Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 61
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 61
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi:
alið á tortryggni
1. Hver verða forgangsverk
efni fyrirtækis þíns næstu
mánuði?
Tryggja rekstur félagsins með
að haldi í rekstri og reyna að
auka hlut þess í vonandi vax
andi markaði.
2. Hvernig metur þú endur
reisn atvinnulífsins eftir
hrun?
Allt of mörg félög, sem hafa
farið í gegnum fjárhagslega
endur skipulagningu, eru allt of
skuldsett miðað við nú ver andi
efnahagsástand. Það sama gildir
um atvinnulífið og heim ilin; það
verður að afskrifa skuldir.
3. Hversu mikið vantar upp á
að skuldavandi fyrirtækja sé
leystur?
Annars vegar of mörg fyrirtæki
þar sem ekki er búið að ljúka
endurskipulagningunni og hins
vegar mörg of skuldsett, þar af
leiðandi er ekki búið að leysa
vandann.
4. Hvaða árangur ert þú
ánægðastur með hjá fyrir
tæki þínu á þessu ári?
Við þær aðstæður sem nú ríkja
eru fyrirtæki almennt að reyna
að halda sjó og komast í gegnum
erfiða tíma. Þær að gerðir sem við
gripum til í rekst r inum strax um
vorið 2008 hafa skilað árangri.
Miðað við að stæður erum við
þokkalega stödd.
5. Finnst þér gæta tortryggni
í garð atvinnulífs og stór
fyrir tækja eftir hrunið?
Já, því miður er það og enn er
verið að ala á þeirri tortryggni,
m.a. frá alþingismönnum.
Tortryggni er ríkjandi gagnvart
erl endum fjárfestingum en okk
ur veitir ekkert af fjármagni og
góðum hugmyndum.
6. Hversu skaðleg eru gjald
eyrishöftin að þínu mati?
Ég tel mig ekki í stakk búinn
til að meta það, en þau eru
klárlega skaðleg.
7. Hvaða styrkleika sérð þú
í íslensku viðskiptalífi um
þessar mundir?
Tækifærin blasa við hjá vel
menntaðri þjóð sem hefur
aðgang að ríkulegum auð lind
um. En samfélagið skortir sýn
og forystu.
„Allt of mörg félög, sem hafa farið
í gegnum fjárhagslega endur skipu -
lagningu, eru enn of skuld sett.“
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi.