Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 36
Hliðrænn áhorfandi rekinn út af É Ég fékk, starfs míns vegna, skeyti frá Ríkisútvarpinu á mánudaginn þar sem ég var minntur á þann ánægjulega við- burð, eins og það var orðað, er útvarps- stjóri, innanríkisráðherra og forstjóri Vodafone hittust í þeim tilgangi einum að slökkva á hliðrænu kerfi, svokölluðu. Ég hafði svo sem enga hugmynd um hvað hliðrænt kerfi var en sá við nánari lestur að þar var átt við þær sjónvarpsútsend- ingar sem við höfum búið við frá upphafi sjónvarps hér á landi, í hartnær 50 ár. Á sömu stundu lauk síðasta áfanga í upp- byggingu á stafrænu dreifikerfi Vodafone og Ríkisútvarpsins. Fram kom í tilkynn- ingunni að sjónvarpsútsending yrði frá og með þessum sama mánudegi alfarið á stafrænu formi sem þýddi stórbætta þjónustu um land allt. Ekki dreg ég þá fullyrðingu í efa en veit samt ekki hvort útvarpsforstjórarnir og ráðherrann gátu leyft sér að tala um ánægjulegan viðburð í þessu samhengi. Ég er alls ekki viss um að þeir hafi kynnt sér aðstæður á litlu heimili í Kópavog- inum, áður en skrúfað var fyrir þetta hlið- ræna kerfi. Við hjónakornin erum með voðalega fínt tölvusjónvarp í sjónvarps- herbergi okkar, með mörgum fjarstýr- ingum og fleiri fítusum en ég kann frá að greina. Við vorum ákaft hvött til þess af afkomendum okkar og tengdabörnum, öllum tæknilega sinnuðum, að kaupa svona apparat. Þá gætum við horft á hinar ýmsu sjónvarpsrásir að vild og til baka í tíma. Værum sem sagt ekki háð útsend- ingartíma stöðvanna, værum okkar eigin dagskrárstjórar. Við létum þetta auðvitað eftir okkar tæknisinnaða fólki og höfum síðan horft á sjónvarp í háskerpu og rambað fram og aftur í tíma. Það er þægilegt þótt ég við- urkenni að hafa ekki náð fullum tökum á þessu tækniundri. Fyrir það fyrsta skil ég ekki af hverju þarf fleiri fjarstýringar en eina á þessi tól – og í annan stað af hverju ekki er að finna takka á sjónvarps- tækinu sjálfu þar sem stendur „On og Off“, kveikt eða slökkt. Slíkur búnaður myndi auðvelda mér lífið, einkum þegar ég finn ekki fjarstýringarnar. Það gerist stundum þótt við séum bara tvö í heimili – en oftar þegar barnabörnin hafa komið í heimsókn og flandrað milli stöðva, mun betur að sér í þeim fræðum en afinn og amman. Það skal þó tekið fram að nefnd amma er betur að sér í tækni þessa skynvædda sjónvarpstækis en afinn enda stjórnar hún yfirleitt fjarstýringunum. Ég læt mér það vel líka og horfi á það sem hún velur. Stöku sinnum kemur þó fyrir að smekkur okkar á sjónvarpsefni fer ekki alveg saman. Mín góða kona er, líkt og Lukku-Láki, skjótari en skugginn að skjóta þegar íþróttaefni birtist á skjánum. Þegar bolti eða íþróttapeysa birtist þar er hún svo snögg á fjarstýringuna að augað nemur vart myndbrotið. Þess utan sæki ég stundum í nördalega fréttaþætti eða náttúrulífsþætti frá Afríku – sem sannar- lega eru ekki allra. Þetta er þó ekkert ágreiningsefni á okkar heimili – enda hef ég átt mitt at- hvarf í eldhúsinu ef ég hef viljað horfa á ljón éta antilópur eða spennandi íþrótta- lýsingu, til dæmis handboltann að undan- förnu. Frúin hefur, frómt frá sagt, engan áhuga á handboltalýsingum og breytir þar litlu hvort Ísland er að keppa eða ekki en ég hef getað horft á allt þetta að vild í sjónvarpstæki í eldhúsinu. Þar hef ég haft aðgang að öðru sjónvarpstæki og unað því vel, horft á boltann eða annað spennandi í sjónvarpstæki sem er einfalt í notkun og hefur aldrei brugðist. Því fylgir aðeins ein fjarstýring. Með henni er kveikt og slökkt – og stillt á stöð. Upp á annað er ekki boðið enda þarf ekkert annað. Finnist fjarstýringin ekki er hægt að kveikja og slökkva á sjónvarpstækinu sjálfu. Þetta er því dásamlegur gripur í alla staði. En Adam er ekki lengur í sinni Paradís, svo er fyrrnefndum útvarpsforstjórum og ráðherra að þakka – eða kenna, öllu heldur. Fyrir nokkru sá ég í fréttum að slökkva ætti á títtnefndu hliðrænu sjón- varpsútsendingarkerfi en tók það ekki til mín. Sjónvarpstækið í eldhúsinu er nefnilega flatskjár, þótt ekki sé hann stór. Flatskjáir urðu eins konar táknmynd bruðls Íslendinga fyrir hrun. Þessi skjár var að vísu keyptur vel fyrir hrun svo ég mat það svo að með kaupunum á honum hefði ég ekki beinlínis valdið hruninu – en í mínum huga var hann engu að síður nýtískulegt tæki. Því taldi ég skjáinn móttækilegan fyrir stafræna útsendingu og fylgdist ekkert með Boga Ágústssyni þegar hann mætti föðurlegur á skjáinn og tilkynnti gamaldags og lítt tæknisinn- uðu fólki að það þyrfti að gera ráðstaf- anir, kaupa nýjan móttökubúnað, ella yrði aðeins snjór á skjánum eftir 2. febrúar. Á mig fóru hins vegar að renna tvær grímur þegar borði tók að renna í sífellu yfir eldhússjónvarpið mitt þar sem stóð svart á hvítu að þetta tiltekna sjónvarps- tæki væri gamaldags og gott ef ekki eig- andinn líka. Ég hljóp til og kíkti á sömu stundu á tölvuvædda sjónvarpið sem konan horfði á. Þar var að sönnu engin handboltalýsing í gangi en heldur enginn borði sem rann yfir skjáinn. Dómurinn var því einfaldur en um leið endanlegur. Sjónvarpið í athvarfi mínu var úrelt – og gott ef ekki eini áhorfandi þess líka. Bogi, Magnús Geir, Ólöf ráð- herra og Vodafone-stjórinn höfðu í sam- einingu dæmt mig úr leik. Ég var rekinn út af, án þess að hafa brotið af mér. Ætli það hefði kostað þetta góða fólk mikið að halda gamla hliðræna rofanum í réttri stillingu áfram, hvað sem líður staf- rænni tæknivæðingu? Var sú stilling ekki einföld og auðskiljanleg, eins og á öðru gömlu og góðu dóti: „On og Off“? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Brakandi góð og vel bökuð súrdeigsbrauð að hætti Jóa Fel Steinbökuð brauð með heilkorni. Enginn viðbættur sykur! Nýtt – Toscana, súrdeigsbrauð með heilkorna hveiti Kóngabrauð, gróft súrdeigsbrauð með heilkornamjöli (án hvíts hveitis) Sveitabrauð, dökkt súrdeigsbrauð með heilkorni og rúgi 36 viðhorf Helgin 6.-8. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.