Læknablaðið - 01.04.2015, Side 33
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
LÆKNAblaðið 2015/101 217
fyrirmynd annarra þjóða um dugnað,
sjálfstæði og vinnusemi. Haustið 2008
var nú staðan þannig að Landspítalinn
átti ekki peninga til að borga út laun. Ég
hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, heyrt um
ríkissjúkrahús á Vesturlöndum sem ekki
hefur getað borgað út laun. Hvernig getur
slíkt gerst? Það var upp úr því sem fyrstu
drög að þessari sögu kviknuðu. Ég sat á
flugvallarbar að bíða eftir vél heim til Ís-
lands og byrjaði að hripa niður hugsanir
Jóhannesar, þessa veika læknis sem veltist
í lyfjamóki í sjúku samfélagi.“
Vorum viðtakendur ekki þátttakendur
Kennsla í læknadeild hefur breyst mikið
á undanförnum árum og Hlynur segir
reynsluna af læknanáminu á níunda
áratugnum hafa beint sér í nám í bók-
menntum að því loknu.
„Læknanámið sem ég fór í gegnum
á sínum tíma var mjög sérstök reynsla.
Kennsluformið var ótrúlega gamaldags,
við sátum þarna og hlýddum á fyrirlestra,
ekki var ætlast til þess að við spyrðum
spurninga eða segðum yfirleitt nokkurn
skapaðan hlut. Ég var orðinn afar þreyttur
á þessu við útskrift úr læknadeildinni.
Þá fór ég til New York og varði einu ári
í meistaranám í enskum bókmenntum. Í
því námi var þátttaka nemenda í tímum
skylda og ég átti mjög erfitt til að byrja
með þar sem ég gat hreinlega ekki sagt orð
eftir að hafa þagað í 6 ár. Okkar samfélag
var í rauninni gegnsýrt af þessari þögn.
Við vorum viðtakendur en ekki þátt-
takendur. Mín kynslóð var ekki þjálfuð
í neins konar samræðu eða rökræðu.
Kannski var það þess vegna að fór sem fór.
Við treystum þeim sem fóru með völdin
og sögðum ekkert.“
Viðurkenna ekki veikleika
„Auk þess að skrifa þjóðfélagsádeilu lang-
aði mig til að skrifa um veikan lækni,“
„Á ferli mínum hef ég starfað á meira en tug sjúkrahúsa í fjórum löndum. Sjúkrahúsið í sögunni er samnefnari þeirra allra og persónur sögunnar eru samsettar úr því fólki sem ég
hef hitt, bæði í starfi mínu og annars staðar,“ segir Hlynur Níels Grímsson krabbameinslæknir og höfundur nýrrar skáldsögu, Krabbaveislunnar.
Maður hættir heldur aldrei að vera læknir, það var mér kennt snemma í náminu. Þetta er hlut-
skipti að bera, það var mér kennt snemma í náminu. Mitt hlutskipti. Minn heimur. Og spítalinn
ER heimur út af fyrir sig. Heimur með fullt af reglum sem einu sinni gátu verið óskráðar en eru
nú birtar samþykktar einróma af yfirstjórn framkvæmdastjórn ráðuneytisstjóra ráðherra og
svo framvegis á vef spítalans mánaðarlega bara svona til að minna starfsmenn á. Hér má ekki,
svona í hnotskurn, segja neitt mótmæla neinu hafa vonda skoðun eða einhverja skoðun yfirleitt
maður á hreinlega ekki að kunna við svoleiðis því þá fellur maður í ónáð hjá yfirstjórn inni og
er aldrei aftur litinn öðru auga en hornauganu og getur gleymt öllu því sem heitir stöðuhækk-
un eða framgangur í starfi og ef maður segir samt eitthvað þrátt fyrir að hafa verið varaður við
þá berst orðrómurinn ósjálfrátt út innan veggjanna að maður sé ákaflegur erfiður í samstarfi
og svo framvegis alveg þangað til maður er orðinn óalandi og óferjandi og þá er þetta búið og
skógarmannsævin bíður manns einhvers staðar verulega langt í burtu erlendis. þannig að ég
hugsa bara. Með sjálfum mér. Það má. Hér eru hugsanir mínar. Um allt þetta. Allt það sem ekki
má. Allt það sem ekki er hægt. Allt það sem ég get ekki sagt. Ég hugsa. Ég get það ennþá. Með
hjálp lyfjanna. Ennþá.
Krabbaveislan, 2015: 22