Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 2
Opið alla helgina
kolaportid.is
kl.11-17
Rúmar 20 milljónir frá
Hringskonum
V ið höfum lengi varað við því að al-varlegt slys myndi verða. Þetta er svo alvarlegt að við lítum á þetta
sem slys. Þetta er vítavert gáleysi,“ segir
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags
Íslands, um mál átján ára þroskaskertrar
stúlku sem gleymdist innilokuð klukkutím-
um saman í bifreið á vegum ferðaþjónustu
fatlaðs fólks sem er í umsjón Strætó. „Okk-
ar fulltrúi í samráðshópi Strætó, auk full-
trúa frá Sjálfsbjörgu, hefur ítrekað komið
fram með ábendingar um hvað megi betur
fara,“ segir hún.
Ellen er meðlimur lokaðs Facebook-
hóps þar sem notendur ferðaþjónustu fatl-
aðs fólks deila reynslu sinni og segir Ellen
að daglega komi þar fram frásagnir af óaf-
sakanlegum atvikum. „Stutt er síðan kona
var á heimleið með ferðaþjónustunni og
ökumaður stoppaði fyrir utan sambýli til
að hleypa henni út. Konan sagðist ekki eiga
heima þar heldur í húsi neðar í götunni þar
sem hún væri búsett ásamt eiginmanni sín-
um. Bílstjórinn tók hins vegar ekki mark á
þessu og krafðist þess að hún færi út við
sambýlið. Mín tilfinning er að fatlað fólk
njóti ekki sömu virðingar og aðrir og að
síður sé tekið mark á því,“ segir Ellen sem
þó ítrekar að vissulega séu margir starfs-
menn ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem sinni
starfinu af mikilli alúð.
Síðustu vikur hafa einkennst af röðum
mistaka sem hafa orðið í ferðaþjónustu fatl-
aðs fólks sem Strætó tók yfir um áramótin
alls staðar á höfuðborgarsvæðinu, utan
Kópavogs, og var mál stúlkunnar kornið
sem fyllti mælinn. Boðað var til neyðar-
fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem
bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborg-
arsvæðinu, auk borgarstjóra, hittust ásamt
stjórn Strætó. Á fundinum var skipuð sér-
stök neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatl-
aðs fólks undir stjórn Stefáns Eiríkssonar,
sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur-
borgar, með aðild fulltrúa Öryrkjabanda-
lagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar.
Lýst var eftir stúlkunni eftir að hún
skilaði sér ekki heim síðdegis á miðviku-
dag en hún var í hópi fólks sem var ekið í
Hitt húsið á vegum ferðaþjónustu fatlaðs
fólks. Stúlkan varð hins vegar eftir í bíln-
um og fannst ekki fyrr en um kvöldið, eftir
að lýst hafði verið eftir henni í fjölmiðlum
og björgunarsveitir kallaðar út. Talið er
að hún hafi verið í bílnum í 7 klukkutíma.
Ökumanninum hefur verið vikið frá störf-
um á meðan málið er í rannsókn en það er
nú komið inn á borð lögreglu. Í tilkynningu
frá Reykjavíkurborg segir: „Ljóst er orðið
að mistökin lágu ekki aðeins hjá bílstjóra
ferðaþjónustunnar heldur varð einnig mis-
brestur á móttöku í frístund fatlaðs fólks í
Hinu Húsinu og eftirlitsskyldu þess. Auk
þess er ljóst að verkferlum er ábótavant,“
en ökumaðurinn þurfti að fylgja farþegum
sínum í tveimur hópum inn í Hitt húsið og
fékk þar enga aðstoð.
Reykjavíkurborg og Strætó hafa sent frá
sér afsökunarbeiðni vegna málsins.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Ljóst er orðið
að mistökin
lágu ekki
aðeins hjá bíl-
stjóra ferða-
þjónustunnar.
Velferð NeyðarstjórN skipuð yfir ferðaþjóNustu fatlaðs fólks
Síðustu vikur hafa einkennst af röðum mistaka sem hafa orðið í ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem Strætó tók yfir um áramótin alls
staðar á höfuðborgarsvæðinu, utan Kópavogs.
Segir fatlaða ekki njóta
sömu virðingar og aðrir
Formaður Öryrkjabandalags Íslands lítur á það sem vítavert gáleysi ökumanns ferðaþjónustu
fatlaðs fólks að átján ára þroskaskert stúlka hafi gleymst í bílnum í sjö klukkutíma. Sérstök
neyðarstjórn hefur verið skipuð yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks í kjölfar málsins. Síðustu vikur
hafa einkennst af röð mistaka í ferðaþjónustunni og var mál stúlkunnar kornið sem fyllti mælinn.
Ellen Calmon, formaður
Öryrkjabandalags Ís-
lands.
