Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 48
48 ferðalög Helgin 6.-8. febrúar 2015
Alltaf á vaktinni fyrir farþega Sumarferða
TENERIFE, MALLORCA, ALMERIA, COSTA DORADA, BENIDORM OG ALBIR
Fiskislóð 31, 101 Reykjavík | Sími 514 1400 | sumarferdir.is
Fáðu meira úr fríinu
með Sumarferðum
Íslensk fararstjórn, beint flug, flugskattar, handfarangur
og 20 kg taska innifalið í öllum verðum.
Fjalar Ólafsson, fararstjóri Sumarferða á Tenerife, vakir yfir
velferð farþega allan sólarhringinn. Fjalar hefur lent í ýmsum
ævintýrum á eyjunni fögru og hér fer hann yfir ýmislegt tengt
fararstjórastarfinu sem á hug hans allan.
T enerife er sannkölluð para-dís fyrir vandláta og hefur skipað sér öruggan sess
meðal vinsælustu áfangastaða
Sumarferða. Eyjan tilheyrir Kanar-
íeyjaklasanum en nýtur afgerandi
sérstöðu fyrir einstakt náttúrufar
og veðursæld. Sumarferðir bjóða
upp á skipulagðar ferðir til Tenerife
allan ársins hring og er flogið tvisv-
ar í viku. Á Tenerife er að finna úr-
val góðra hótela, einstakt veðurfar
auk fallegrar náttúru sem býður
upp á fjölbreytta afþreyingu eins
og fjallgöngur, fjallahjól, fallhlífar-
stökk og köfun. Tenerife er gjarn-
an kölluð eyja hinna tveggja and-
lita vegna hversu ólíkir suður- og
norðurhluti eyjunnar eru. Norður-
hlutinn er mun grænni og þar er
að finna mjög skemmtilega borgar-
stemningu, en höfuðborgin, Santa
Cruz, er þar.
Fararstjórar taka vel á móti
gestum Sumarferða
Fararstjórar taka vel á móti öllum
hópum sem koma til Tenerife á veg-
um Sumarferða. Starf fararstjórans
getur verið margslungið og ekki síð-
ur mikilvægt, en hlutverk þeirra felst
ekki eingöngu í því að taka á móti
fólki á flugvellinum heldur eru þeir
gestum innan handar allt fríið. Fjalar
hefur verið búsettur á Tenerife í fimm
ár. „Ég keypti mér íbúð hérna á Te-
nerife sem ég nota í hinum ýmsu frí-
um en daginn sem ég ákvað að flytja
frá London, þar sem ég bjó áður, varð
Tenerife fyrir valinu frekar en Ísland.
Sólin, hitinn og hið þægilega líf varð
ofan á í þessari ákvörðun.“
Til taks allan sólarhringinn
Fjalar leiddist út í fararstjórn fyrir
Sumarferðir ein jólin þegar hann
stökk inn í afleysingar. „Mér fannst
starfið mjög skemmtilegt og áhuga-
vert og stuttu síðar urðu manna-
breytingar á fararstjórum hérna
og ég greip tækifærið og sannfærði
yfirmennina heima um að ég væri
góður kostur þar sem ég byggi
hérna og þekkti eyjuna mjög vel og
gæti gengið beint inn í starfið. Og
svo var bara ekkert aftur snúið.“
Fjalar segir starf fararstjórans vera
óhefðbundið að því leyti að starfið
er ekki þessi týpíska 9 til 5 vinna.
„Við fararstjórarnir erum til taks
allan sólarhringinn og getum stað-
ið frammi fyrir nýjum uppákomum
hvenær sem er, hvort sem er að
nóttu eða degi.“ Það hefur óneit-
anlega færst í vöxt að Íslendingar
skipuleggi sínar eigin utanlands-
ferðir. Aðspurður um hvort vægi
fararstjórastarfsins fari minnkandi
vegna þessa segir Fjalar: „Nei, alls
ekki. Íslendingar átta sig á því að
með fararstjóra upplifa þeir meira
öryggi og betra frí. Þegar við förum
í frí viljum líka frí frá því að þurfa að
hugsa um praktíska hluti. Við vilj-
um heldur slaka á og hvíla okkur
frá amstri hversdagsins.“
Fylgdi manni í gegnum opna
hjartaaðgerð
Sumarfrí á sólarströnd er kærkom-
in tilbreyting frá íslenska sumrinu
en þar, líkt og annars staðar, getur
ávallt eitthvað komið upp á, og þá
er gott að geta leitað til fararstjóra.
„Við fararstjórarnir þekkjum orð-
ið nánast allt hérna og getum við
auðveldlega leyst vandamál áður
en þau verða of stór,“ segir Fjalar.
„Veikindi eru kannski það helsta
sem þarf að snúast í og vegna starfs
míns þekki ég spítalann hérna orðið
mjög vel, en ég hef meðal annars
fylgt fleiri en einum manni í gegn-
um opna hjartaaðgerð. Þá skiptir
einnig miklu máli að huga að að-
standendum, því það eru þeir sem
þurfa að fara aftur upp á hótel og
bíða í algjörri óvissu,“ segir Fjal-
ar, en hann hefur fengið þakkar-
bréf frá aðstandendum sem sögðu
hann taka vel á málum sem þessum.
„Auk þess erum við alltaf með við-
talstíma á hótelunum og þá getum
við aðstoðað farþega okkar með
minni mál ásamt því að veita upplýs-
ingar sem geta gert dvöl gestanna
skemmtilegri hérna á eyjunni.“
Áskorun: Hvað á Fjalar að gera
næst?
Fararstjórar Sumarferða á Tenerife
eru duglegir að halda uppi fjörinu
og nær stemningin alla leið til Ís-
lands með hjálp veraldarvefsins. Á
heimasíðu Sumarferða er að finna
skemmtilegan lið sem ber heitið
„Fjalar á Tenerife,“ en þar getur
fólk komið með áskoranir á Fjalar
sem hann getur ekki skorast und-
an. Fjalar tekur svo herlegheitin
upp og nú þegar má sjá Fjalar
spreyta sig í köfun og á svökölluð-
um svifdreka. Aðspurður um að-
dragandann að þessum áskorunum
segir Fjalar: „Ég lærði köfun hérna
á Tenerife og er búinn að vera með
köfunarferðir í boði fyrir mína far-
þega sem hafa verið mjög vinsælar
enda kjöraðstæður hérna til köfun-
ar. Ég og yfirfararstjórinn vorum
svo að ræða hvernig hægt væri að
kynna afþreyinguna sem er í boði
hérna. Okkur datt í hug að setja af
stað þessar áskoranir og þá lá bein-
ast við að ég myndi demba mér í
þetta enda býður öll aðstaða hérna
upp á skemmtileg uppátæki. Ég átti
nú samt ekki von á því að ég myndi
hlaupa fram af 1100 metra háum
kletti í svifdreka. En núna er ég
bara spenntari fyrir hverri áskor-
un sem kemur og ekki skemmir
fyrir að þetta sé hluti af vinnunni
minni,“ segir Fjalar. Myndband af
þeim áskorunum sem Fjalar hefur
tekið má sjá á www.sumarferdir.is/
fjalar og nánari upplýsingar um frí
á Tenerife má finna á www.sumar-
ferdir.is/tenerife
Unnið í samstarfi við
Sumarferðir
Á www.sumarferdir.is/fjalar má sjá Fjalar Ólafsson, fararstjóra Sumarferða á Te-
nerife, taka alls konar skemmtilegar áskoranir.