Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 122

Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 S t j ó r n u n tvisvar sótt tíma hjá markþjálfum, í fyrra sinnið með góðum árangri en ekki í því síðara. Hún hefur líka hvatt stjórnendur á sjúkrahúsinu til að sækja námskeið og segir: „Enginn getur verið stjórnandi í gegnum langt líf án þess að fylgjast með.“ Og þetta á bæði við um stjórnun og alla þróun í greininni. Námskeið eru þó umdeild. Könnun innan norska heil- brigðisgeirans hefur leitt í ljós að aðeins 7 prósent þeirra sem sótt höfðu námskeið töldu sig hafa haft gagn af því. Flestir litu á námskeiðin sem upplyftingu. Hulda segir að það gleymist oft að gera kröfur til þeirra sem sækja nám- seiðin. „Það gleymist oft að spyrja: Hvernig getum við notað það sem þú lærðir á námskeiðinu?“ segir hún. Ekki beðin að sækja Hulda segir að hún hafi á sínum tíma verið beðin um að taka við stjórn Aker-sjúkrahússins. Hún sótti ekki um. Var hún með sama hætti beðin um að taka við stjórn Landspít- alans? „Nei, en ég var hvött til að sækja um af fólki bæði innan og utan spítala,“ segir Hulda. „Mér fannst einfaldlega freist- andi að fá þarna möguleika til að koma heim og vinna við það sem er hjarta mínu næst. Þess vegna sótti ég um.“ Og nú, eftir 19 ára útivist í Noregi og glæsilegan feril þar, snýr Hulda heim til Íslands til að taka við sennilega erfiðustu stöðunni í íslensku heilbrigðiskerfi. Óttast hún að það verði litið á hana sem kraftaverkakonu? Hulda hlær þegar ég nefni kraftaverkakonu. „Það vinnur enginn kraftaverk einn,“ segir hún. „Þetta er allt háð starfs- fólkinu og stjórnmálamönnunum. Ég kem með nýjar hugmyndir og reyni að nýta mér það sem ég hef lært hér. En þessar hugmyndir eru ekki endilega þær bestu en gætu skapað umræðu meðal annarra stjórnenda og fagfólks.“ Hún segir líka að það verkefni sem hún tekst nú á hendur sé síst minna en það að taka við Aker-sjúkrahúsinu á sínum tíma. Eiginmaðurinn óvænt forstjóri líka En þessa heimkomu ber brátt að. Fjölskyldan var ekki á leið til Íslands. Eiginmaður Huldu er Lars Erik Flatø, stjórnmálafræðingur að mennt. Hann var nú í haust ráð- inn forstjóri á Lovisenberg-sjúkrahúsinu í Ósló. Það er einkastofnun. Áður var Lars aðstoðarráðherra í norska for- sætisráðuneytinu undir Jens Stoltenberg. Lars fékk stöðuna eftir að Hulda var ráðin að Landspít- alanum og eftir að þau höfðu ákveðið að flytja til Íslands. „Við urðum að stokka spilin upp á nýtt,“ segir Hulda. „Hann vildi ekki sleppa þessu tækifæri þannig að hann fer á milli landa og vinnur þrjár vikur í einu í Noregi en þess á milli á Íslandi.“ Dóttirin Tinna, 10 ára, fer heim um áramót en fjöl- skyldan hefur tekið á leigu hús í Kópavogi. „Ég er úr Kópavoginum, foreldrar mínir búa þar og finnst gott að geta verið nærri þeim,“ segir Hulda. Hún er dóttir Gunn- laugs Hjálmarssonar, hins kunna handboltakappa, og Guð- nýjar Andrésdóttur. „Það verður gott að koma heim í Kópavoginn,“ segir Hulda. Hulda á ekki langt að sækja keppnisskapið. Hún er dóttir Gunnlaugs Hjálmarssonar, sem var kunnur keppnismaður í handbolta á árum áður. FV0808X.indd 122 10/28/08 2:49:22 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.