Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 118

Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 S t j ó r n u n árangur á Aker Hulda á að baki langa reynslu við stjórnun á norskum sjúkrahúsum og raunar íslenskum einnig. Hún varð hjúkr- unarforstjóri á Kristnesspítala aðeins 25 ára gömul. Í Nor- egi lenti hún strax í stjórnunar- störfum á sjúkrahúsunum. Árangur Huldu við stjórn á Aker er óumdeildur. Hvaða ráð fann hún sem forverar hennar við stjórn sjúkrahúss- ins fundu ekki? Af hverju hlýða læknarnir henni? Hulda hugsar sig um stutta stund og segir svo: „Lækna langar til að geta fylgt þróuninni og hún er ör á öllum sviðum læknisfræðinnar, bæði í greiningu sjúkdóma og meðferð,“ segir Hulda. „Verkefni mitt er að fá fólk til að sætta sig við að það er ekki alltaf hægt að fylgja þróuninni. Spurningin er: hvernig getum við komist lengst með það fjármagn sem við höfum?“ Skammsýn fjárlagagerð Og Hulda heldur áfram að útskýra kjarna þess máls að koma rekstri sjúkrahúss á réttan kjöl. Starfsáætlun sjúkra- húss verður að ná yfir mörg ár – til dæmis fimm ár. Framlög á fjárlögum eru til árs í einu. Stór hluti vandans liggur í þessum mun að mati Huldu – og hér segir hún frá aðstæðum sem hún mætti sjálf við stjórn á Aker-sjúkra- húsinu. „Ég segi við læknana: Þið fylgist með þróuninni og þið vitið hvað verður hægt að gera eftir fimm ár,“ heldur Hulda áfram. „Til að komast sem næst því marki verðum við að forgangsraða. Forgangsröðun þýðir að einn er tekinn fram yfir annan. Það er mitt hlutverk að raða púsluspilinu saman þannig að við getum forgangsraðað. Við gerum starfs- áætlun til margra ára en verðum um leið að ávinna okkur traust fjárveitingavaldsins frá ári til árs, sýna að við stefnum að ákveðnu marki og að framlög séu í samræmi við það.“ Starfsáætlun sjúkrahúss verður að mati Huldu að ná yfir mörg ár – til dæmis fimm ár. Framlög á fjárlögum eru hins vegar til eins árs í einu. Stór hluti vandans liggur í þessum tímamun að mati Huldu. Og ekki síður því að ef árangur náðist eitt ár vegna hagræðingar þá naut sjúkrahúsið ekki afgangsins. tóku hagnaðinn Hún segir að mikið af togstreitunni milli sjúkrahúss og fjárveitingavalds hafi stafað af muninum á áætlun til eins árs og til margra ára. „Ef sjúkrahúsið náði árangri í rekstrinum og skilaði hagnaði tók fjárveitandinn, í þessu tilviki Óslóarborg, hagnaðinn og skerti jafnvel framlögin fyrir næsta ár,“ segir Hulda. Úr þessu varð vítahringur þar sem hvatann til að ná árangri skorti: Það var best fyrir sjúkrahúsin að eyða sem mestu því annars tók Ósló aftur allt sem hafði áunnist og skerti jafnvel framlögin. Við þessar aðstæður varð til andrúmsloft deilna og átaka. Læknar börðust gegn fjárveitingum og svöruðu áætl- unum um hagræðingu með því að loka sjúkrarúmum og svo framvegis. Það kom í hlut Huldu að brjóta upp þennan vítahring á Aker-sjúkrahúsinu. „Við höfum unnið samkvæmt starfsáætlun fyrir árin 2006–2010. Við höfum lagt okkur fram um að sýna fjár- veitingavaldinu að við vinnum samkvæmt þessari áætlun og að við séum trausts verð,“ segir Hulda. „Okkur hefur verið sýnt þetta traust. Afgangur vegna hagræðingar hefur runnið til sjúkrahússins beint. Árið 2006 skiluðum við 76 milljónum norskra króna í hagnað. Þeir peningar fara í endurbyggja göngu- og legudeildirnar. Aker hefur verið rekið með hagnaði í fjögur ár og öll þau ár höfum við getað notað afganginn í endurbætur á húsnæði, tækjum, tölvubúnaði og til rannsókna.“ læknar ekki verri en aðrir Meðan deilur stóðu um reksturinn á Aker voru læknarnir sakaðir um að valda erfiðleikum í rekstri sjúkrahússins. Stofnunin virtist full af smákóngum sem hugsuðu bara um að ota sínum tota. „Mér hefur aldrei fundist læknar erfiðari en annað starfsfólk,“ segir Hulda og segir að undirrót vandans á Aker hafi ekki verið hjá læknunum. „Læknar vilja hafa ákveðna sjálfstjórn. Þeir hafa fag- þekkinguna,“ segir Hulda. „Það er allt í lagi en vilji menn stjórna verða þeir líka að sætta sig við að til þeirra séu gerðar kröfur. En það er líka mikilvægt að allir fái að njóta árang- ursins af verkum sínum.“ FV0808X.indd 118 10/28/08 2:49:15 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.