Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 22
22 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011
Í stuttu máli
Hverju er verið að mótmæla
um allan heim?
Mótmælin við Alþingishúsið við setningu
þingsins eru hluti af mótmælum um allan
heim þessar vikurnar. Í New York ganga mót-
mæl in út á „Hernemum Wall Street“ og á
Spáni er kjörorðið „Okkur er nóg boðið!“ Mót-
mælendur í Bandaríkjunum eru fyrst og fremst
að mótmæla björgun bankanna á kostnað
almennings. Mótmælin beinast víðast hvar
að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja
að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað al-
mennings. Mótmælin í Bandaríkjunum hófust
um miðjan september. Í Evrópu snúast þau um
þá miklu skuldakreppu sem bankar eru í og
til stendur að leysa með skattfé almennings. Í
Grikklandi tók um hundrað þúsund manns þátt
í mótmælum sem þeir segja að gangi út á að
bjarga frönskum og þýskum bönkum sem lánuðu
til Grikklands – og almenningur í Grikklandi
eigi enga möguleika á að standa undir álögunum
með þeim niðurskurði sem er fyrirhugaður í
Grikklandi. Lægri laun, ríkisútgjöld niður og
skattar hækkaðir.
ÞettA Hús er
táknræn mynD
Eyþór Ívar Jónsson skrifaði at
hyglisverða grein í síðasta tölublað Frjálsrar
verslunar um uppbyggingu þekk ingar og
nýsköpunarhagkerfisins: „Há skólarnir
hafa eytt tímanum í að stíga á fæturna
hver á öðrum. Það er táknræn mynd að
húsið í Kringlunni 1, þar sem fyrir þremur
árum var framtíðarsýnin að sameina krafta
einkageirans, háskólanna og ríkisins í að
byggja upp útungunarstöð sprota, um
breyttra fyrirtækja og nýsköpunar, hefur
nú verið tekið yfir af Vinnumálastofnun og
Um boðsmanni skuldara.“
Áður var Kringlan 1 framtíðarsýn og útungunarstöð
sprota og nýsköp unar í húsinu.
Núna hefur hún verið tekin yfir af Vinnu málastofnun
og Umboðsmanni skuldara.rannsókn á strauss-kahn hætt
Eftir hádegi sunnudaginn
15. maí sl. var forstjóri Al-
þjóð a gjaldeyrissjóðsins,
Dom inique Strauss-Kahn,
handtekinn á Kennedy-flug -
velli þar sem hann var á leið
til Frakklands. Þar með komst
hann í heimsfréttirnar og
hefur verið þar síðan. Hann
var handtekinn um borð í vél
Air France á leiðinni til Parísar
og var vélin um tíu mínútum
frá því að fara í loftið. Hann
var kærður fyrir kynferðislega
árás og tilraun til nauðgunar á
þernu á hóteli sem hann gisti
á í New York nóttina áður.
Saksóknari í Bandaríkjunum
hefur fallið frá ákæru á hendur
Strauss-Kahn vegna ónógra
sönn unargagna. Það sama
hefur saksóknari í Frakklandi
gert en hann mun ekkert að -
haf ast meira vegna ásakana
Tristane Banon sem sakaði
Strauss-Kahn um tilraun til
nauð gunar árið 2003 eftir að
málið í Bandaríkjunum kom
upp. Banon hefur sagst ætla að
höfða einkamál gegn Strauss-
Kahn.
Strauss-Kahn virðist laus allra
mála að sinni vegna ásakana
um nauðganir.
Fyrirtækjalausnir Póstsins er
nýtt heiti yfir alla þá þjónustu sem Pósturinn veitir
fyrirtækjum. Allt frá því að koma með og sækja
póstinn á vinnustaðinn daglega yfir í að hýsa vörur
fyrir fyrirtæki, pakka og svo senda.
Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins í
síma 580 1090. Sjáðu hvort við getum ekki sparað
þér fyrirhöfn, tíma og peninga svo þú getir einbeitt
þér að því að vinna, vinna, vinna …
Vörudreifing Vöruhýsing
Sendla-
þjónusta
Fyrirtækja-
þjónusta
Auglýsinga-
póstur
Viðskipta-
pakkar til
útlanda
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
1
–
0
6
6
7
Kringlan 1.