Kennedys og Judy Dench leikur móður Hoovers. Handritið skrifaði Dustin Lance Black, sem fékk óskarsverðlaunin 2008 fyrir handrit sitt að Milk. Eastwood er sem fyrr frekar fáorður þegar hann er spurður um mynd sína en lét hafa eftir sér að J. Edgar væri um mann sem að mörgu leyti hefði verið valdamesti maður Bandaríkjanna þegar þau stóðu undir nafni sem valdamesta þjóð heims. Hættuleg aðferð David Cronenberg hefur aldrei farið troðnar slóðir og á að baki margar frábærar kvik- myndir sem standa á eigin fótum. Í nýjustu kvikmynd sinni, A Dangerous Method, kafar hann ofan í líf tveggja af frægustu sálfræðingum tuttugustu aldarinnar, Sig- munds Freuds og Carls Jungs, en þeir voru nánir samstarfsaðilar í byrjun aldarinnar. Upp úr vinskapnum slitnaði og er opinbera skýringin mismunandi túlkun þeirra á kenn- ingum en aðrir segja að sökin hafi verið hjá hinni ungu og fallegu Sabine Spielrein, sem báðir heilluðust af, og að sjálfsögðu heldur Cronenberg sig að mestu við þá kenningu. Handritið skrifar eitt þekktasta leikritaskáld Breta, Christopher Hampton, sem á að baki mörg góð kvikmyndahandrit. Það var Carl Jung sem fyrst tók Sabine Spielrein, sem var rússnesk stúlka með geðklofa, undir sinn verndarvæng og gerði síðar að ástkonu sinni. Freud kynntist henni einnig og sagan segir að hann hafi einnig orðið ástfanginn af henni. Lítið var vitað um Spielrein fyrr en 1977 þegar dagbók hennar fannst og bréf sem Jung og Sigmund Freud höfðu sent henni. Þess má geta að það voru ekki síður gáfur Spielrein sem heilluðu sálfræðingana. Hún varð síðar brautryðjandi í barnageðlækningum og var myrt af þýsku setuliði í Rússlandi árið 1942. Í upphafi vildi Cronenberg fá þýska leik­ arann Christoph Waltz til að leika Sigmund Freud, en þegar bindandi samni ngur Waltz um að leika í annarri kvikmynd kom í veg fyrir að hann gæti tekið að sér hlutverkið leitaði Cronenberg á náðir uppáhaldsleikarans síns, Viggos Mortens ens, sem stóð sig með glæsibrag í History of Violence og Eastern Promises, og er þetta þriðja kvikmyndin í röð sem Cronenberg leik - stýrir Mortensen. Í hlutverki Carls Jungs er Michael Fassbinder, sem dvaldi hér á landi um skeið í sumar við tökur á Prome- theus, og í hlutverki Sabine Spielrein er Keira Knightley. Samkvæmt þeim við- tök um sem leikur þeirra hefur fengið á kvikmyndahátíðum er þeim öllum spáð til- nefningu til óskarsverðlauna. Það veltur þó dálítið á hvernig myndinni verður tekið, en kvikmyndir Davids Cronenbergs hafa ekki allar átt upp á pallborðið hjá hinum almenna kvikmyndahúsgesti. Mín vika með Marilyn Simon Curtis er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa framleitt margar af vinsælustu sjónvarpsseríum Breta síðustu árin, en hefur einnig leikstýrt og hann stendur vaktina á bak við kvikmyndavélina í My Week with Marilyn, sem byggð er á endurminningum Colins Clarks, sem var aðstoðarmaður breska stórleikarans Laur- ence Oliviers. Bók hans, sem ber sama heiti og myndin, segir frá upptökum á kvik- myndinni The Prince and The Showgirl frá árinu 1957. Þar léku þessir frægu en ólíku leikarar aðalhlutverkin og kom víst ekki vel saman, gekk á ýmsu meðan á tökum stóð. Meginþema myndarinnar er ein vika, þegar þáverandi eiginmaður Marilyn, leikritaskáldið Arthur Miller, þurfti að bregða sér til Parísar og Colin Clark fékk það hlutverk að sjá um gyðjuna meðan hún var ekki við tökur á myndinni. Colin er ungur og óreyndur og er varaður við henni. Honum er sagt að Monroe eigi það til að daðra opinskátt og karlmenn falli fljótt fyrir henni. Þrátt fyrir aðvaranir fellur Colin fyrir Marilyn, ekki síst vegna þess hversu opin hún er og hrifnæm. Þess á milli fylgjumst við með tökum á myndinni þar sem m.a. þarf að endurtaka mörgum sinnum atriði vegna mistaka Monroe, stórleikaranum Olivier til mikils ama. Hlutverk Colins Clarks er í höndum ungs og óþekkts leikara, Eddies Redmaynes, en augun beinast ekki að honum heldur Monroe og Olivier. Hin vaxandi leikkona Michelle Williams fær það erfiða hlutverk að túlka Marilyn Monroe og af myndum að dæma virðist hún ná útlitinu nokkuð vel, svo spurningin er um túlkun á persónunni. Margar leikkonur hafa brugðið sér í hlutverk gyðjunnar með misjöfnum árangri. Kenneth Branagh leikur Laurence Olivier og er merkilegt hversu líkur hann er honum þegar búið er að koma honum í gervið. Olivier hlýtur að vera óskahlutverk Branaghs, sem margoft hefur lýst aðdáun sinni á leik aranum og brugðið sér í fótspor hans. Með al annarra leikara eru Judy Dench, sem í J. Edgar leikur móður Hoovers en í My Week with Marilyn leikur hún eina þekktustu sviðsleikkonu Breta á síðustu öld, Sybil Thorndyke, og Julia Ormond, sem leikur Vivien Leigh. kvikmyndir „David Cronenberg hefur aldrei farið troðnar slóðir og á að baki margar frábærar kvik myndir sem standa á eigin fótum.“ A Dangerous Method. Viggo Mortensen, sem leikur Sigmund Freud, er að leika í sinni þriðju kvikmynd í leikstjórn Davids Cronenbergs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.