Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 31
D A G B Ó K I N
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 31
Júní og júlí 2008:
Fallegt sumar
– en áfram hvasst
Þrátt fyrir að krónan hefði hríð-
fallið, stanslausar umræður
væru um kreppu og lausafjár-
kreppu í kjölfar sprunginnar
útlánabólu og vandræða á hús-
næðismarkaði í Bandaríkjunum
leið sumarið eins og önnur
sumur; en það var áfram
hvasst. Krepputalinu linnti
ekki og hlutabréfamarkaðurinn
var enn í vanda og kominn í
kringum 4.200 stig um mitt
sumarið.
Maí 2008:
Kreppan búin?
Nei, ekki komin
Samfelldar umræður voru um krepp-
una á vormánuðum. Í leiðara Frjálsrar
verslunar mátti m.a. lesa: „Er kreppan
búin fyrst bankarnir voru með svipaðan
hagnað og í fyrra á fyrsta ársfjórðungi?
Var kreppan svona stutt? Nei, kreppan
er ekki komin af neinni alvöru ennþá. Í
besta falli má segja að hún sé hálfnuð.
Niðursveiflan í efnahagslífinu skiptist
í fjóra þætti; verðfall hlutabréfa; verð-
fall krónunnar, verðfall húsnæðis og
atvinnuleysi. Við Íslendingar erum núna
í ferlinu þar sem hlutabréf og krónan
hafa fallið – en við eigum eftir að ganga
í gegnum lækkun á verði húsnæðis og
atvinnuleysi. Þá fyrst kreppir skórinn.
Þess vegna blasir við strembið sumar
og haust; sem og erfiður næsti vetur.
Þetta er ekki bölsýni heldur raunsæi.“
Bandaríkin:
Countrywide, íbúðalána-
sjóður, gjaldþrota.
Fannie Mae, íbúðalána-
sjóður, þjóðnýttur.
Freddie Mac, íbúðalána-
sjóður, þjóðnýttur.
Lehman Brothers, gjald-
þrota.
Merrill Lynch, yfirtekinn af
Bank of America.
AIG, tryggingafélag, þjóð-
nýtt.
Bear Stearns, gjaldþrota
en yfirtekinn af JP Morgan
Chase.
Wachovia, gjaldþrota, yfir-
tekinn af Citigroup.
Bandaríska ríkið kaupir
auk þess hlutabréf í níu
bönkum fyrir 125 milljarða
dollara. Þeirra á meðal eru:
Citigroup,
JP Morgan Chase,
Bank of America,
Goldman Sachs,
Morgan Stanley.
Af fimm stærstu fjárfest-
ingabönkum Bandaríkjanna
2007 eru nú aðeins 2 eftir,
Goldman Sachs og Morgan
Stanley.
yfir 150 litlir og meðalstórir
bankar í Bandaríkjunum
hafa lent í miklum hremm-
ingum í bankakrísunni.
Bretland:
Northern Rock, þjóðnýttur.
Bradford & Bingley, þjóð-
nýttur.
HBOS, þjóðnýttur að
mestu.
Royal Bank of Scotland,
þjóðnýttur að mestu.
Eftirfarandi 6 breskir
bankar þjóðnýttir að hluta:
Abbey,
Barclays,
HSBC,
Lloyds TSB,
Nationwide Building
Society,
Standard Chartered.
Sviss:
UBS, bjargað af ríkinu frá
gjaldþroti.
Credit Suisse, bjargað af
ríkinu frá gjaldþoti.
Þýskaland:
Hypo Real Estate, þjóð-
nýttur.
Bayerische Landesbank,
bjargað frá gjaldþroti.
Danmörk:
Roskilde bank, bjargað af
ríkinu. Nordea kaupir.
Forstædernes Bank, yfir-
tekinn af Nykredit.
Handelsbanken yfirtók
norðursjálenska
Lokalbanken.
Belgía, Holland
Lúxemborg:
Fortis-bankinn, bjargað frá
gjaldþroti.
Dexia, bjargað frá gjald-
þroti.
Frakkland:
Ríkisstjórn Frakklands
hefur bjargað sex stórum
frönskum bönkum og lagt
þeim til fé.
Þeir eru:
Credit Agricole, stærsti
banki Frakklands,
BNP Paribas,
Société Générale,
Credit Mutuel,
Caisse d’Epargne,
Banque Populaire.
Þekktustu bankar heims sitja í súpunni
FV0808X.indd 31 10/28/08 2:16:56 PM