Frjáls verslun - 01.09.2008, Blaðsíða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 33
D A G B Ó K I N
Sepember 2008:
Fannie Mae og Freddie Mac þjóðnýttir
Að morgni 7. september sagði fjármálaráðherra stjórnar Bush,
Henry M. Paulson, að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að taka
við eignum og þjóðnýta tvo stærstu fasteignalánasjóði
Bandaríkjanna. „Fannie Mae og Freddie Mac eru svo stórir
og samofnir fjármálakerfi okkar að gjaldþrot annars
hvors þeirra myndi valda mikilli ólgu á fjármálamörk-
uðum í Bandaríkjunum og um allan heim. Þessi
ólga myndi hafa bein neikvæð áhrif á fjár-
hagsstöðu heimilanna, allt frá ráðstöfunar-
tekjum og verðmæti húseigna til sparn-
aðar til elliáranna.“
September 2008:
Davíð brattur á Stöð 2
Davíð Oddsson var tiltölulega brattur í þættinum Íslandi í dag á
Stöð 2 um miðjan september, um gengisfall krónunnar í kjölfar
svörtustu viku frá kreppunni miklu á Wall Street og í alþjóðlegum
fjármálum. Fjármálakrísan var í raun farin að bíta frá sér. Fannie
Mae og Freddie Mac voru þjóðnýttir af Bandaríkjastjórn. Einn
elsti og frægasti fjárfestingarbanki heimsins, Lehman brothers,
varð gjaldþrota, Merrill Lynch var með nauðasamningum bjargað
með því að vera sett inn í Bank of America og stærsta trygginga-
félag heims, AIG, var komið í öryggiskörfu bandaríska ríkisins.
Hlutirnir voru byrjaðir að gerast. Davíð sagði spurður í viðtalinu
á Stöð 2 að þeir væru „lýðskrumarar af versta tagi sem hann
hefði mikla skömm og fyrirtlitningu á“ þegar þeir héldu því fram
að það að skipta um mynt væri eitthvert töfraráð sem leysti yfir-
standandi fjármála- og bankakreppu. Kreppan væri alþjóðleg og
allar þjóðir væru í vanda vegna hennar. Þegar viðtalið við Davíð
var tekið var króna komin upp fyrir 130 evrur og stefndi hraðbyri
140 krónur evran. Hér var eitthvað meira í gangi en venjulegt
þriggja mánaða brölt íslensku bankanna á gjaldeyrismarkaði.
September 2008:
Kaup ríkisins á Glitni
Mánudagurinn 29. september var svartasti mánudagur
í sögu lýðveldisins, nóta bene; þegar þarna var komið
sögu, því lengi getur vont versnað. Ákvörðun var tekin um
kaup ríkisins á Glitni eftir neyðarfundi í Seðlabankanum
helgina á undan og að ríkið keypti 75% hlut á 84 millj-
arða króna, þ.e. 600 milljónir evra. En þrátt fyrir þorn-
aðar lánalínur um allan heim, vandræði flestra stærstu
banka heims, þjóðnýtingu frægra banka víðs vegar og
700 milljarða dollara aðgerð Bush, þá féll umræðan á
Íslandi strax í þann farveg að Davíð Oddsson hefði verið
að níðast á Jóni Ásgeiri og hirt af honum bankann. En á
þessum tímapunkti varð ekki aftur snúið; öllum var ljóst
að íslensku bankarnir væru að falla og að ríkið væri ekki
í stakk búið til að bjarga þeim – svo miklar væru erlendar
skuldir þeirra.
FV0808X.indd 33 10/28/08 2:19:55 PM