Læknablaðið - 01.04.2015, Síða 7
LÆKNAblaðið 2015/101 191
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Starf lækna hefur löngum verið þríþætt:
klínísk vinna, menntun heilbrigðisstétta og
vísindastörf. Áhersla lækna á þessum svið-
um hefur skiljanlega verið breytileg, sumir
velja að helga sig mest klínískri vinnu en
aðrir leggja meiri áherslu á kennslu eða
vísindastörf. Það er enginn vafi á því að
þessir þrír þættir læknisstarfsins fara vel
saman þar sem þeir auka hæfni lækna til
krítískrar hugsunar og að meta hlutlægt
eigin störf og annarra.
Svíar hafa lengi gert sér grein fyrir því
að fjármagn sem varið er til vísindastarfa
skilar sér margfalt til baka til þjóðarbúsins.
Í Svíþjóð eru háskólarnir reknir af ríkinu
en sýslurnar (landsþingin) reka sjúkra-
húsin og aðra heilbrigðisþjónustu. Það má
því segja að ríkið (menntamálaráðuneytið)
beri ábyrgð á að fjármagna menntun heil-
brigðisstétta og vísindastörf en sýslurnar
bera ábyrgð á að fjármagna heilbrigðis-
þjónustuna. Þrátt fyrir þetta ver landsþing
Stokkhólms sömu upphæð og ríkið árlega,
um það bil 750 milljónum sænskra króna,
til rannsóknarstarfa. Heilbrigðiskerfið þar
hefur því yfir að ráða um það bil 1,5 millj-
arði sænskra króna til menntunar og vís-
inda. Þetta eru ríflega 3% af því fjármagni
sem landsþing Stokkhólms ver til heil-
brigðismála. Landsþingið, háskólinn og
sjúkrahúsin hafa með sér náið samstarf um
það hvernig þessum fjármunum er varið.
Mestur hluti þeirra fer í fasta innviði sem
eru nauðsynlegir til reksturs vísindastarfa,
svo sem kaup á tækjum, leigu á húsnæði
og laun starfsfólks, bæði kennara, vísinda-
manna og annarra starfsmanna. Skipting
fjármagnsins fer eftir fyrirfram ákveðnum
reglum sem byggjast að miklu leyti á því
hvaða árangri viðkomandi starfsemi hefur
skilað síðustu þrjú ár. Um það bil 90% af
þessu fjármagni fer til Karolinska-háskóla-
sjúkrahússins, en þó í samkeppni við aðrar
heilbrigðisstofnanir í Stokkhólmi. Þetta er
ekki óeðlilegt þar sem stærsti hluti vísinda-
starfsins hefur þróast á háskólasjúkrahús-
inu í samvinnu við háskólann. Karolinska
fær því til umráða tæplega 10% af sinni
heildarveltu til þess að verja til menntunar
og vísindastarfa í náinni samvinnu við há-
skólann. Auk þess fjármagns, sem kemur
frá hinu opinbera, sækja einstakir vísinda-
menn og hópar þeirra til annarra sjóða og
stofnana sem veita styrk til vísindastarfs. Í
Stokkhólmi nemur þetta fjármagn ríflega
þeirri upphæð sem veitt er frá hinu opin-
bera.
Íslenskir læknar sækja sína sérmenntun
til annarra landa og komast þá í kynni
við aðstæður sem gera þeim kleift að
sinna vísindastörfum jafnhliða klínísku
námi eða starfi. Sífellt fleiri læknar ljúka
doktorsnámi meðan á sérnámi stendur
og margir halda áfram að reka sjálfstætt
vísindastarf í hópi annarra vísindamanna
að námi loknu. Þetta gerir það að verkum
að íslenskir læknar ílendast erlendis eftir
sérnám og líkurnar minnka á því að þeir
snúi heim. Stjórnvöld hafa nýlega gert
samkomulag við Læknafélag Íslands, þar
sem stefnt er að því að færa fjármagn til
heilbrigðiskerfisins til jafns við það sem
gerist í nágrannalöndunum. Læknafélagið
hefur lagt kapp á að hækka laun íslenskra
lækna til jafns við það sem gerist á Norður-
löndunum og það eykur eflaust líkurnar á
því að fleiri læknar snúi heim. En læknar
sem eru skólaðir á háskólasjúkrahúsum
erlendis horfa ekki síður til starfsaðstöðu
og möguleika á því að stunda vísindastörf.
Ef við eigum að tryggja framtíðarmönnun
lækna í heilbrigðiskerfinu er viturlegt að
verja hluta þess fjármagns sem í fram-
tíðinni mun fara til heilbrigðiskerfisins og
menntunar heilbrigðisstétta til að byggja
upp innviði sem gera læknum kleift að
sinna vísindarannsóknum hér á landi. Það
mun gera stúdentum í auknum mæli kleift
að hefja rannsóknarvinnu strax í náminu,
sem frjóvgar ekki bara námið heldur eykur
líkurnar á því að heilbrigðiskerfið njóti
starfskrafta þeirra lengur áður en haldið er
til sérnáms og jafnframt að þeir snúi heim
að sérnámi loknu.
