Læknablaðið - 01.04.2015, Síða 21
LÆKNAblaðið 2015/101 205
Netmeðferð við svefnleysi
Netmeðferð Betri svefns byggist á hefðbundinni HAM-S.29 Net-
meðferðin samanstóð af 6 vikulöngum meðferðarlotum með sál-
fræðingi þar sem lögð var áhersla á fræðslu, atferli og hugsanir.
Notast var við myndskeið og lykilatriði birtust samhliða á glæru-
formi. Upplýsingar svefnskráningar færðust inn jafnóðum og
þátttakendur gátu fylgst með árangri sínum á myndrænan hátt.
Í fyrstu meðferðarlotu fór fram fræðsla um svefn, svefnleysi
og fyrirkomulag meðferðarinnar. Fyrsta vika svefnskráningar var
því án beinnar meðferðar og þar fékkst grunnlína svefnmunsturs.
Þegar svefnskráningu fyrir fyrstu viku lauk, fengu þátttakendur
einstaklingsbundnar leiðbeiningar í textaformi á heimasvæði
sitt, allt eftir útreikningum svefnskráningar, um hvernig haga
skyldi svefni næstu vikuna. Önnur meðferðarlota fjallaði um
tímabundna svefnskerðingu og áreitisstjórnun. Fólk sem glímir
við svefnvanda eyðir oft lengri tíma í rúminu en svefngeta bendir
til. Af þeim sökum er tímabundin svefnskerðing notuð til að tak-
marka þann tíma sem fólk ver í rúminu við tímann sem sofið er.
Hvernig henni var háttað fór eftir svefnskráningu hvers og eins.
Í upphafi hverrar viku fengu þátttakendur áætlaðan svefntíma
fyrir komandi viku og réðst sá tími af meðalsvefntíma vikuna á
undan. Lágmarkssvefntími fer þó aldrei undir 5 klukkustundir.
Þegar 90% svefnnýting náðist, lengdist áætlaður svefntími um 15
mínútur í næstu meðferðarlotu, ef svefnnýting var 85-90% hélst
áætlaður svefntími óbreyttur, en ef nýtingin fór undir 85% var
hann styttur um 15 mínútur. Á þann hátt byggist svefnþörfin upp
þegar svefninn er skertur og þannig næst samfelldari og dýpri
svefn.29 Áreitisstjórnun er svo notuð til þess að tengja rúmið ein-
göngu við svefn í stað andvökunótta og áhyggja.29 Áherslur þriðju
meðferðarlotu voru á fræðslu um svefnumhverfi, mataræði, hreyf-
ingu og svefn og í fjórðu lotu voru hugsanaskráning og slökun
teknar fyrir. Yfirlit yfir góðar svefnvenjur var sett fram í fimmtu
meðferðarlotu og fjallað var um svefnlyf. Í sjöttu og síðustu með-
ferðarlotu voru meðal annars gefin ráð um hvernig best væri að
halda árangrinum við og farið var yfir framtíðarmarkmið.
Þátttakendur gátu fengið aðstoð meðan á meðferðinni stóð
með því að senda fyrirspurnir á starfsmenn Betri svefns með
tölvupósti eða ræða við þá og aðra þátttakendur á spjallborði. Allt
efni vefsíðunnar er á íslensku.
Úrvinnsla
Notast var við tölfræðiforritið IBM SPSS Statistics 20 við úrvinnslu
gagna. Lýsandi tölfræði var notuð til að fá yfirlit yfir einkenni
þátttakenda. Óháð t-próf og kíkvaðrat próf voru notuð til að skoða
mun á þeim sem luku meðferð og hinum sem gerðu það ekki.
Pöruð t-próf voru gerð til að meta áhrif meðferðarinnar og línu-
leg aðfallsgreining var notuð til að skoða hvort ákveðin einkenni
þátttakenda segðu fyrir um árangur. Marktekt var miðuð við 5%
marktektarmörk (p<0,05).
Niðurstöður
Alls luku 125 þátttakendur meðferð og skráðu upplýsingar um
svefn sinn daglega meðan á meðferðinni stóð.
Svefnvandi þátttakenda fyrir meðferð
Áður en þátttakendur hófu meðferð svöruðu þeir spurningum
um svefnvanda sinn, erfiðleika með að sofna annars vegar og
hins vegar að vakna oft á næturnar og eiga þá erfitt með að sofna
aftur (mynd 1). Þessi einkenni geta birst hvort fyrir sig en sam-
kvæmt DSM-51 er algengast að þau birtist samtímis. Tæplega 17%
þátttakenda upplifðu hvorugt þessara einkenna en svefnmynstur
þeirra var oft óreglulegt og þeir höfðu tilhneigingu til að neyta
meiri svefnlyfja en aðrir.
Árangur þátttakenda eftir meðferð
Í töflu II má sjá breytingar á svefni þátttakenda miðað við fyrstu
og síðustu viku meðferðar og var munurinn marktækur á öllum
breytum (p<0,0001). Tíminn sem tók að sofna styttist að meðaltali
um 55% og vökutími á nóttu fór úr tæpum 50 mínútum í rúmar 23
mínútur og styttist því að meðaltali um 53%. Svefnnýting breyttist
um 15% til batnaðar og heildarsvefntími þátttakenda í meðferð-
inni styttist um 5%. Huglægt mat þátttakenda á svefngæðum og
morgunþreytu breyttist marktækt til hins betra.
Neysla svefnlyfja minnkaði umtalsvert á meðan meðferðinni
stóð. Í upphafi tóku 62 þátttakendur (50%) að meðaltali 0,68 svefn-
töflur á viku. Í lok meðferðar fækkaði þeim þátttakendum í 47, eða
um 24%, og magn svefnlyfja minnkaði um 31%, úr 0,68 töflum að
meðaltali á viku í 0,47, p<0,001.
R A N N S Ó K N
Mynd 1. Svefnvandi þátttakenda sem luku meðferð, við upphaf meðferðar (n=104).
Tafla II. Breytingar á svefni þátttakenda í meðferð samkvæmt svefnskráningu,
n=125.
Svefnbreyta 1. vika meðferðar
Meðaltal ±
staðalfrávik
6. vika meðferðar
Meðaltal ±
staðalfrávik
Breyting,
%
Tími sem tekur að sofna
(mínútur)
33,3 ± 33,3 15,1 ± 14,8a 55
Vökutími eftir að hafa
sofnað (mínútur)
49,5 ± 41,3 23,3 ± 14,2a 53
Vaknanir (fjöldi) 1,8 ± 1,2 1,0 ± 0,8a 45
Heildarvökutími (mínútur) 82,9 ± 61,2 38,4 ± 22,0a 54
Heildarsvefntími (klst.) 6,7 ± 1,0 6,4 ± 1,0a 5
Tími í rúmi (klst.) 8,1 ± 0,9 7,0 ± 1,0a 13
Svefnnýting (%) 76,2 ± 12,1 87,4 ± 6,9a 15
Svefngæði (stig)b 3,1 ± 0,7 3,7 ± 0,6a 18
Þreyta eftir svefn (stig)c 2,9 ± 0,8 3,3 ± 0,8a 16a
aPöruð t-próf, p<0,0001
bStig á skalanum 1-5, 1=mjög slæm og 5=mjög góð
c Stig á skalanum 1-5, 1=mjög þreytt(ur) og 5=vel úthvíld(ur)
%
30
25
20
15
10
5
0
oft Stundum
Lengur en 30
mínútur að
sofna og vaknar
á næturnar
Lengur en 30
mínútur að
sofna
Vaknar á
næturnar