Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Síða 133

Frjáls verslun - 01.09.2008, Síða 133
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 133 Viggo Mortensen og Ed Harris reyna að bjarga smábæ úr greipum glæpamanna. Appaloosa Átta ár eru liðin síðan hinn ágæti leikari Ed Harris leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Pollock, sem fékk prýðisviðtökur. Myndin fjallaði um listmálarann Jackson Pollock, sem Harris lék og var hann tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Appaloosa er önnur kvikmyndin sem Harris leikstýrir og leikur hann annað aðalhlutverkið á móti Viggo Mortensen, en þeir náðu vel saman í A History of Violence. Appaloosa er hefðbundinn vestri þar sem Harris og Mortensen leika tvo laganna verði sem koma til smábæjar þar sem búgarðsei- gandi ræður ríkjum. Sá er ekki vandur að meðulum og hefur drepið alla þá sem standa í vegi fyrir honum, þar á meðal lögreglustjóra bæjarins. Jeremy Irons leikur illmennið og Rene Zellweger leikur ekkju sem er tvöföld í roðinu. Appaloosa hefur fengið fínar viðtökur hjá gagnrýn- endum vestanhafs. Í leit að hryðjuverkamanni Ridley Scott þurfti að fresta tökum á Nottingham í sumar og óvíst hvenær hann byrjar aftur. Í Nottingham er ævintýri Hróa hattar séð með augum erkióvin- arins, fógetans í Nottingham. Scott situr þó ekki auðum höndum og er með mörg járn í eldinum og meðal annars er hann einn framleiðenda kvikmyndanna Cracks, sem dóttir hans, Jordan Scott, leikstýrir, og Welcome to the Rileys, sem sonur hans, Jake Scott, leikstýrir. Þá er hann að leggja síðustu hönd á Body of Lies, sem frumsýnd verður í lok október. Um er að ræða kvikmynd sem fjallar um aðgerð á vegum CIA til að koma höndum yfir leiðtoga hryðjuverkmanna sem hefur höfuðstöðvar í Jórdaníu. Í aðalhlutverk- um eru Leonardo DiCaprio og Russell Crowe. Handritið er eftir William Monahan sem skrifaði The Departed fyrir Martin Scorsese. Leonardo DiCaprio og Russell Crowe í Body of Lies. RocknRolla Guy Ritchie var krónprins breska kvik- myndaiðnaðarins eftir Lock Stock and Two Smoking Barrels og Snatch. Hann féll af þeim stalli þegar hann giftist Madonnu og Swept Away og Revolver eru langt frá að vera jafngóðar og fyrrnefndar kvikmyndir. Með RocknRolla virðist eitthvað vera að rofa til hjá honum og hefur myndin fengið góðar viðtökur. Ritchie, sem skrifar einnig handritið, er kominn á kunnuglegar slóðir meðal glæpamanna í London. Gerard Butler leikur aðalhlutverkið, krimmann One Two, sem leikur tveimur skjöldum. Þegar fréttist að rússneskur mafíuforingi sé með snjalla áætlun um að græða milljónir punda fer allt á annan endann í undirheimum Lundúna og allir vilja fá bita af kökunni. Auk Butlers leika í RocknRolla Tom Wilkinson, Thandie Newton, Jeremy Piven og Idris Elba. sem fjallar um rannsóknina á fjöldamorð- unum í My Lai. Á síðustu stundu hætti Bruce Willis við þátttöku þar sem hann var óánægður með handritið og ekki var hægt að breyta handritinu vegna verkfalls handritshöf- unda. Þá ákvað Stone að flýta W og frumsýna hana fyrir forsetakosningarnar. Ekki er hægt að segja að Stone hafi farið óundirbúinn í verkið því þeir Weiser höfðu lesið fjórtán bækur um George W. Bush áður en ritstörfin hófust og þegar handritsgerðinni lauk var fjórum sérfræðingum um forseta Bandaríkjanna sent handritið til yfirlestrar. Þeir gerðu sínar athugasemdir, en ekki er vitað hvort Stone fór eftir þeim. Og þegar hans orð eru höfð í huga, þar sem hann segist vera orðinn þreyttur á að verja myndir sína fyrir mönnum sem telja að hann fari rangt með staðreyndir, þá er óvíst að hann breyti miklu þótt athugasemdir hafi komið inn á hans borð. Leikarar voru lengi að ákveða sig Þegar kom að því að finna leikara í hlutverk Bush hafði Oliver Stone strax Joss Brolin í huga. Hann sá Brolin í No Country For Old Men og eitthvað sannfærði hann um að Brolin væri rétti leikarinn í hlutverkið. Brolin segir að þegar Stone hafði fyrst samband við hann kvaðst hann hafa haldið að leikstjórinn væri að grínast. Þegar alvaran kom í ljós var hann algjörlega mótfallinn að taka að sér hlutverkið. Það var ekki fyrr en Brolin hafði lesið hand- ritið og sá að myndin yrði allt öðruvísi en hann hafði gert sér í hugarlund að hann ákvað að slá til. Sama var upp á teningnum með aðra leikara sem Stone vildi fá til að leika þekktar persónur, flestir voru andvígir í fyrstu en sam- þykktu eftir að hafa lesið handritið. Þetta eru James Cromwell (George Bush eldri), Richard Dreyfuss (Dick Cheney), Thandie Newton (Condoleezza Rice), Toby Miller (Karl Rove), Elizabeth Banks (Laura Bush), Scott Glenn (Donald Rumsfeld), Ellen Burstyn (Barbara Bush), Ioan Gruffudd (Tony Blair), Noah Wyle (Don Evans) og Jeffrey Wright (Colin Powell). Eins og áður sagði verður W frumsýnd í Bandaríkjunum 17. október og hér á landi er áætlað að hefja sýningar á henni 7. nóvember, en forsetakosningarnar eru 4. nóvember. KVIKMYNDAFRÉTTIR FV0808X.indd 133 10/28/08 2:51:33 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.