Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.08.2011, Blaðsíða 42
42 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 varðar. Þá var ákveðið að stefna að mönnuðum geimferðum til Mars með því að fara fyrst til tunglsins. Þannig að frá því að vera að horfa á ómannaðar Marsferðir fór ég í að stýra verkefni sem í tóku þátt hátt á fimmta tug manna þar sem verið var að þróa nýja tækni fyrir mann­ aðar geimferðir framtíðarinnar þar sem sjálfvirkni og gervigreind væru hluti af pakkanum. Þetta var allt frá því að hjálpa geimförum að fara í gegnum tékklistana sína yfir í það að stýra sjálfvirkum verksmiðjum á tunglinu eða Mars þar sem fram­ leitt yrði súrefni, eldsneyti og fleira fyrir geimfara og þau tæki sem yrðu þar. Þetta var gríðarlega stórt og spenn andi verkefni og út úr því komu reyndar líka smærri verkefni eins og að við fórum að vinna með alþjóðleg u geimstöðinni og enduðum á því að vinna að þróun hugbúnaðar sem hjálpar í dag stjórnendum al­ þjóð legu geimstöðvarinnar að stýra sólar orkusöfnurum. Aftur fengum við gervigreindina til að hjálpa fólki að taka ákvarðanir til að dýrum tækj um yrði ekki stefnt í voða. Ég fékk þannig að taka þátt í verkefnum í Houston í Texas þar sem mönn­ uð um geimferðum er stýrt og það var gríðarlega áhugaverð viðbót við þessa reynslu.“ Líf á öðrum hnöttum Ari segist hafa lesið sér mikið til um alheiminn og lengi haft áhuga á þess­ um málum. „Þegar maður vinnur hjá NASA sér maður hvernig þessarar þekkingar, sem við höfum um sól­ kerfið, er aflað, hvaða spurningum er ósvarað og hvernig fólk vinn­ ur við að reyna að svara þessum spurningum. Þessar spurningar eru svo spennandi. Ein snýst um það hvort finna megi líf annars staðar en það er eitt af því sem könnunin á Mars snýst um. Það er öruggt út frá þeim gögnum sem hefur verið safnað að þar hafi runnið vatn áður fyrr fyrir utan að það er töluvert mikið af frosnu vatni ennþá bundið í jarðveginum. Það er líklegt að þar hafi verið aðstæður til þess að líf hafi getað þróast. Mér finnst líklegt að líf þar hafi verið einfrumungar og mjög litlar lífverur. Líf á jörðinni byggist á prótínsamböndum og erfðaefn­ um eins og RNA og DNA; það er spurning hvort líf annars staðar sé allt öðruvísi. Ef það er næstum því eins er það þá af því að það þróaðist á sama stað og dreifðist? Eða er það af því að líf þróast alltaf þannig? Ég held að það sé fullvíst að það sé fullt af lífi þegar horft er á alheiminn í heild sinni. Má nefna að í dag er vitað um hundruð pláneta fyrir utan okkar sólkerfi og líklega hlaupa þær á milljónum bara í vetrarbrautinni okkar. “ Fljúgandi furðuhlutir Alls konar pælingar tengjast öðrum hnöttum sem og fljúgandi furðuhlut­ um. Hvað segir fyrrverandi starfs­ maður NASA um slíkt? „Það er mjög skýrt hvernig vísindaheimurinn nálgast almennt svona spurningar. Það eru í raun og veru ekki til nein haldgóð gögn ennþá sem segja til um tilvist þeirra en það er auðvitað engin leið til að afsanna tilvist þeirra. Sú regla er yfirleitt notuð að á meðan ekki eru til gögn og staðreyndir sem hægt er að byggja á er litið svo á að þetta sé ekki viðfangsefni sem hægt sé að skoða frekar. Ég held sjálfur að vitsmunaverur hafi ekki heimsótt okkur. Maður kemst að ýmsu þegar maður vinnur hjá NASA og má nefna að til eru tæki sem geta numið hluti í geimnum sem eru á stærð við handbolta. Stór fljúgandi furðuhlut­ ur fullur af grænum verum færi ekkert fram hjá því.“ Hvað með akurhringi? „Mig grunar að það sé prakkaraskapur.“ Hvað varðar kenninguna um að Bandaríkjamenn hafi ekki gengið á tunglinu á sínum tíma segir Ari: „Magnið af hlutum sem eru til hjá NASA sýnir að menn hafi farið til tunglsins. Þegar við vorum að vinna að þessu nýja verkefni, að farnar yrðu mannaðar ferðir til Mars og að stoppað yrði á tunglinu á leiðinni og búin til bækistöð þar, var byggt á reynslu. Ég get nefnt hluti eins og hvernig skrúfgangur í geimbúningi skemmist af sandinum á tunglinu.“ Hvað varðar fánann sem blakti segir Ari: „Það er bara tregðulögmál Newtons sem gerði það að verkum að hann blakti.“ Ari viðurkennir að sig hafi langað út í geiminn. „Ég komst snemma að því að þetta var útilokað fyrir mig þar sem ég er of hár. Miðað er við að geimfarar séu í mesta lagi 1,80 m og ég er vel yfir það. Ég ákvað að taka þátt í þessu á annan hátt. Ég leiddi bæði þróun tækninnar og síðan gerð hugbúnaðarins sem er í raun að breyta heiminum aðeins því þessi þróun hefur haft áhrif á hvernig NASA stýrir sínum geimferðum til frambúðar. Svo var ég í þeim hópi nokkur hundruð einstaklinga sem var kjarninn á bak við ferðina til Mars; það gefur manni líka þá til­ finningu að maður hafi lagt eitthvað af mörkum.“ „Líf á jörðinni byggist á pró tín- samböndum og erfða efn um eins og RNA og DNA; það er spurn- ing hvort líf annars staðar sé allt öðruvísi.“ Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, vann í áratug hjá NASA; bandarísku geim ferðastofnuninni. ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Nú tekurðu vinsælasta vef landsins með þér hvert sem þú ferð og ert alltaf með nýjustu fréttirnar í símanum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011. ENN EIRI . bl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og argt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Nú tekurðu vinsælasta vef landsins með þér hvert sem þú ferð og ert alltaf með nýjustu fréttirnar í símanum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.