Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 80
80 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa:
verðum að losna við höftin
1. Hver verða forgangs verk
efni fyrirtækis þíns næstu
mánuði?
Eftirspurn eykst í mjög tak
mörk uðum mæli, en kostnaðar
hækkanir eiga sér stað hér og
þar – verkefnið þessa mánuðina
er því að glíma við þessar
kostn aðar hækkanir og samhliða
tryggja ásættanlega afkomu
rekstr arins.
2. Hvernig metur þú endur
reisn atvinnulífsins eftir
hrun?
Atvinnulífið aðlagast að jafnaði
hratt að breyttum efnahags
að stæðum, hins vegar eru að
stæður mjög sérstæðar þessi
misserin – fjármagns mark aðir
eru svo gott sem lokaðir, skatta
hækkanir, skuldaúr vinnsla
fyrirtækja tekið langan tíma og
eftirspurn í samfélagi í algjöru
lágmarki. Gangurinn er því
hægur.
3. Hversu mikið vantar upp á
að skuldavandi fyrirtækja sé
leystur?
Sjálfsagt verður þessi vinna langt
komin á fyrri hluta næsta árs.
4. Hvaða árangur ert þú
ánægðastur með hjá fyrir tæki
þínu á þessu ári?
Ég er almennt mjög stoltur af
þeim góða árangri sem sam
stilltur hópur starfsmanna
Sam skipa hefur náð á liðnu ári
– gangurinn hefur verið góður
þrátt fyrir hinar erfiðu ytri að
stæður.
5. Finnst þér gæta tortryggni
í garð atvinnulífs og stórfyrir
tækja eftir hrunið?
Já, tímarnir litast almennt af
tortryggni – út í pólitíkina og
atvinnulífið, þannig eru því
miður tímarnir nú.
6. Hversu skaðleg eru að
þínu mati?
Það var nauðsynlegt að koma
þeim á, á sínum tíma, en eins og
það var nauðsynlegt að koma
þeim á, þá er bráðnauðsynlegt
að koma þeim frá eins hratt og
mögulegt er – þeim mun lengri
tíma sem þau verða, þeim mun
skaðlegra er það fyrir íslenskt
atvinnulíf og samfélag.
7. Hvaða styrkleika sérð þú
í íslensku viðskiptalífi um
þessar mundir?
Grunnstoðirnar eru sterkar –
fyrirtækin almennt vel rekin og
hér er mikið af hæfu og kapp
sömu fólki sem vill gera góða
hluti.
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa.
„Verkefnið þessa mánuðina er að
glíma við kostnaðarhækkanir á sama
tíma og eftirspurn í þjóðfél ag inu
eykst í mjög takmörk uðum mæli.“