Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 20
www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Vetrarfjallam ennska fyrir göngufó lk Vetrarfjallamennska fyrir göngufólk Námskeið 14. mars, laugardagur Á námskeiðinu verður gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur og farið í grundvallaratriði vetrarfjallamennsku, búnað til fjallamennsku, leiðaval og snjóflóðahættu. Leiðbeint er um göngu á mannbroddum í snjó og notkun ísaxar og ísaxarbremsu og snjó- og ístryggingar. Fjallað og fræðst um hnúta, línumeðferð, sig og létt snjó- og ísklifur. Leiðbeinendur: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Sjá nánar á www.fi.is Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is NÁMSKEIÐ Skráðu þig in n – drífðu þig út Sagnakonan Sigurborg Kr. Hannesdóttir er sannfærð um að sögur formæðranna kenni okkur margt um okkar eigið líf og til- veru. Þær geti veitt okkur styrk á erfiðum stundum, gert okkur að ríkari manneskjum og kennt okkur sitthvað um hringrás lífsins. Áhugasamir um sagnagerð og formæður sínar geta hlýtt á sögu formæðra Sigurborgar og fleiri kvenna í Hannesarholti um helgina, eða sótt námskeið í sagnagerð á Hallveigarstöðum. Þ etta námskeið spratt upp úr áhuga á mínum eigin for-mæðrum og því hvað það hefur gefið mér mikið að kynnast þeirra sögum,“ segir sagnakonan Sigurborg Kr. Hannesdóttir sem hefur ásamt Sigurbjörgu Karlsdótt- ur haldið námskeið í sagnagerð frá árinu 2013. Námskeiðið kallast „Til fundar við formæður“ og er hugsað fyrir konur sem vilja læra að koma frá sér sögu, kynnast formæðrum sínum og sjálfum sér í leiðinni. Sögur geta heilað Sagnaáhugi Sigurbjargar hófst fyr- ir alvöru þegar hún kynnti sér ævi langömmu sinnar, Sólveigar Einars- dóttur úr Dölunum. „Ég hafði heyrt ýmsar sögur af henni frá mömmu og ömmu en fór á stúfana við að grúska og leita mér heimilda. Þá kom ýmislegt í ljós, eins og dagbæk- ur ljósmóður sem var stödd á bæ langömmu minnar, Dagverðarnesi á Fellsströnd, þegar hann brann. Í dagbókinni er brunanum lýst og þar kemur fram að langamma mín óð inn í brunann til að bjarga móður sinni og fékk að launum viðurkenn- ingu úr dönskum hetjulaunasjóði. Eftir þennan bruna byggði hún svo eitt fyrsta steinhúsið í Stykk- ishólmi,“ segir Sigurbjörg en hún sagði sögu formóður sinnar í fyrsta sinn á ættarmóti fyrir mörgum árum. „Þessi langamma mín gift- ist þrisvar sinnum og á því marga afkomendur sem þekkjast lítið. En þegar ég var búin að segja sögu for- móður okkar, sem ég komst ekki í gegnum ógrátandi, þá bara féllumst við nokkur í faðma og ég upplifði það í fyrsta sinn hvernig við tengd- umst þarna böndum og það varð bara einhverskonar heilun.“ Finnur styrk formæðranna á erfiðum stundum Sigurbjörg er sannfærð um að sög- ur formæðranna gefi okkur styrk og að þær geti hjálpað okkur að kynnast sjálfum okkur betur. „Það var svo rosaleg seigla í formæðrum okkar. Mikið af konum úr minni fjöl- skyldu þurftu að berjast í bökkum og oft á tíðum standa alveg einar. Og ég hef upplifað það á krefjandi stundum í mínu lífi að þessar konur standa með mér, að þær eru þarna einhversstaðar að styðja við bakið á mér. Og þá upplifi ég seigluna í þeim, finnst ég geta verið sterk fyrst að þær voru það. Að upplifa styrk- inn þeirra gerir mig að ríkari mann- eskju og það dýpkar á einhvern hátt mína sýn á sjálfa mig. Ég hef líka lært að virða þeirra lífshlaup og á sama tíma orðið meðvituð um það hvað ég hef það gott. Þegar ég hugsa til dæmis til föðurömmu minnar sem var ekkja 36 ára gömul, bjó í sveit og bara þurfti að halda áfram, þá bara beygi ég mig fyrir öllum þessum konum og finnst þær algjörlega magnaðar.“ Gott að skynja gang kyn- slóðanna „Það er svo mikilvægt að halda þess- um sögum á lífi og láta þær ganga,“ segir Sigurborg sem óttast að sagna- hefðin sé að fjara út. „Í dag setjumst við niður til að horfa á góða mynd Formæðurnar veita okkur styrk og höfum ekki jafn mikinn tíma til að segja hvort öðru sögur og hér áður fyrr, sérstaklega þar sem fleiri en ein kynslóð bjó undir sama þaki, þar var miklu meira um sögustundir. Við höldum svo oft að lífið bara endi og byrji með okkur en að finna fyrir þessum arfi er ómetanlegt, manni svo hollt að skynja gang kynslóð- anna,“ segir Sigurborg sem finnur þrátt fyrir allt fyrir miklum áhuga á sögum formæðranna, sérstaklega hjá konum á miðjum aldri. „Ég held að þegar við nálgumst miðjan aldur þá förum við að fá meiri áhuga á sög- unni og bara keðju lífsins.“ Sérstök orka þegar konur koma saman Sögustundin í Hannesarholti er öllum opin en námskeiðið er bara hugsað fyrir konur. „Kannski höf- um við þetta einhvern tímann fyr- ir karla líka en það myndast bara svo sérstök orka þegar konur koma saman. Á síðasta námskeiði voru sautján konur og síðasta kvöldið þar sem allar sögðu sína sögu var algjörlega ógleymanlegt. Ég fæ gæsahúð núna þegar ég rifja það upp. Þetta eru sögur kvenna sem flestar bjuggu við mjög erfið lífs- skilyrði. Þær þurftu að strita mikið, áttu mörg börn og misstu oft börn. Það skín svo sterkt í gegnum þessar sögur hvað það var erfitt að komast af en hvað þær áttu þrátt fyrir allt yfirleitt gott líf. Á sama tíma er hver og ein saga alveg einstök. Ein lífs- saga er bara svo ótrúlegt ævintýri.“ Sögustundin um formæður verð- ur í Hannesarholti, sunnudaginn 8. febrúar, klukkan 16 og er öllum opin. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið er að finna á facebook-síð- unni „Til fundar við formæður“. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Sigurborg Kr. Hannesdóttir heillaðist af sögum formæðra sinna þegar hún var fengin til að segja sögu langömmu sinnar á ættar- móti fyrir mörgum árum. Hún finnur sterkt fyrir nærveru þessara kvenna, sérstaklega á erfiðum stundum. Ljósmynd/Hari. 20 viðtal Helgin 6.-8. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.