Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Side 33

Frjáls verslun - 01.09.2008, Side 33
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 33 D A G B Ó K I N Sepember 2008: Fannie Mae og Freddie Mac þjóðnýttir Að morgni 7. september sagði fjármálaráðherra stjórnar Bush, Henry M. Paulson, að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að taka við eignum og þjóðnýta tvo stærstu fasteignalánasjóði Bandaríkjanna. „Fannie Mae og Freddie Mac eru svo stórir og samofnir fjármálakerfi okkar að gjaldþrot annars hvors þeirra myndi valda mikilli ólgu á fjármálamörk- uðum í Bandaríkjunum og um allan heim. Þessi ólga myndi hafa bein neikvæð áhrif á fjár- hagsstöðu heimilanna, allt frá ráðstöfunar- tekjum og verðmæti húseigna til sparn- aðar til elliáranna.“ September 2008: Davíð brattur á Stöð 2 Davíð Oddsson var tiltölulega brattur í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 um miðjan september, um gengisfall krónunnar í kjölfar svörtustu viku frá kreppunni miklu á Wall Street og í alþjóðlegum fjármálum. Fjármálakrísan var í raun farin að bíta frá sér. Fannie Mae og Freddie Mac voru þjóðnýttir af Bandaríkjastjórn. Einn elsti og frægasti fjárfestingarbanki heimsins, Lehman brothers, varð gjaldþrota, Merrill Lynch var með nauðasamningum bjargað með því að vera sett inn í Bank of America og stærsta trygginga- félag heims, AIG, var komið í öryggiskörfu bandaríska ríkisins. Hlutirnir voru byrjaðir að gerast. Davíð sagði spurður í viðtalinu á Stöð 2 að þeir væru „lýðskrumarar af versta tagi sem hann hefði mikla skömm og fyrirtlitningu á“ þegar þeir héldu því fram að það að skipta um mynt væri eitthvert töfraráð sem leysti yfir- standandi fjármála- og bankakreppu. Kreppan væri alþjóðleg og allar þjóðir væru í vanda vegna hennar. Þegar viðtalið við Davíð var tekið var króna komin upp fyrir 130 evrur og stefndi hraðbyri 140 krónur evran. Hér var eitthvað meira í gangi en venjulegt þriggja mánaða brölt íslensku bankanna á gjaldeyrismarkaði. September 2008: Kaup ríkisins á Glitni Mánudagurinn 29. september var svartasti mánudagur í sögu lýðveldisins, nóta bene; þegar þarna var komið sögu, því lengi getur vont versnað. Ákvörðun var tekin um kaup ríkisins á Glitni eftir neyðarfundi í Seðlabankanum helgina á undan og að ríkið keypti 75% hlut á 84 millj- arða króna, þ.e. 600 milljónir evra. En þrátt fyrir þorn- aðar lánalínur um allan heim, vandræði flestra stærstu banka heims, þjóðnýtingu frægra banka víðs vegar og 700 milljarða dollara aðgerð Bush, þá féll umræðan á Íslandi strax í þann farveg að Davíð Oddsson hefði verið að níðast á Jóni Ásgeiri og hirt af honum bankann. En á þessum tímapunkti varð ekki aftur snúið; öllum var ljóst að íslensku bankarnir væru að falla og að ríkið væri ekki í stakk búið til að bjarga þeim – svo miklar væru erlendar skuldir þeirra. FV0808X.indd 33 10/28/08 2:19:55 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.