Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 46
46 ferðalög Helgin 6.-8. febrúar 2015  Hagsýni í sumarfríinu ytra Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum se rv ét tú r ke rt i dú ka r Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmis servéttubrot Sjá hér! Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16 Rekstrarvörur - vinna með þér Matur, menning, verslanir og huggulegheit eru orð sem koma upp í hugann þegar minnst er á Bo- ston. Hvort sem þú vilt ferðast um sumar eða vetur tekur Boston vel á móti þér. Vinsælt er að heimsækja hinn sögufræga leikvöll Fenway Park, og ekki er verra ef hægt er að verða sér úti um miða á einn hafnarboltaleik og sjá The Red Sox á heimavelli. Völlurinn hefur einnig þjónað sem tónleikasvið fyrir sum af stærstu nöfnunum í bandarískri tónlistar- sögu og vel þess vert að kynna sér sögu þessa merka staðar. Sé takmarkið að gera góð kaup má nefna að enginn söluskattur er á fötum undir 175 dollurum og aðeins 6,25% skattur er á annarri vöru. Það má því segja að í Boston sé útsala á hverjum degi og ekki skemmir ríku- legt úrvalið fyrir. Í Cambridge í Boston er einn virt- asti skóli heims, Harvard-háskóli, og gaman er að skoða háskólasvæð- ið sem hefur birst í kvikmyndum á borð við Good Will Hunting og Legally Blonde. Ómögulegt væri að telja upp alla þá spennandi staði sem Boston hefur upp á að bjóða en ljóst að borgin er ógleymanlegur áfangastaður fyrir unga jafnt sem aldna. Það vorar snemma fyrir vestan og því er frábær hugmynd að skella sér í vorferð til Boston með fyrstu vélum WOW air en flugfélagið mun hefja flug til Boston í lok mars. Ef þú kemst ekki þá er óþarfi að ör- vænta því WOW air mun fljúga til Boston allan ársins hring. Verð frá 18.999 kr. Unnið í samstarfi við WOW air Boston bíður þín! Ljósmynd / Thinkstockphotos.com Þ að kostar þúsundir króna á dag að hafa bíl til umráða í sumarfríinu á meginlandi Evrópu. Verðið er þó afar mismun- andi eftir löndum og mánuðum. Það kostar til að mynda nærri þre- falt meira að leigja bíl við komuna til Óslóar en í Kaupmannahöfn og sá sem ætlar að fara um austur- hluta Frakklands borgar helmingi minna fyrir bílinn í Lyon en Genf eða Basel. Á Spáni og Ítalíu skiptir hins vegar máli hvenær sumarsins bílinn er notaður. Seinni hlutann í júní rukka leigurnar við flugvöll- inn í Alicante tæpar tvö þúsund krónur á dag fyrir bíla í minni kantinum en mánuði síðar er verð- ið tvöfalt hærra. Svipaða sögu er að segja um leigurnar í Barcelona, Mílanó og Róm. Norðar í álfunni er minni munur á milli mánaða samkvæmt nýlegri verðkönnun Túristi.is. Bílar á flugmiðaverði Þeir sem ætla að keyra um í fríinu geta sparað sér töluverðar upp- hæðir með því að skipuleggja fríið með þessar verðsveiflur á bílaleig- unum í huga. Tveggja vikna leiga á Volkswagen Golf kostar til dæmis um fjörutíu þúsund krónur síðari hluta júnímánaðar en um sextíu þúsund í júlí. Það er álíka mikið og ódýrasti flugmiðinn til borgar- innar kostar í dag. Þeir sem ætla að nýta sér áætlunarflug til Rómar og ferðast um Ítalíu á eigin vegum komast mun ódýrara frá leigunni með því að vera á ferðinni í ágúst en í júlí. Stólar og tryggingar Það eru þó ekki aðeins val á tíma- setningum sem skiptir máli. Ef börn eru með í för þá borgar sig í flestum tilfellum að taka bílstólinn með sér að heiman í stað þess að leigja einn úti. Sum flugfélög rukka fyrir að ferja bílstólana en gjaldið er oftast lægra en leiga á stól í viku eða meira. Bíla- leigufyrirtækin taka líka ríflegt gjald fyrir að færa sjálfsábyrgðina niður í núllið og reikningurinn hjá þeim áhættufælnu verður því miklu hærri fyrir vikið. Þeir sem vilja kaupa þessa aukatryggingu geta komist ódýrara frá henni með því að taka hana hjá sér- stökum tryggingarfélögum eða bók- unarsíðum fyrir bílaleigubíla. Þessar sömu bókunarsíður eru líka þarfaþing til að bera saman leiguverð á hverj- um stað fyrir sig. Það getur nefnilega munað mjög miklu á því verði sem þessar síður finna og þeim kjörum sem bílaleigurnar bjóða beint. Á Túristi.is er hægt að bera saman verð á bílaleigum víðs vegar í heim- inum og sjá hvert verður flogið beint frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Þeir sem ætla að leigja sér bíl í sumarfríinu geta sparað með því að skipuleggja fríið með verðsveiflur á bílaleigum í huga. Enn fremur er að ýmsu að hyggja þegar að tryggingu bílsins kemur. Leiðir til að halda bílaleigureikningnum niðri Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.