Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 30
É g opnaði í félagi við vini mína, þau Bjarna Gauk Sigurðsson og
Elísabetu Jónsdóttur,
leiguíbúðir við Frakka-
stíginn fyrir ferðamenn
sem við köllum Mengi-Ap-
artments. Hugmyndin þar
er að bjóða gestum okkar
upp hágæða gistingu og
upplifun sem tengir saman
lista- og menningarlíf
Reykjavíkur á meðan á
dvöl þeirra stendur og hafa
viðtökurnar verið framar
vonum. Í kjölfarið fengum
við þá hugmynd að bæta
íslenskri sveit og náttúru
við það sem við höfum upp
á að bjóða fyrir ferðamenn-
ina. Gaukur og Beta eiga
gamalgróinn sveitabæ á
dýrðlegum stað í Biskups-
tungunum sem heitir
Kjarnholt. Á árum áður var
þar rekinn sumardvalar-
staður fyrir ungmenni
og síðar almennt gistihús
en síðastliðin ár hefur sú
starfsemi ekki verið í hús-
inu. Nú ætlum við að bjóða
á ný upp á gistingu þar en
með okkar áherslum og
stefnum við að því að opna
í byrjum maí.“ segir Jón
Þór. Kjarnholt er ofarlega í
Biskupstungum, í grennd
við Drumboddsstaði, og
frá húsinu er útsýni yfir
Geysissvæðið, Langjökul
og fjallgarðinn þar í kring.
„Þetta er tignarlegur gam-
all sveitabær og við verðum
með 10 svefnherbergi, 8
tveggja manna og tvö fjöl-
skylduherbergi sem rúma
4 manna fjölskyldur,“ segir
Jón Þór. „Við stefnum á að
opna 1. maí undir nafninu
Mengi-Kjarnholt.“
Jón Þór hefur fengist við
ótrúlegustu hluti í gegnum
tíðina og það er eins og
ekkert sé honum óviðkom-
andi. Hann ætlar sjálfur
að standa vaktina í allt
sumar á hótelinu. „Ég ætla
að búa þarna eins og fínn
maður fram í september,“
segir Jón Þór. „Ég er mjög
spenntur fyrir því,“ segir
hann og glottir. „Ég er svo
mikill sveitamaður í mér.
Mér líður mjög vel þegar
ég er á landsbyggðinni. Ég
er mikið á Ísafirði þar sem
mér líður mjög vel. Einnig
á Snæfellsnesi þaðan sem
ég á ættir að rekja og
mesta áskorunin með þetta
gistiheimili er að vera á
stað sem ég þekki ekki,“
segir Jón Þór. „Ég veit ekki
hvað bæirnir heita í kring
og næsta mál á dagskrá er
að heimsækja þá og kynn-
ast. Hitta alla grænmetis-
bændurna sem ég ætla að
versla við og þess háttar.“
– fyrst og fre
mst
ódýr!
399 kr.pk.
Verð áður 699 kr. pk.
Krónu Gouda ostur sneiddur, 500 g
42%afsláttur
Alltaf til í
eitthvað nýtt
Athafnamaðurinn Jón Þór Þorleifsson tekur að sér ólík
og mörg verkefni á hverju ári. Hann hefur framleitt
auglýsingar, farið með hljómsveitir í tónleikaferðalag á báti,
haldið utan um útgáfu með Mugison, sýnt útlendingum
hvar þeir eiga að borða, haldið utan um tónlistarhátíðina
Aldrei fór ég suður, og í sumar ætlar hann að reka hótel í
Biskupstungunum. Hann er alltaf með mörg járn í eldinum
og dreymir um að fara hringinn í kringum landið í loftbelg.
Jón Þór
Þorleifsson
ætlar að reka
hótel í sumar.
Ljósmynd/Hari.
Frá Kjarnholti. Ljósmyndir/Auður Þórhallsdóttir.
Auðvelt að gleðja útlendinga
Á Mengi-Kjarnholti verður hægt
að fá morgunmat og fyrirfram
pantaða kvöldverði, en Jón ætlar
ekki að hafa opinn veitingastað.
„Gestir hótelsins geta pantað
kvöldverði en það verður ekki
opið fyrir gesti og gangandi,“
segir Jón. „Ég verð þarna með
vinkonu mína með mér og við
verðum á vaktinni allan sólar-
hringinn. Þetta er bara vertíð,“
segir Jón og hann hlakkar greini-
lega mikið til. „Mér finnst gaman
að taka á móti útlendingum og
það er mjög auðvelt að gleðja þá.
Ég hef vanið mig á að sýna þeim
sem mest í nærumhverfinu og
þeim líður miklu betur með það,
í stað þess að koma bara inn á
hótel og vita ekkert hvert þeir
eiga að fara,“ segir Jón Þór. Þú
nýtur þín innan um fólk. „Já það
er óhætt að segja það,“ segir Jón
Þór.
Loftbelgur draumurinn
Jón Þór hefur tekið að sér hin
ótrúlegustu verkefni og það virð-
ist allt henta honum. Hann segir
allar áskoranir vera spennandi.
„Þegar maður er bara að vinna
fyrir sjálfan sig þá gerir maður
bara það sem manni dettur í hug,“
segir Jón Þór. „Ég er með Mengi-
apartments sem fastan pól, en
fyrir utan það getur maður leyft
sér að gera allt milli himins og
jarðar. Ég er alltaf með eitthvað
framundan, einhverja áskorun.
Það eru fullt af hugmyndum sem
ég þarf að framkvæma, margar
það sturlaðar að maður þarf smá
tíma til þess að plana þær,“ segir
Jón Þór og glottir.
„Mig hafði lengi langað að sigla
hringinn í kringum Ísland og ég
var bara það heppinn að vinir mín-
ir, sem eru tónlistarmenn, voru
tilbúnir að fara með mér og Steini
Pjé og félagar í Húna II til i að
sigla með okkur,“ segir Jón sem
hélt utan um verkefnið Áhöfnin á
Húna. „Ég er með aðra hugmynd,
sem ég er búinn að viðra við þau.
Það er að fara hringinn í kringum
landið á loftbelg,“ segir Jón. „Þau
hlógu að mér þegar ég kom með
hugmyndina að Húna, en þau
þora það ekki aftur því þau vita að
ég er til í allt.“
Mengi-Kjarnholt opnaði fyrir
bókanir fyrir tveimur vikum og
það eru strax bókanir að tínast
inn. „Þetta er auðvitað alltaf erf-
iðast fyrsta árið,“ segir Jón. „Svo
við rennum svolítið blint í sjóinn
hvernig þetta verður í sumar. En
miðað við fyrstu viðbrögð hef ég
ekki miklar áhyggjur. Eina sem
ég á eftir er að æfa mig í þýsk-
unni,“ segir Jón Þór Þorleifsson
þúsundþjalasmiður.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Jón Þór Þorleifsson
40 ára.
Helstu verkefni
Rokkstjóri Aldrei fór ég suður.
„Hægri hönd” Mugison.
Verkefnastjóri Jólagesta Björgvins.
Kyningarstjóri Verbúðar 11 Restaurant.
Framleiðandi nokkur hundruð auglýsinga.
Hótelstjóri á Mengi-Kjarnholti.
30 viðtal Helgin 6.-8. febrúar 2015