Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8
S t j ó r n u n
árangur á Aker
Hulda á að baki langa reynslu við stjórnun á norskum
sjúkrahúsum og raunar íslenskum einnig. Hún varð hjúkr-
unarforstjóri á Kristnesspítala aðeins 25 ára gömul. Í Nor-
egi lenti hún strax í stjórnunar- störfum á sjúkrahúsunum.
Árangur Huldu við stjórn á Aker er óumdeildur. Hvaða
ráð fann hún sem forverar hennar við stjórn sjúkrahúss-
ins fundu ekki? Af hverju hlýða læknarnir henni?
Hulda hugsar sig um stutta stund og segir svo: „Lækna
langar til að geta fylgt þróuninni og hún er ör á öllum
sviðum læknisfræðinnar, bæði í greiningu sjúkdóma og
meðferð,“ segir Hulda. „Verkefni mitt er að fá fólk til að
sætta sig við að það er ekki alltaf hægt að fylgja þróuninni.
Spurningin er: hvernig getum við komist lengst með það
fjármagn sem við höfum?“
Skammsýn fjárlagagerð
Og Hulda heldur áfram að útskýra kjarna þess máls að
koma rekstri sjúkrahúss á réttan kjöl. Starfsáætlun sjúkra-
húss verður að ná yfir mörg ár – til dæmis fimm ár.
Framlög á fjárlögum eru til árs í einu. Stór hluti vandans
liggur í þessum mun að mati Huldu – og hér segir hún frá
aðstæðum sem hún mætti sjálf við stjórn á Aker-sjúkra-
húsinu.
„Ég segi við læknana: Þið fylgist með þróuninni og þið
vitið hvað verður hægt að gera eftir fimm ár,“ heldur Hulda
áfram. „Til að komast sem næst því marki verðum við að
forgangsraða. Forgangsröðun þýðir að einn er tekinn fram
yfir annan. Það er mitt hlutverk að raða púsluspilinu saman
þannig að við getum forgangsraðað. Við gerum starfs-
áætlun til margra ára en verðum um leið að ávinna okkur
traust fjárveitingavaldsins frá ári til árs, sýna að við stefnum
að ákveðnu marki og að framlög séu í samræmi við það.“
Starfsáætlun sjúkrahúss verður að mati Huldu að ná yfir
mörg ár – til dæmis fimm ár. Framlög á fjárlögum eru hins
vegar til eins árs í einu. Stór hluti vandans liggur í þessum
tímamun að mati Huldu. Og ekki síður því að ef árangur
náðist eitt ár vegna hagræðingar þá naut sjúkrahúsið ekki
afgangsins.
tóku hagnaðinn
Hún segir að mikið af togstreitunni milli sjúkrahúss og
fjárveitingavalds hafi stafað af muninum á áætlun til eins
árs og til margra ára.
„Ef sjúkrahúsið náði árangri í rekstrinum og skilaði
hagnaði tók fjárveitandinn, í þessu tilviki Óslóarborg,
hagnaðinn og skerti jafnvel framlögin fyrir næsta ár,“ segir
Hulda. Úr þessu varð vítahringur þar sem hvatann til að ná
árangri skorti: Það var best fyrir sjúkrahúsin að eyða sem
mestu því annars tók Ósló aftur allt sem hafði áunnist og
skerti jafnvel framlögin.
Við þessar aðstæður varð til andrúmsloft deilna og
átaka. Læknar börðust gegn fjárveitingum og svöruðu áætl-
unum um hagræðingu með því að loka sjúkrarúmum og
svo framvegis. Það kom í hlut Huldu að brjóta upp þennan
vítahring á Aker-sjúkrahúsinu.
„Við höfum unnið samkvæmt starfsáætlun fyrir árin
2006–2010. Við höfum lagt okkur fram um að sýna fjár-
veitingavaldinu að við vinnum samkvæmt þessari áætlun
og að við séum trausts verð,“ segir Hulda. „Okkur hefur
verið sýnt þetta traust. Afgangur vegna hagræðingar hefur
runnið til sjúkrahússins beint. Árið 2006 skiluðum við 76
milljónum norskra króna í hagnað. Þeir peningar fara í
endurbyggja göngu- og legudeildirnar. Aker hefur verið
rekið með hagnaði í fjögur ár og öll þau ár höfum við
getað notað afganginn í endurbætur á húsnæði, tækjum,
tölvubúnaði og til rannsókna.“
læknar ekki verri en aðrir
Meðan deilur stóðu um reksturinn á Aker voru læknarnir
sakaðir um að valda erfiðleikum í rekstri sjúkrahússins.
Stofnunin virtist full af smákóngum sem hugsuðu bara um
að ota sínum tota.
„Mér hefur aldrei fundist læknar erfiðari en annað
starfsfólk,“ segir Hulda og segir að undirrót vandans á Aker
hafi ekki verið hjá læknunum.
„Læknar vilja hafa ákveðna sjálfstjórn. Þeir hafa fag-
þekkinguna,“ segir Hulda. „Það er allt í lagi en vilji menn
stjórna verða þeir líka að sætta sig við að til þeirra séu gerðar
kröfur. En það er líka mikilvægt að allir fái að njóta árang-
ursins af verkum sínum.“
FV0808X.indd 118 10/28/08 2:49:15 PM