Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 197
samanburð. Kí-kvaðrat (chi-square) var notað til að meta hvort
hlutfallslegur munur væri á starfsstéttum eða kyni á lyfjainntöku,
reykingasögu, fjölskyldusögu kransæðasjúkdóma, ráðlagðri dag-
legri hreyfingu og flokkun þátttakenda á holdafari, blóðþrýstingi
og blóðbreytum miðað við áður birt alþjóðleg viðmiðunargildi.24
Þátttakendur tóku blóðþrýstings-, blóðfitu- eða blóðsykurslyf
voru flokkaðir utan viðmiðunargilda fyrir viðkomandi áhættu-
þætti. Tvíbreytudreifigreining (Two-Way ANOVA) með aðlöguðu
Bonferroni-leiðréttingarprófi var notuð til að bera saman starfs-
stéttir og kyn og til að meta víxlverkun (interaction) á milli þessara
breyta. Þegar um víxlverkun var að ræða var gögnunum skipt eftir
kyni og einbreytudreifigreining (one-way ANOVA) með aðlöguðu
Bonferroni-leiðréttingarprófi notuð til að greina muninn á milli
stétta innan kynja. Þegar áhættuþættir efnaskipta-, hjarta- og æða-
sjúkdóma í blóði og blóðþrýstingur voru skoðaðir, var leiðrétt fyrir
fjölskyldusögu kransæðasjúkdóma vegna mismunandi dreifingar
fjölskyldusögunnar á milli starfsstétta og þekktra áhrifa slíkrar
sögu og erfða á þessa áhættuþætti og hjarta- og æðasjúkdóma.
Cohen ś d (Cd) var notað til að meta áhrifsstærðir (effect size) á mun
milli starfsstétta. Pearson-fylgni var notuð til að meta tengslin milli
heildarhreyfingar og tíma sem varið var í meðalerfiða hreyfingu.
Hlutfylgni (partial correlation), leiðrétt fyrir kyni og fjölskyldusögu
kransæðasjúkdóma, var notuð til að kanna tengslin á milli heildar-
hreyfingar og tíma sem var varið í meðalerfiða hreyfingu annars
vegar og áhættuþátta efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdóma hins
vegar. Gögnin eru birt sem meðaltöl og staðalfrávik og tölfræðileg
marktækni var sett við p<0,05.
Niðurstöður
Líkamlegir eiginleikar þátttakenda eru birtir í töflu I. Karlarnir
voru aðeins eldri en konurnar (p =0,03) og þeir voru einnig hærri,
þyngri, með meira mittismál og meiri fitulausa líkamsþyngd
(FFM) (allt p<0,01). Verkafólk var lágvaxnara en skrifstofufólk
(p<0,01) og bændur (p =0,02) en þeir síðastnefndu voru með meiri
FFM heldur en verkafólk (p<0,01, Cd = 0,9) og skrifstofufólk (p=0,02,
Cd = 0,8). Víxlverkun (p<0,01) á milli kyns og starfsstétta var á hlut-
falli líkamsfitu. Þar reyndust verkakonur með lægra hlutfall lík-
amsfitu heldur en skrifstofukonur og kvenbændur (hvoru tveggja
p =0,02, Cd = 0,6), en karlbændur með lægra hlutfall líkamsfitu
heldur en verkakarlar (p =0,01, Cd = 0,8) og með tilhneigingu fyrir
lægra hlutfalli líkamsfitu heldur en skrifstofukarlar, þó sá munur
reyndist ekki tölfræðilega marktækur (p =0,06, Cd = 0,6).
