Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8
Warren Buffett er goðsögn í lifanda lífi. Sagan segir að hann hafi fyrst talið fram til skatts þrettán ára gamall og
þá talið til frádráttar reiðhjólakaup. Hann
vann jú við blaðburð. Strax þarna var
útsjónarsemi og viðskiptavit Buffetts farið
að sýna sig. Árangur hans í fjárfestingum
undanfarna áratugi er undraverður. Engu
að síður býr Buffett enn í sama húsinu sem
hann keypti á upphafsárum hjúskapar síns
og fyrri konu sinnar og kaupir jakkafötin
sín í stórverslunum.
Hann er einn af ríkustu mönnum
heims og það þrátt fyrir að hafa gefið góð-
gerðasamtökum Bills og Melindu Gates
stóran hluta auðæfa sinna fyrir skömmu.
Hann hefur jafnframt lofað að gefa enn
stærri upphæðir til samtaka þeirra hjóna
á næstu árum.
Berkshire Hathaway
Þótt fyrirtæki Buffetts, Berkshire Hatha-
way, sé margslungið er rekstur þess ekki
flókinn. Því er best lýst sem eignarhalds-
félagi. Innan þess rúmast m.a. trygginga-
félög, dagblað, sælgætisgerð, ísbúða- og
skyndibitakeðja, alfræðiorðabókaútgáfa,
nokkrar húsgagnaverslanir, skartgripa-
verslanir, málningarfyrirtæki, fyrirtæki
sem framleiðir og dreifir einkennisfatnaði,
ryksuguframleiðandi, þekkt nærfatafyr-
irtæki og svo mætti lengi telja. Við kaup
á fyrirtækjum sínum hefur Buffett að
leiðarljósi nokkur atriði sem hann hnikar
vart frá.
Margir halda því fram að árangur
Buffetts helgist af þessari einföldu og
öguðu aðferð hans. Eins og hann segir
sjálfur: „Við viljum eiga fyrirtæki sem við
skiljum, rekin af fólki sem okkur líkar við
og á verði sem er aðlaðandi miðað við
framtíðarhorfur þeirra.“ Í hnotskurn má
segja að þessi setning sé kjarninn í fjárfest-
ingaraðferð Buffetts.
Þegar hann skoðar hvort fyrirtæki sé
vænlegur fjárfestingarkostur skoðar hann
fjóra þætti: fyrirtækið sjálft, stjórnendur
þess, fjármálin og virði fyrirtækisins.
Stjórnandinn Buffett
Hver sá sem kynnir sér störf Buffetts
hlýtur að hrífast, ekki bara af árangri hans
í fjárfestingum heldur einnig af stjórn-
andanum Warren Buffett. Hann hefur í
kringum sig her hæfra einstaklinga sem
reka fyrirtæki í eigu Berkshire Hathaway.
Hann hefur sömuleiðis laðað til sín aðila
Warren Buffett,
spámaðurinn frá Omaha
Unnur Valborg Hilmarsdóttir fjallar að þessu sinni
um bókina um Warren Buffett.
tExti: unnur vAlborg hilmArsdóttir
Bókin um Warren Buffett aðferð-
ina er fyrir alla sem vilja læra
af ríkasta manni veraldar. til
þess að ná árangri er góð leið
að læra af þeim sem náð hafa
meiri árangri en maður sjálfur.
M
y
n
d
:
G
a
s
s
i.
B æ K u R
FV0808.ok.indd 114 10/29/08 11:58:30 AM