Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 127
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 127
vel til landkynningar. Í því eru athyglisverðar
greinar um landið þar sem skyggnst er inn í
líf þjóðarinnar.“
En hvers konar fyrirtæki er Iceland
Travel?
„Iceland Travel skipuleggur ferðir og vinnur
í því að fá ferðamenn til landsins. Það eru í
raun tvær mismunandi áherslur hjá fyrirtæk-
inu; annars vegar sala á einstaklingsferðum
– sem er stærsta og langfyrirferðarmesta starf-
semin – en hins vegar erum við eins konar
heildsalar og ferðamenn sem koma í sum-
arleyfi til landsins skipta við okkur í gegnum
sínar ferðaskrifstofur.
Við sníðum alls kyns pakka, skipu-
leggjum leiðir og ferðir, útvegum rútuferðir,
leiðsögumenn og hvaðeina sem til þarf
til þess að gera ferðina sem best úr garði.
Hins vegar er svo áhersla lögð á þá deild sem
við tvö störfum í og kallast MICE, en við
sérhæfum okkur í að halda utan um fram-
kvæmd viðburða, fundarhalda, hvataferða
og ráðstefna. Okkar viðskiptavinir eru fyr-
irtæki og aðrir hópar. Af þessum ferðum eru
svonefndar hvataferðir umfangsmestar, þ.e.
þá er um að ræða fyrirtæki sem bjóða t.d.
starfsmönnum, samstarfsaðilum eða jafn-
vel viðskiptavinum í ferðir. Oft eru þetta
verðlaun fyrir þá sem hafa staðið sig vel.
MICE-deildin skipuleggur pakkann frá a til
ö og heldur utan um alla þætti viðburðarins
frá því þátttakendur stíga á land og þar til
þeir hverfa á braut.“
1.100 fermetra hús var reist í Bláfjöllum fyrir kynningu VW Golf og tekið niður að henni lokinni.
á þessu tímabili komu
aðrir en bílablaðamenn um
helgar, þ.e. blaðamenn frá
lífsstílsblöðunum Vogue,
Cosmopolitan og inStyle.
„Allar vídeókynningarnar voru teknar
á Íslandi og eitt af þessum mynd-
böndum var gert með aðalhönnuði
Volkswagen í aðalhlutverki; hinum
ítalska gúrú Walter DeSilva. Hann er
það þekkt og virt nafn í bílabrans-
anum að hann er eiginlega hálfgerð
stofnun! Í þessu aðalmyndbandi
Golf-kynningarinnar, sem var tekið
upp á einum degi, er DeSilva í aðal-
hlutverki, gangandi milli rjúkandi
hvera, eftir svartri sandströnd, uppi
á hrauni og inni í Landmannalaugum.
Hann talar um bílinn, hönnunina, lit-
ina, birtuna og formin í náttúrunni.
Þessum listamönnum tókst að fanga
hið sérstaka í náttúrunni okkar
og tengja með mjög smekklegum
hætti við bílinn. Í kjölfarið fóru þeir
beint á bílasýningu í París þar sem
þetta myndband var keyrt og verður
áfram.“
FV0808X.indd 127 10/28/08 2:50:01 PM