Frjáls verslun - 01.08.2011, Qupperneq 27
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 27
Í stuttu máli
málþing til heiðurs
Brynjólfi sigurðssyni
Málþing var haldið til
heið urs Brynjólfi Sigurðssyni,
prófessor emeritus, í hátíðarsal
Háskóla Íslands í endaðan
sept ember. Brynjólfur var um
árabil helsti kennari skólans í
sölu- og markaðsfræðum. Hann
hóf kennslu við viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands
árið 1969, varð lektor árið 1970
og prófessor árið 1984. Áður
kenndi hann markaðsmál við
Handelshøjskolen í Kaup-
mannahöfn á árunum 1966
til 1968. Árin 1978 til 1981
gegndi hann embætti hag -
sýslu stjóra ríkisins í leyfi frá
skólanum. Hann var formaður
samkeppnisráðs en lét af því
embætti árið 2002 þegar varð
hann forstjóri Happdrættis
Háskóla Íslands.
Málþingið var hið fróðlegasta
í alla staði. Það hófst með
ávarpi rektors Háskóla Íslands
og eftir það fluttu eftirfarandi
erindi: Erik Kloppenborg
Madsen frá Árósaháskóla,
Ágúst Einarsson, prófessor við
Háskólann á Bifröst, Ingjaldur
Hannibalsson, deildarforseti
viðskiptafræðideildar,
Margrét Guðmundsdóttir,
for stjóri Icepharma, Hallur
A. Baldursson frá aug lýs inga -
stofunni EnnEmm og Gylfi
Magnússon, dósent við Háskóla
Íslands.
Brynjólfur og Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendur-
skoðandi. Maggi Jónsson arkitekt er í baksýn.
Brynjólfur Sigurðsson ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu
Láru Erlingsdóttur Hestnes, á málþinginu sem haldið var
honum til heiðurs.
Vilhjálmur Bjarnason lektor og Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi
forstjóri Eimkips og heiðursdoktor við viðskiptadeild Háskóla Íslands.
meniGA
fær
Glæsi leG
VerðlAun
Íslenska hug bún aðarfyrir tækið Meniga
hlaut ný lega verð laun
fyrir bestu banka lausn
ársins þegar Bank
ing ITInnovation 2011
verð launin voru afhent í
fyrsta skipti á Business
Eng ineer ing Forum í
Aust urríki nýlega.
Verðlaunin voru veitt
fyr ir þá tæknilausn sem
þótti skara fram úr og
skila við skiptavinum
banka og fjár málafyrir
tækja mestum ávinningi.
Dr. Hansjörg Leichsen
ring frá Meniga og Bruno
Richle, framkvæmdastjóri
Crealogix sem er sam
starfs fyrirtæki Meniga í
Sviss, veittu verð laun
unum viðtöku. Meniga
er íslenskt hug búnaðar
fyrirtæki með starfsemi í
Stokkhólmi og Reykjavík.
Frá árinu 2008 hefur
fyrir tækið þróað heim
ilis fjármálalausnir fyrir
banka og fjármála fyrir
tæki sem eru með þeim
bestu í heiminum í dag
hvort sem horft er til
virkni, viðmóts, sveigjan
leika eða öryggis.
Banking IT-Innovation 2011
verðlaunin sem hugbúnaðarfy-
ritækið Meniga fékk.
nýr skattur á fjármála-
stofnanir skili 4,5
milljörðum
Steingrímur J. sér matarholu:
Áfram hækka skattarnir. Í
nýju fjárlagafrumvarpi eiga skatta-
breytingar að skila ríkissjóði 9,7
milljörðum króna á næsta ári. Ein
veigamesta breytingin er að leggja
10,4% skatt á heildarlaunagreiðslur
fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða
og vátryggingarfélaga. Þessi nýi
skattur á að skila 4,5 milljörðum
króna. Hann felur í sér beina 10%
hækkun á launakostnaði fjár -
málafyrirtækja og það er ljóst að
þau munu þurfa að mæta þeim
kostnaði með einhverjum hætti.
Gera má ráð fyrir að það verði
gert með uppsögnum eða þá að
þjónustugjöld eða vextir hækki.
lÍfeyris-
sJóðir
lofA um-
frAm Getu
Tímaritið Vísbending vakti at hygli á því
að í nýútkominni skýrslu Fjár mála eftir
litsins kæmi fram að margir lífeyris
sjóðir og reyndar flestir gætu ekki
staðið undir þeim loforðum um lífeyri
sem þeir hafa gefið. Allt í allt vantar
um 650 milljarða króna upp á að eignir
sjóðanna standi undir loforðum. Þar
sem eignirnar eru um 2.000 milljarðar
króna má segja að um fjórðung þess
lífeyris sem lofað hefur verið vanti í
sjóðina.
Í Vísbendingu segir að hjá sjóðum
ríkis og sveitarfélaga vanti um 500
milljarða króna til að geta staðið við
lofaðan lífeyri. En rétt sé að taka það
fram að eðlismunur sé á sjóðum
starfsmanna hins opinbera og hinum.
Hjá opinberum starfsmönnum
ábyrgist vinnu veitandinn greiðslu
lífeyrisins óháð því hve mikið fé er í
sjóðunum. Á al menn um vinnumarkaði
er ekkert á bak við líf eyris loforðin
annað en það fé sem er í sjóðunum.