Frjáls verslun - 01.08.2011, Blaðsíða 26
26 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011
Í stuttu máli
steve Jobs látinn
Miðvikudagurinn 5. októ ber
var sorgardagur um allan heim, þá
var tilkynnt að Steven P. Jobs, stjórn-
ar formaður og einn af stofn endum
Apple, hefði látist af krabbameini
fyrr um daginn. Í til kynningu frá
Apple sagði að snilld, ástríða og orka
Jobs hefði verið upp spretta óteljandi
uppfinninga sem auð guðu og bættu
líf okkar.
Í síðasta blaði Frjálsrar verslunar,
þar sem fjallað var um frumkvöðla
og sprotafyrirtæki, skrifaði Gísli
Kristjáns son blaðamaður um
frumkvöðulinn Steve Jobs.
Fram kom að Apple hefði vaxið
mest vegna ákvarðana sem ekki
standast skoð un í stjórnunar fræð -
unum. Til dæmis að setja nýja vöru
á markað án þess að hafa rannsakað
markaðinn fyrst. Jobs hefði hins
vegar haft endaskipti á hlut unum:
Selt vöru sem engin mælanleg eftir -
spurn var eftir.
Steve Jobs var hippi. Hann fæddist
árið 1955 og var á tánings- og tví-
tugs aldri reikull og leitandi. Vissi
sjaldan hvað hann vildi ef frá er
talið tímabil þegar hann var búdda -
munkur. Foreldrar hans voru ógiftir
stúdentar í Kaliforníu. Faðirinn
sýrlenskur, Abdulfattah Jandali að
nafni, en móð irin, Joanne Simpson,
bandarísk. Þau gáfu strákinn hjón -
unum Paul og Cöru Jobs.
Pilturinn komst í gegnum mennta-
skóla en datt út úr námi á fyrsta ári í
háskóla. Hann sótti lausavinnu, eink -
um hjá fyrirtækjum sem tengdust
rafeindaiðnaði og tölvum.
Á þessum lausamennskuárum
komst hann í kynni við aðra unga
og rótlausa menn, sem síðar urðu
lykilstarfsmenn hjá Apple. Fyrsti
sigur fyrirtækisins kom árið 1984
með Macintosh – litlu borð tölvunni
með notendavæna umhverfinu.
Eftir þetta einkenndist ferill Steves
Jobs af bæði sigrum og ósigrum.
Hann var rekinn frá fyrirtæki
sínu, fór út í kvikmyndabransann
með fyrirtækið Pixar og auðgaðist
verulega á samstarfi við Disney. Og
svo gerði hann Apple að stórveldi
öðru sinni – iPhone, iPad, iPod og
iTunes eru nýjungarnar sem hafa
orðið til á seinni valdatíma Jobs hjá
fyrirtækinu, skrifaði Gísli um þennan
frumlega hugsuð.
Steve Jobs vann sinn fyrsta sigur með Macintosh – litlu borðtölvunni.
AlmennA Verkfræði-
stofAn fJörutÍu árA
Almenna verk fræði
stofan hf. (AV), ein af
rót grónustu ver k fræði
stof um lands ins, fagnar
40 ára af mæli á þessu ári.
Helgi Valdi marsson, fram
kvæmda stjóri Almennu
verk fræðistofunnar, segir að
stofan hafi tekið við reksti
verk fræðistofu Almenna
bygg ingafélagsins árið 1971
sem hafi komið mikið við
sögu þeirrar uppbyggingar
og iðnvæðingar sem átti sér
stað í landinu á starfsárum
þess.
„Almenna verkfræðistofan
hefur á starfstíma sín um
veitt almenna og sérhæfða
þjónustu á sviði bygg
ingar og vélaverkfræði,
umhverfis verkfræði, svo
og náttúrufræði. Þjón ustan
felst í alhliða tækni ráð gjöf
samkvæmt óskum viðskipta
vina, allt frá forrannsóknum
og gerð fyrstu frumdraga
til endanlegrar hönnunar
mann virkja, framkvæmda og
rekstrar.“
Þjónusta Almennu verk
fræði stofunnar skiptist í
fjögur markaðssvið: Bygg
ingar og iðnað, orku og
veit ur, umhverfi og skipulag
– og verkefnastjórnun.
Helgi Valdimarsson, framkvæmda-
stjóri Almennu verkfræðistofunnar.
„Stofan stendur á gömlum merg –
en leitar stöðugt nýrra lausna fyrir
viðskiptavinina.“
kaup á viðskiptahug-
búnaði frá maritech
Skinney – Þinganes:
Skinney-Þinganes á Höfn
í Hornafirði skrifaði undir stór-
samning við Maritech á sjávar-
útvegs sýningunni í Fífunni á
dög unum.
Þetta voru kaup á Micro soft
Dynamics NAV-viðskiptahug bún -
aðinum, WiseFish-hugbúnaði fyrir
sjávarútveginn, greiningartólum og
öðrum sérkerfum Maritech.
Með aukinni sjálfvirkni, teng -
ingum og greiningu gagna verða
öll ferli einfölduð, hætta á villum
minnkar til muna og vinnu sparn -
aður næst á öllum stigum vinnsl-
unnar. „Lausnin frá Maritech
upp fyllir þarfir okkar í flóknu
við skipta umhverfi, en gerðar eru
miklar kröfur til hugbúnaðarins
varðandi sjálfvirkni, einföldun
skráninga og handbærar
greiningar upplýsinga á einum
stað,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson,
framkvæmdastjóri Skinneyjar-
Þinganess.
Maritech er stærsti söluaðili
Microsoft Dynamics NAV. Hjá
Maritech starfa um 80 manns
og fyrirtækið þjónustar um 500
viðskiptavini um allan heim.
Eftir undirritun samnings í Fífunni. Frá vinstri: Aðalsteinn Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess hf., Gunnar Karl Níelsson, viðskipta-
stjóri Dynamics hjá Microsoft Íslandi, og Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu-
og markaðssviðs Maritech ehf.