MatVara sykur í skólajógúrt hefur MiNNkað
Níu sykurmolar í einum Svala
„Matvörur sem eru oft markaðssettar
sérstaklega fyrir börn eru oft á tíðum
ekki þær æskilegustu,“ segir Hólm-
fríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri
næringar hjá Embætti landlæknis en í
upphafi vikunnar var opnaður vefurinn
Sykurmagn.is þar sem hægt að að sjá
myndrænt hversu mikinn viðbættan
sykur hinar ýmsu mat- og drykkjar-
vörur innihalda. „Við vonum að þetta
hjálpi foreldrum og börnum að velja
vörur sem innihalda minna af viðbætt-
um sykri, en nýtist einnig í kennslu,“
segir hún
Árið 2008 gaf Lýðheilsustöð út mynd-
rænt kort af sama toga. Þegar þau eru
borin saman sést að sykurmagn í Svala
er óbreytt. Enn er jafngildi 9 sykurmola
í 250 ml fernu, hver sykurmoli er 2g og
eru því 18 grömm af viðbættum sykri í
einni fernu af Svala.
Nokkuð hefur borið á gagnrýni á
undanförnum árum á hversu mikið af
viðbættum sykri er í mjólkurvörum
sem markaðssettar eru fyrir börn. Árið
2008 var á markaði Skólajógúrt sem
innihélt 5 sykurmola, eða 10 grömm af
sykri. Í haust kom á markað ný Skóla-
jógúrt sem inniheldur fjórðungi minna
af sykri. -eh
Í einni fernu
af Svala eru 9
sykurmolar,
hver sykurmoli
er 2 g og
inniheldur ein
svalaferna því
18 grömm af
viðbættum
sykri. Mynd/
Sykurmagn.is
Málmiðnaðarmenn
brýna járnin
Útlit er fyrir að málmiðnaðarmenn muni
gera kröfur um verulegar launahækkanir
í komandi kjarasamningum, ef marka má
orð Jóhanns Rúnars Sigurðssonar, varafor-
manns Samiðnar. Jóhann er jafnframt
formaður Félags málmiðnaðarmanna á
Akureyri, en félagið hefur látið gera kjara-
könnun meðal félagsmanna, sem
telji launahækkanir tímabærar.
„Þessi könnun leiðir berlega í
ljós að félagsmenn telja að tillit verði að
taka til síðustu kjarasamninga sem gerðir
hafa verið, svo sem við kennara og lækna.
Félagsmenn vilja með öðrum orðum
verulegar launahækkanir og þessum skila-
boðum verður komið til Samiðnar, sem
fer með samningsumboðið,“ er haft eftir
Jóhanni á Akureyrarvefnum.
Ráðherra ókunnugt um
TISA tillögur
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri
grænna, hefur óskað eftir því að utanríkis-
málanefnd alþingis ræði TISA-viðræðurnar
og fái utanríkisráðuneytið á sinn fund,
í ljósi þess að heilbrigðisráðherra vissi
hvorki um tillögur tengdar viðskiptum með
heilbrigðisþjónustu né afstöðu Íslands í því
máli. Katrín spurði Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra um frétt Kjarnans, um
að í viðræðum vegna TISA-samningsins
hefði verið lagt til að heilbrigðisþjónusta
yrði gerð hluti af þessum samningum,
um að mynda millilandamarkað með
heilbrigðisþjónustu. Kristján Þór sagðist
ekkert hafa heyrt af þessu máli fyrr en í
fréttum. Katrín sagði það áhyggjuefni að
leynd yfir samningaviðræðunum væri slík
að jafnvel ráðherrar ríkisstjórnarinnar viti
ekki ef þeirra málaflokkar væru ræddir.
Primera Air hafnar
ásökunum ASÍ
Primera Air gerir athugasemdir við
ályktun Alþýðusambands Íslands um
starfsemi flugfélagsins og segir hana
óréttmæta og villandi. Í tilkynningu ASÍ var
meðal annars mótmælt harðlega því sem
sambandið kallaði aðför flugfélagsins að
réttindum launafólks hér á landi, og stjór-
nvöld hvött til að stöðva brotastarfsemi
félagsins. Ennfremur var áréttað að kaup
og kjör ættu að vera samkvæmt íslenskum
lögum og kjarasamningum.Þessu hafnar
Primera Air og segir áhafnir flugfélaga,
sem sendar séu tímabundið til að sinna
flugi, falli ekki sjálfkrafa undir lög eða
reglur um kaup eða kjör þeirra landa þar
sem tímabundin bækistöð eða starfsemi
flugfélags er hverju sinni.
Nýjar styrkveitingar Hringsins hljóða upp á 20,6
milljónir króna. Stærsti styrkurinn er til fóstur-
greiningardeildar LSH að upphæð 15 milljónir
króna til kaupa á nýju fósturgreiningartæki.
Tveir styrkir eru veittir hjarta- og lungnaskurðdeild
LSH til kaupa á tveimur tækjum. Annars vegar tæki
sem gerir kleift að hreinsa blóð sem fellur til við aðgerðir
og gefa það aftur og annars vegar tæki sem mælir storku blóðsins, sérstaklega
heparin. Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit, rennur óskipt í Barnaspítala-
sjóð Hringsins. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, yfirbygging félagsins er engin og
félagið rekið með félagsgjöldum Hringskvenna sjálfra.
Ný
Skólajógúrt
inniheldur
8 grömm af
viðbættum
sykri í hverri dós en það er 2 grömmum
minna en í þeirri Skólajógúrt sem var
áður á markaði. Mynd/MS
2 fréttir Helgin 6.-8. febrúar 2015