Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 119

Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 119
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 119 S t j ó r n u n Starfsáætlun til margra ára Lykilatriðin í stjórn Huldu á Aker eru því starfsáætlun til margra ára og skilningur stjórnmálamanna og ráðuneyt- ismanna á að slík áætlun verður að taka til lengri tíma en eins fjárlagaárs í einu. „Við höfum haldið fast við okkar starfsáætlun. Hún er raunhæf og vel unnin og við höfum áunnið okkur trúnað ráðuneytis og stjórnmálamanna,“ segir Hulda. Hún leggur áætlunina á borðið – þetta er fremur þunnur bæklingur í A4 broti – og bendir á ártalið 2010. „Við verðum búin að ná öllum markmiðum okkar, sem áttu að nást fyrir lok 2010, þegar á haustmánuðum 2009 og fáum að njóta þess. Það er hagræðing í rekstri sem gerir okkur kleift að ná þessum markmiðum á skemmri tíma en vonir stóðu til. Við meðhöndlum fleiri sjúklinga með betri árangri og notum meiri fjármuni til rannsókna og þróunar. Í dag notum við 1,5 % – 40 milljonir norskra króna – af fjárlögum sjúkrahússins til rannsókna,“ segir Hulda. á skólabekk En eru þetta þá sömu ráð og Hulda ætlar að leggja fyrir starfsfólk og stjórn Landspítala þegar hún kemur þangað 20. Október? „Ég er búin að lesa skýrslur, en verð að tala við fólk,“ segir Hulda. „Næst er að kynnast rekstrinum sjálfum af eigin raun. Ég ætla mér þrjá mánuði í að setja mig inn í mál. Ég þarf að setjast á skólabekk. Ég þekki norska stjórn- sýslu en ekki íslenska. Ég geri mér því grein fyrir að ég þarf að spyrja margra spurninga sem forstjóri með starfsreynslu á Íslandi myndi ekki spyrja. En á móti kem ég ef til vill með kunnáttu og reynslu héðan.“ Opinber hlutafélög Hulda talar um trúnað milli sjúkrahúss og fjárveitinga- valds. Að sjúkrahús verði að vinna eftir starfsáætlun til lengri tíma en eins fjárlagaárs. Fjárveitingavaldið verður að virða þennan tímamun. Ein forsenda þess að þetta sé hægt er að breyta rekstrarformi sjúkrahúsanna – að breyta sjúkra- húsum úr stofnunum í fyrirtæki. Í Noregi voru sjúkrahúsin í landinu tekin af sveitarfélög- unum – eða af fylkjunum sem eru stjórnsýslustig milli ríkis og sveitarfélaga – og sett undir ríkið árið 2002. Jafnframt var rekstrinum breytt í opinber heilsufélög – helseforetag. Það eru félög sem starfa eftir sömu lögum og opinber hlutafélög. Um leið var komið upp svæðisbundnu skipulagi þar sem heilbrigðisráðuneyti var efst sem eigandi héraðsheilsu- félaga – regionale helseforetag. Þau eru nú fjögur. Héraðs- heilsufélögin eiga síðan einstök heilsufélög sem nú reka sjúkrahúsin. Forstjóri heilsufélags Aker háskólasjúkrahúsið er slíkt heilsufélag – eitt af fjórtán sem heyra undir Suðaustur-héraðsheilsufélagið. Þetta er mikið skipulag sem notað hefur verið í sex ár og haldist óbreytt óháð ríkisstjórnum. Hulda segir að þetta skipulag sé í aðalatriðum gott. Rekstur sjúkrahúsanna hafi batnað að miklum mun þegar þau urðu að opinberum hlutafélögum. Sjúkrahúsum hefur líka fækkað. „Peningarnir nýtast betur en áður,“ segir Hulda. „Fleiri fá þjónustu, kröfurnar eru meiri og árangurinn betri.“ Hún telur þó að nú megi bæta þetta fyrirkomulag enn betur. Héraðsheilsufélögin séu til dæmis óþarft millistig. Heilsufélögin geti heyrt beint undir ráðuneytið. Þá hefur reynst erfitt að samræma heilsugæslu sveitarfélaganna og heilsufélaganna. Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. FV0808X.indd 119 10/28/08 2:49:16 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.