Tæplega þriðjungur (31,8%) þátttakenda var í kjörþyngd
(BMI<25 kg/m2), 40,9% of þungir (BMI 25-29,9 kg/m2) og 27,3% of
feitir (BMI>30 kg/m2) en enginn munur reyndist á kynjum eða
starfsstéttum á dreifingunni í BMI-flokka. Einungis 10,1% þátttak-
enda reykti og þrátt fyrir að hlutfallið væri ívið hærra hjá bændum
(17,1%) var það ekki marktækt. Að sama skapi var hlutfall þeirra
sem hætti að reykja (28,3%) svipað á milli starfsstéttanna. Hlutfall
bænda með fjölskyldusögu kransæðasjúkdóma (22,0%) var hins
vegar nálægt því að vera marktækt lægra (p =0,06) en hjá verka-
fólki (44,9%) og skrifstofufólki (40,6%). Hlutfall bænda á blóðþrýst-
ingslyfjum var einnig aðeins lægra (9,8%, 26,9% verkafólk, 23,2%
skrifstofufólk), þó ekki martækt lægra. Engin kvennanna var á
sykursýkislyfjum (einn skrifstofukarl var á sykursýkislyfjum) eða
blóðfitulyfjum en einn verkakarl, þrír skrifstofukarlar og þrír karl-
bændur voru á blóðfitulyfjum.
R A N N S Ó K N
Tafla I. Líkamlegir eiginleikar þátttakenda.
Verkafólk Skrifstofufólk Bændur
Breytur Karlar (n=23) Konur (n=29) Karlar (n=28) Konur (n=41) Karlar (n=22) Konur (n=19)
Aldur (ár) 51,2 ± 8,1 51,0 ± 8,0 53,2 ± ± 6,7 49,2 ± 6,7 52,4 ± 8,0 48,9 ± 7,4†
Hæð (cm) 177,2 ± 5,4a 161,9 ± 6,5 179,9 ± 6,7 166,1 ± 5,5 177,4 ± 5,4 167,4 ± 4,8*†
Þyngd (kg) 85,5 ± 13,4 71,0 ± 10,6 87,9 ± 13,2 75,0 ± 13,0 85,9 ± 12,9 82,3 ± 15,3†
BMI (kg/m2) 27,2 ± 3,9 27,2 ± 4,5 27,1 ± 3,4 27,2 ± 4,4 27,3 ± 3,8 29,4 ± 5,0
Mittismál (cm) 98,1 ± 9,4 89,3 ± 10,5 99,3 ± 11,3 90,0 ± 10,4 98,6 ± 11,0 99,0 ± 14,4†
Líkamsfita (%) 26,9 ± 7,5d 31,9 ± 5,8c 25,3 ± 5,9 35,3 ± 5,5 21,8 ± 5,5 36,0 ± 6,9†‡
FFM (kg) 61,8 ± 7,3 48,0 ± 5,6 65,0 ± 6,2 47,9 ± 5,1 66,7 ± 7,3b 52,0 ± 6,5*†
BMI = líkamsþyngdarstuðull, FFM = fitulaus líkamsþyngd, * = meginhrif fyrir starfstétt p<0,05, † = meginhrif fyrir kyn p<0,05, ‡ = víxlverkun kynja starfsstétta p<0,05, a = verkafólk
frábrugðið skrifstofufólki og bændum p<0,05, b = bændur frábrugðnir verkafólki og skrifstofufólki p<0,05, c = verkakonur frábrugðnar skrifstofukonum og kvenbændum p<0,05,
d = verkakarlar frábrugðnir karlbændum p<0,05.
Mynd 2. Heildarhreyfing (A) og tími í meðalerfiðri hreyfingu (B). Tölurnar í súlunum
gefa til kynna fjölda þátttakenda. Hreyfing = heildarhreyfing, Tími >3MET = tími í
meðalerfiðri hreyfingu, e = skrifstofukarlar frábrugðnir verkakörlum og karlbændum
p<0,05, f = verkakarlar frábrugðnir skrifstofukörlum p<0,05, g = kvenbændur frá-
brugðnir verkakonum og skrifstofukonum p<0,05.
Karlar
Konur
Meginhrif starfsstétt: p<0,01
Meginhrif kyn: p =0,04
Víxlverkun: p<0,01
Meginhrif starfsstétt: p<0,08
Meginhrif kyn: p =0,37
Víxlverkun: p =0,03
Verkafólk Skrifstofufólk Bændur
A
500
400
300
200
100
0
B
30
25
20
15
10
0
H
re
yf
in
ga
r(
K
sl
ög
/m
ín
Tí
m
i >
3
M
E
T
(m
ín
/d
ag
)
20 22
20 22
20 29
20 29
e
g
20 14
20 14