Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Side 140

Frjáls verslun - 01.09.2008, Side 140
140 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 mættu ekki tapa. Brown hefur líka staðið illa í skoðana- könnunum í ár, sá sér án efa leik á borði að slá sig til riddara en fór á endanum of geyst til að virka sannfærandi. Brown var ekki sá eini sem hafði uppi stór orð um Ísland. Vincent Cable, varaformaður Frjálslynda demó- krataflokksins, fór mikinn. Cable er hagfræðingur og mjög virtur álitsgjafi í þeim efnum. Í viðtali við BBC Live 5, alþýðlega útvarpsstöð sem fjallar um málefni líðandi stundar, sagði Cable að íslensku bankarnir væru „dodgy“, sem þýðir að eitthvað sé gruggugt við þá. Ummæli Cables eru dæmi um orðróm sem bönkunum tókst aldrei að hreinsa sig af. Manna á meðal voru alltaf vangaveltur um af hverju Landsbankinn og Kaupþing gætu boðið upp á jafnháa vexti og raun bar vitni. Umsvifafólk í kjaftablöðunum Það er áhugavert að velta fyrir sér af hverju fjármálahremmingarnar á Íslandi vöktu strax svona mikla athygli í Bretlandi. Eftir að Gordon Brown sagði að Íslendingar horfðu fram á þjóðargjaldþrot ræddi ég við íslenskan bankamann sem furðaði sig á athyglinni því ekki væri Ísland eina landið sem ætti í erfiðleikum heldur væri um alþjóðlega bankakreppu að ræða. Það má leiða getum að því að áhugi Breta á Íslandi sé einkum af tveimur ástæðum. Fyrir það fyrsta vekur það for- vitni að dvergþjóð eins og Íslendingar skuli á örfáum árum hafa byggt upp stórfyrirtæki og banka sem ná að setja svip á breskt viðskiptalíf. Hins vegar eru tengsl íslenskra fyrirtækja við þekkt fyrirtæki og umsvifamenn mikil og sterk. Frægasta íslenska fyrirtækið í Bretlandi er Baugur. Verslun er miðlæg í bresku viðskiptalífi og sá sem á frægar verslanir skapar sér líka nafn. Það þarf ekki annað en að sjá hvernig blað eins og Financial Times vakir yfir hverri hreyfingu Baugs. Jafnvel þó að Bakkavör hafði byggt upp stórfyrirtæki í matarframleiðslu og selji daglega fjöll af mat í gegnum stóru kjörbúðakeðjurnar hefur varla nokkur utan þess þrönga hóps sem fylgist með þeirri grein heyrt fyrir- tækið nefnt. Annað sem hefur skapað frægð og umfjöllun er að Kaupþing hefur greinilega lagt rækt við þekkt fólk í við- skiptalífinu. Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Existu, er oft nefndur í sömu andránni og Kauþing. Ennfremur má nefna sjónvarpskokkinn Gordon Ramsey sem er ofur- stjarna hér eftir viðstöðulausa viðveru á sjónvarpsskjánum undanfarin ár. Í breskum fjölmiðlum er gjarnan sagt að engin frétt lifi lengur í fjölmiðlaveltunni bresku en tíu daga. Þá sé búið að þurrausa efnið og öll kurl komin til grafar. Það er því lyg- inni líkast að í meira en tvær vikur eftir að hremmingarnar skullu á Íslandi var umfjöllunin um Ísland ennþá viðamikil og flutt látlaust á hverjum degi. Síðdegisblöðin létu ekki sitt eftir liggja. Daily Mail birti flennistóra mynd af barnum á 101, virtist tekin á farsíma, af frammámönnum í Baugi og fleirum. Og blaðið birti líka mynd af húsi sem Sigurður Einarsson, fyrrum stjórn- arformaður Kaupþings, er sagður hafa keypt. Þegar síðdeg- isblöðin eru farin að eltast við fólk í viðskiptalífinu er ljóst að það fólk er orðið víðáttufrægt langt út fyrir þá hópa sem annars hafa áhuga á viðskiptum. „Eldfimi íslenski kokteillinn“ Erfiðleikar Íslendinga eru orðnir að algildri viðmiðun í krepputali heims- ins – lengra verður ekki sokkið eða hrunið og vandi annarra landa er miðaður við þessa „botnleysu“ á Íslandi. Í umfjöllun í Financial Times 17. október var heilsíðu- grein um aðstæðurnar í Eystrasaltslöndunum og „rauða austrið“. Í sérstakri grein á þessari síðu eru aðstæðurnar bornar saman við Ísland undir fyrirsögninni „Það kólnar í lofti en íslenskar aðstæður eru langt undan“. Í upphafi greinarinnar er nefnt að við fyrstu sýn virðist Eystrasalts- löndin hafa allt í eldfiman íslenskan kokkteil en við nánari athugun sé það þó fjarri lagi. Fyrir nokkrum árum sagði íslenskur umsvifamaður hér í London við mig að ef einu íslensku fyrirtækjanna yrði ein- hvern tíma eitthvað á, sem skapaði því illan orðstír, myndi slíkt skaða öll íslensk fyrirtæki. Útlendingar gerðu engan greinarmun á einstökum fyrirtækjum. Ísland væri séð eins og eitt fyrirtæki og öll fyrirtækin með. Það er sama hvort mönnum finnst það réttlátt eða ranglátt, íslenskt viðskiptalíf stendur eftir rúið trausti og með sverta ímynd – það verður langt og strangt verk að fríska upp á og fegra þá ímynd. „Eldfimi íslenski kokteillinn“ er á góðri leið með að verða alþjóðleg viðmiðun um það hvernig eigi ekki að gera hlutina. p i S t i L L S i g R ú n A R FV0808X.indd 140 10/28/08 2:52:33 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.