Mörg verkefni bíða úrlausnar í íslensku
heilbrigðiskerfi og forgangsröðunar er
þörf. Við þurfum ekki að setja markið við
þá sem gera best í þessum efnum heldur
byrja í smáum stíl og byggja markvisst upp
þá innviði sem þörf er á. Gott starf hefur
þrátt fyrir allt verið unnið á síðustu árum
eins og velheppnaðir Læknadagar gáfu ný-
lega vísbendingu um. En betur má ef duga
skal. Ef rými er nú að skapast í íslensku
efnahagslífi er mikilvægt að stjórnvöld geri
sér grein fyrir því að fjármagn sem varið
er til vísindastarfa bætir heilbrigðiskerfið
og skilar sér, þegar til lengri tíma er litið,
margfalt aftur til þjóðarbúsins. Við verðum
einnig að átta okkur á því að möguleikar
lækna og heilbrigðisstétta til að leggja
stund á vísindavinnu verður æ mikilvæg-
ari þáttur í því að fá hæft fólk til starfa.
Research infrastructure increasingly
important to recruit competence to healthcare
Birgir jakobsson MD, PhD
Directorate of Health
Iceland
Vísindin mikilvæg í samkeppni um
hæft starfsfólk til heilbrigðiskerfisins
Birgir
Jakobsson
barnalæknir
landlæknir
birgir@landlaeknir.is
Relvar® Ellipta® innöndunarduft, afmældir skammtar. Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum munnstykkið) sem er 22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 92 eða 184 míkróg af
flútíkasónfúróati. Þetta samsvarar afmældum skammti sem er 25 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 100 eða 200 míkróg af flútíkasónfúróati. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver skammtur inniheldur u.þ.b.
25 mg af laktósa (sem einhýdrat). Ábendingar: Astmi: Relvar Ellipta er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs (langverkandi
beta2-örva og barkstera til innöndunar) á við: Þegar ekki næst viðunandi stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til innöndunar „eftir þörfum“. Langvinn lungnateppa
(aðeins Relvar Ellipta 92/22 míkróg): Relvar Ellipta er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og sögu
um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum. Skammtar og lyfjagjöf: Astmi: Fullorðnir og unglingar 12 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu
sinni á dag. Sjúklingar finna yfirleitt fyrir bættri lungnastarfsemi innan 15 mínútna frá innöndun Relvar Ellipta. Hins vegar skal upplýsa sjúklinginn um að regluleg dagleg notkun sé nauðsynleg til að viðhalda
stjórn á einkennum astma og að notkun skuli halda áfram, jafnvel þó einkenni hverfi. Ef einkenni koma fram á tímabilinu á milli skammta, skal nota skjótvirkan beta2-örva til að létta strax á einkennum. Íhuga
skal 92/22 míkrógramma upphafsskammt af Relvar Ellipta hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þarfnast lítils til meðalstórs skammts af barksterum til innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva.
Ef ekki næst fullnægjandi stjórn á sjúkdómnum með Relvar Ellipta 92/22 míkróg, má auka skammtinn upp í 184/22 míkróg, sem getur gefið betri árangur við astmastjórnun. Heilbrigðisstarfsmaður skal
endurmeta sjúklinga reglulega þannig að þeir haldi áfram að fá kjörstyrkleika af flútíkasónfúróati/vílanteróli og að honum sé aðeins breytt samkvæmt læknisráði. Skammtinn skal aðlaga þannig að alltaf sé
notaður minnsti skammtur sem nær virkri stjórn á einkennum. Íhuga skal notkun Relvar Ellipta 184/22 míkróg hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þurfa að fá hærri skammta af barksterum til
innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva. Langvinn lungnateppa: Fullorðnir 18 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu sinni á dag. Relvar Ellipta 184/22 míkróg er ekki ætlað til notkunar
hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Enginn viðbótarávinningur er af notkun 184/22 míkrógramma skammts samanborið við 92/22 míkróg skammtinn og hætta á aukaverkunum svo sem lungnabólgu
og altækum aukaverkunum tengdum barksterum er hugsanlega aukin. Það skal gefa á sama tíma dag hvern. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Aukaverkanir: Mjög
algengar: Höfuðverkur og nefkoksbólga. Algengar: Lungnabólga, sýking ofarlega í öndunarvegi, berkjubólga, inflúensa, hvítsveppasýking í munni og koki, verkur í munnkoki, skútabólga, kokbólga, nefslímubólga,
hósti, raddtruflun,kviðverkir, liðverkur, bakverkur, hiti. ATC R03AK10. Markaðsleyfishafi: Glaxo Group Limited, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex TW8 9GS. Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa:
GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Dagsetning endurskoðunar textans: 22. maí 2014. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur
mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is
Pakkningar og verð (Mars 2015)
Relvar Ellipta 92 mcg/22 mcg, innöndun, 30 skammtar R, G Kr. 9.815
Relvar Ellipta 184 mcg/22 mcg, innöndun, 30 skammtar R, G Kr. 12.260
Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar:
www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700.
Heimildir:
1. Relvar Samantekt um eiginleika lyfs. www.serlyfjaskra.is. 2. Boscia JA et al. Clin Ther. 2012; 34(8): 1655-66.
3. Svedsater H et al. BMC Pulmonary Medicine 2013; 13: 72.
flútíkasónfúróat/vílanteról
® ®
24 klst. verkun. Mjög einfalt.
* Barksteri og langvirkt berkjuvíkkandi lyf til innöndunar.
Fyrsta ICS/LABA-meðferðin sem virkar í 24 klst.1,2
... skömmtun einu sinni á dag1
... í einföldu og handhægu innöndunartæki3
Relvar® Ellipta® er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og
unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs á við: þegar ekki næst viðunandi
stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til
innöndunar „eftir þörfum“.
Relvar® Ellipta® er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá
fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og
sögu um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum.
24
klst
AstmiLLT
IS
/F
FT
/0
01
7/
14
a
M
ar
ch
2
01
4
IS_FFT_0017_14a_Relvar_adv_A4_Mars2015.indd 1 23.03.2015 15:16:58