Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 40
40 heimili Helgin 6.-8. febrúar 2015 V erkefnin eru misstór og af ýmsum toga og segir Elva að eina reglan sem hún setji sér sé að hafa gaman af því sem hún tekur sér fyrir hendur. Aðspurð um áhuga sinn á föndri og innanhúshönnun segir Elva: „Ég hef alltaf haft áhuga á föndri og dúlleríi og vil ávallt hafa fínt heima hjá mér. Þegar ég var yngri var ég alltaf að endurraða í herbergið mitt. Ég veit samt ekki alveg hvað- an þessi áhugi kemur, en líklega frá ömmu og mömmu, en þær hafa alltaf haft metnað fyrir að halda úti fallegu heimili.“ Elva stofnaði bloggið fyrir tveimur árum og segir að það hafi svo hvatt hana áfram í að finna sér fleiri verkefni. „Hér áður fyrr átti ég það til að byrja á einhverju en átti svo hálfkláraða hluti úti um allt en bloggið hefur hjálpað mér að klára verkin.“ Meðal verkefna sem Elva hefur ráðist í er að gera upp forláta símabekk og gefa komm- óðu nýjan svip með því að mála skúffurnar í ýmsum litatónum. Auk þess hefur hún föndrað ýmis konar skartgripi. Elva segir þó að hlutir og rými tengt börnum sé í uppáhaldi. „Það skemmtilegasta sem ég hef gert er líklega að gera upp herbergi fyrir einn tveggja ára. Rýmið er lítið, einungis 5 fermetr- ar, en það bauð upp á marga mögu- leika.“ Rýmið sem um ræðir er í Blogg sem ýtir undir framkvæmdagleðina Verkefni vikunnar er stór- skemmtilegt blogg sem hjúkr- unarfræðingurinn Elva Björk Ragnarsdóttir heldur úti. Hún er einstaklega framkvæmda- glöð og á blogginu leyfir hún fólki að fylgjast með sér og deilir brasi sínu, eins og hún orðar það sjálf, skref fyrir skref. Elva Björk Ragnarsdóttir heldur úti blogginu Verkefni vikunnar þar sem hún brasar ýmislegt sem tengist heimili og hönnun. Ljósmynd/Hari Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 innréttingar danskar í öll herbergi heimilisins Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými. sterkar og glæsilegar raun lítið skot í íbúð, en ekki eigin- legt herbergi. „Möguleikar til upp- röðunar voru kannski ekki miklir, en þetta var skemmtileg áskorun. Ég reyndi að nýta veggrýmið sem mest og svo málaði ég rúmið með krítarmálningu,“ segir Elva. Umferð um síðuna hefur aukist jafnt og þétt og hefur Elva fengið alls konar fyrirspurnir tengdar blogginu. Nú stendur til að taka bloggið í gegn og mun það opna undir nýju léni þann 25. febrúar næstkomandi. „Ég er æsispennt og hlakka til að sjá hvert þetta ævin- týri leiðir mig. Ég er með marga drauma fyrir árið 2015,“ segir Elva. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is „Ég vildi ekki hafa eitthvað þungt fyrir ofan rúmið og því urðu þessar léttu körfur fyrir valinu sem hillur,“ segir Elva Björk. Ljósmynd/úr einkasafni Skemmtileg og einföld leið til þess að gera heimilið litríkara er að raða bókum á heimilinu í litaröð. Liturinn á kjölnum á bókunum er flokkaður til dæmis eftir regnbog- anum í eftirfarandi litaröð; svart, rautt, appelsínugult, gult, grænt, blátt, fjólublátt og bleikt, brúnt og hvítt. Hægt er að velja sérstaklega litríkar bækur úr safninu og stilla þeim nokkrum upp á eina hillu. Þetta hentar sérstaklega vel fyrir barnaherbergi. Ef gott bókasafn er á heimilinu getur útkoman orðið mjög spennandi ef heil hillusam- stæða skartar öllum regnbogans litum. Hefðbundin röðun á bók- um út frá heiti höfunda á ekki við í þessu tilviki og getur því reynst erfiðara að finna rétta bók ef safn- ið er stórt. Hinsvegar býður röðunin jafnvel upp á nýja möguleika þegar kemur að því að velja sér bók til að lesa. Útkoman kemur skemmtilega á óvart. Ef það skyldi vanta lit eða tvo í flóruna er jafnvel kominn tími til að gera sér ferð í næstu bóka- búð. Litríkar bókahillur gleðja heimilið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.