Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 166

Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 166
166 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 M enningarhúsið Hof var formlega vígt hinn 29. ágúst 2010 og hefur því nýverið lokið sínu fyrsta starfsári. Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri felst umsjón með daglegum rekstri og utanumhald um starfsemina. Það er óhætt að segja að allt frá opnunardegi hafi húsið verið fullt af lífi þar sem hver stórviðburðurinn hefur rekið annan auk þess sem fjöldi gesta hefur sótt ráðstefnur og fundi, veislur, sjónlistasýningar og aðra viðburði. Að fá að taka þátt í undirbún­ ingsvinnunni í aðdraganda opnunar og svo að sjá húsið fyllast af lífi hefur verið algjört ævintýri. Þó að húsið sé stórt er starfsmannahópurinn fremur lítill en hann er þeim mun öflugri. Við höfum oft hlegið að því að á fyrsta starfsárinu borðaði ég oftar með starfsmönnum Hofs um helgar en fjölskyldunni og það fór lítið fyrir félagslífi utan vinnunnar þannig að ég er sérstaklega þakklát fyrir að samstarfsmenn mínir eru ekki bara góðir fagmenn heldur líka einstaklega skemmtilegir. Það sem fylgir því að vinna í lítilli einingu er fjölbreytileikinn og í mínu daglega starfi fæ ég að fást við stefnumótun, starfs­ mannastjórnun og áætlanagerð, fjármálastjórnun og markaðsmál og svo að taka á móti gestum og notendum, sópa sviðið, raða stólum og jafnvel gera upp snúr ur en það er það eina sem strákarnir í tæknideildinni hafa hleypt mér í að gera hingað til. Framundan er þétt dagskrá og spennandi viðburðir á borð við Fjölskylduferð á Skódanum þar sem Ingimars Eydal verður minnst og svo heimsækja bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan Hof síðar í haust. Víkingur Heiðar Ólafs­ son og Kristinn Sigmundsson koma í desemberbyrjun og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verður með spennandi jólatón­ leika þetta árið þar sem Sigríður Thorlacius og Kristján Jóhanns­ son koma fram með hljómsveit­ inni. Fyrir þá sem vilja eitthvað léttara eða jafnvel meira rokk má nefna tónleika Dúndurfrétta, Árstíða, jólatónleika Baggalúts eða Þorláksmessutónleika Bubba sem verða reyndar daginn fyrir Þorláksmessu á Akureyri enda erum við gjarnan skrefi á undan hérna fyrir norðan.“ Ingibjörg Ösp býr ásamt fjöl­ skyldu sinni í Reykárhverfi í Eyja­ fjarðarsveit. „Kann alltaf best við mig í sveitinni enda eru það algjör forréttindi að alast upp og búa í slíku umhverfi. Vinnudag­ urinn verður oft ansi langur og í vinnunni er mikið áreiti og álag þannig að það er virkilega ljúft að geta eftir slíka daga notið kyrrðarinnar í sveitinni.“ Ingibjörg Ösp stundaði nám við Háskólann á Akureyri og lauk þaðan BSc­gráðu í við skiptafræði árið 2001 og meist aranámi vorið 2009. Áður hafði hún meðal ann ars unnið hjá Leikfélagi Akur eyrar og KEA. „Ég hef oft hugs að um það síðustu árin hvað það er heppilegt að geta sam einað áhugamál og vinnu á einum vettvangi þar sem með því að sinna barnauppeldi og sækja sér menntun rúmast ekki tímafrek áhugamál. Ferðalög með fjölskyldunni eru efst á lista og í sumar fórum við í fimm vikna skemmtilegt ferðalag um Evrópu þar sem við keyrðum frá Danmörku niður Evrópu og skoðuðum, slöppuðum af og skemmtum okkur. Fjölbreytileik­ inn er mjög mikill og einn dag inn gengum við í snjókomu í kring­ um Arnarhreiðrið og næsta dag flúðum við inn úr hitanum við Gardavatn. Þau voru ófá söfnin og byggingarnar sem þurfti að skoða svo ekki sé minnst á sundlaugar og skemmtigarða. Í svona fríi er öruggt að allir finna eitthvað við sitt hæfi þannig að ég mæli með þessu.“ Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir – framkvæmdastjóri Hofs, menningarhúss Einn daginn gengum við í snjókomu í kringum Arnarhreiðrið og næsta dag flúðum við inn úr hitanum við Gardavatn. Nafn: Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Fæðingarstaður: Akureyri 10. apríl 1976 Foreldrar: Stefán Jóhann Árnason og Vaka Jónsdóttir Maki: Karel Rafnsson Börn: Arna Ýr, 14 ára, Andrea Björk, 12 ára, og Stefán Daði, 8 ára Menntun: BSc í viðskiptafræði árið 2001 og MS í alþjóðaviðskiptum árið 2009 FÓLK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.