Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 37
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 37 D A G B Ó K I N Hinn 9. október, eða daginn eftir fall Kaupþings, birti Frjáls verslun tíu ráð sem nota þyrfti samtímis til að endurreisa íslenskt atvinnulíf. Kjarninn í þessum ráðum var sá að láta landsframleiðsluna (þjóðarframleiðsluna) ekki stöðvast þótt þeir hefðu verið lítill hluti af framleiðslunni. Þessu var líkt við mannslíkamann; missi hann smávægilegt blóð þarf hann litla blóð- gjöf til að blóðrásarkerfið komist í eðlilegt horf. Ráðin voru annars þessi: Landsframleiðslan má ekki stöðvast. Það er módelið í endurreisninni. Þjóðin verður að halda áfram að eiga viðskipti innbyrðis í eins miklum mæli og kostur er á. Landsframleiðslan samanstendur af öllum atvinnugreinum þjóðarinnar og þar er bankaþjónustan mjög lítill hluti. Og útflutningur Íslendinga verður hér eftir að standa undir innflutningi landsmanna. Hjálp í gegnum næstu mánaðamót. Fyrirtæki skapa vinnu og þau verða að komast í gegnum næstu tvenn til þrenn mánaðamót. Stjórnvöld, sem stýra núna bankastarfsemi á Íslandi, verða því að liðka til og huga að stórbættri lánafyrir- greiðslu til fyrirtækja, stórra sem smárra. Stjórnvöld afnemi verðtryggingu á inn- og útlán í landinu í eitt ár með neyð- arlögum því verðbólgugusan í pípunum er að setja þúsundir fjölskyldna á höfuðið. Gengistryggð lán verði fryst þangað til gjaldeyrismarkaðurinn jafnar sig. Bankar fari ekki á taugum út af veðum. Það hefur engan tilgang að hjóla í fólk og fyrirtæki núna og krefjast auk- inna veða. Það verður að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikunum. Ef bankarnir hirða núna íbúðirnar af skuldugu ungu fólki – ja, hverjum ætla þeir að selja þær aftur? Hvar finna þeir kaupendur? Ætla bankarnir að „dumpa“ markaðnum? Íbúðaverð lækkar þá enn meira og bankarnir fá enn minna fyrir sinn snúð. Skuldari sem hjólað er í verður veikari á eftir og líklegri til að greiða ekki neitt. Það þarf vaxtalækkun upp á 10 pró- sentustig í einum hvelli. Okurvextir eiga að heyra fortíðinni til á krepputímum. Mikilvægt er að bankar og lána- stofnanir þjarmi ekki heldur að eigendum fyrirtækja sem kunna að vera í greiðslu- vandræðum vegna kaupa á fyrirtækjum á síðustu misserum. Styrkja þarf atvinnuleysistrygginga- sjóð. Það segir sig sjálft. Atvinnuleysið stefnir í 10%. Ekki hlaupa í næsta banka og greiða niður skuldir (umfram það sem á að gera) í einhverri geðshræringu. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagst ætla að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum í gegnum Íbúðalánasjóð. En auðvitað er það samt svo að fólk sem greiðir niður höfuðstól láns lendir í minni verðbótum vegna verðbólgu. Ekki ergja ykkur á tapinu. Það hefur ekkert upp á sig. Það eru allir í sömu súpunni. Hættið að hugsa um hvað skuld- irnar hafa aukist mikið vegna gengisfalls krónunnar eða hvað þið eru búin að tapa miklu hlutafé í bönkunum vegna gjaldþrots bankanna síðustu daga – eða á verðfalli hlutabréfa í öðrum fyrirtækjum á síðustu mánuðum. Þjóðin á öll í sömu vandræðum og berst með straumnum í snjóflóðinu án þess að fá neitt við ráðið. Október 2008: Endurreisn atvinnulífsins – tíu ráð Frjálsrar verslunar FV0808X.indd 37 10/28/08 2:25:54 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.