Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 70
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld tvö ný dansverk í Borgarleikhúsinu undir nafninu Taugar. Frumflutt verða tvö nýstár- leg og óhefðbundin dansverk, Blýkufl eftir Sögu Sigurðardóttur og Liminal eftir Karol Tyminski og eru bæði verkin flutt við frum- samin tónverk. Hallvarður Ásgeirsson tón- listarmaður semur tónlistina fyrir verk Sögu og Valdimar Jóhannsson er með tónlistina í verki Karols. Saga Sigurðardóttir danshöfundur segir æfingarnar hafa gengið vel þó hún sé feimin við að viðurkenna það. „Maður þorir einhvern veginn aldrei að segja það upphátt þegar það gengur vel. Það er búið að vera virkilega gott og gaman að vinna með þessu fólki, hópurinn er góður og gefandi,“ segir Saga. Verk hennar Blýkufl er samið í sameiningu með tónskáldinu Hallvarði Ásgeirssyni og segir hún samvinnu við tónskáld afar mikil- væga fyrir sig sem danshöfund. „Við Hall- varður höfum unnið mikið saman undanfarin þrjú ár og vinnum þetta verk í samfloti,“ segir Saga. „Það er mikilvægt fyrir báða aðila að deila ferlinu og það gerir heildina sterka. Heildin og áhrif hennar eru mér ákaflega mikilvæg í dansverkum, og sviðslistum yfir höfuð,“ segir Saga. Þó nafnið á verkinu hljómi þungt þá segir Saga það ekki endilega vera raunina með verkið sjálft. „Verkið er athöfn til heiðurs ástinni og fjallar um það að fella brynjuna, sem er áskorun fyrir bæði dans- arann sem og alla í lífinu sjálfu,“ segir Saga. Í verkinu Blýkufl eru fimm dansarar sem ekki aðeins dansa, heldur syngja líka ástar- ljóð frá eigin brjósti: „Það er alveg sérstak- ur kraftur sem leysist úr læðingi þegar fólk syngur,“ segir Saga. „Söngur er svo líkam- legur og nátengdur dansinum. Við hlökkum mikið til kvöldsins, þetta er stórmerkilegur dagur fyrir okkur höfundana og Íslenska dansflokkinn,“ segir Saga Sigurðardóttir danshöfundur. Allar nánari upplýsingar um Taugar má finna á vef dansflokksins www.id.is -hf  Dansverk Íslenski Dansflokkurinn Taugar á sviði Borgarleikhússins Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Taugar í kvöld. Ljósmynd/ÍD  Tónleikar sónar reykjavÍk halDin Í þriðja sinn Í næsTu viku þ etta er stærsta hátíðin til þessa. Dagskráin hefur aldrei verið svona fjölbreytt,“ segir Björn Steinbekk, einn skipuleggjenda tón- listarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Sónar Reykjavík verður haldin í þriðja sinn í Hörpu í næstu viku. Há- tíðin stendur yfir í þrjá daga, fimmtu- dag til laugardagskvölds. Alls munu 64 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar troða upp á fimm sviðum. Stærstu nöfnin á hátíðinni eru Skril- lex, Paul Kalkbrenner, SBTRKT, Jamie xx, Todd Terje, Nina Kraviz. Auk þeirra munu þekkt íslensk nöfn eins og Mugison, Samaris, Prins Póló og Sin Fang troða upp. Sónar er haldin í Stokkhólmi um sömu helgi og hátíðin hér. Hátíðin verður svo haldin í Kaupmannahöfn eftir fimm vikur. Björn skipuleggur allar þrjár hátíðarnar. „Það kann að hljóma undarlega en það er ekki mikill munur á að halda eina hátíð eða þrjár. Við erum nefnilega með góðan sam- starfsaðila í Svíþjóð sem hjálpar mikið við skipulagninguna.“ Björn segir að nú sé verið að skoða nýjan stað fyrir Sónar. „Fjórða borgin er í skoðun, ég get ekki sagt meira en að hún er ekki langt frá hinum. Við myndum þá líklega halda þrjár hátíðir um eina helgi eða fjórar á tveimur helgum.“ Sónar Reykjavík rúmar 3.300 manns og hátíðin í Svíþjóð er svipuð að stærð, húsið þar getur tekið 3.500 manns. „En við erum að gera okkur vonir um 7-9000 manns eftir tvö til þrjú ár,“ segir Björn. Óhætt er að segja að Sónar hafi lífgað upp á menningarlífið í Reykjavík á þessum annars rólega árstíma. Björn staðhæfir að þeir erlendu listamenn sem koma fram á hátíðinni myndu ekki koma hingað fyrir þá peninga sem í boði eru, nema ef um Sónar væri að ræða. „Það er ákveðinn gæðastimp- ill. Svo hefur starfsfólk hátíðarinnar tryggt að hún hefur spurst vel út. Hér er alltaf borgað, það er hár staðall á framleiðslunni og enginn hefur farið fúll heim. Þú ert nefnilega aldrei betri en síðasta gigg sem maður gerir í þessum bransa.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Skoða fjórðu borgina fyrir Sónar Hljómsveitin Samaris er ein þeirra íslensku sveita sem troða upp á Sónar Reykjavík. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík verður haldin í Hörpu í þriðja sinn í næstu viku. Fjölmargir útlendingar koma hingað á tíma sem annars væri rólegur í tónlistarlífinu. Hátíðin er haldin samtímis í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn eftir fimm vikur. Björn Steinbekk og félagar eru nú að skoða fjórðu borgina fyrir Sónar. Björn Steinbekk er einn skipuleggjenda Sónar Reykjavík sem nú verður haldin í þriðja sinn. Fæst í öllum apótekum – Hagkaup – Fjarðarkaup – Heimkaup – Heilsuver – Heilsulausn.is Óskabörn þjóðar- innar í Of Monsters And Men eru að leggja lokahönd á aðra breiðskífu sína, sem mun fylgja eftir met- söluplötunni My Head Is A Animal. Sveitin hefur dvalið í Los Angeles við upptökur á nýju plötunni sem talið er að komi út í vor. Sveitin er strax búin að bóka sig á nokkrar hátíðir í sumar og verður hún á faraldsfæti í ár. Meðal staða sem hljómsveitin heimsækir í sumar eru Sasquatch hátíðin í Banda- ríkjunum, þar sem Robert Plant og Lana Del Rey koma fram meðal annarra, Best kept secret hátíðin í Hol- landi og Fuji Rock Festival í Japan, þar sem þau munu deila sviðinu með Foo Fighters og Muse. Erfingjastofa á RÚV? Á Facebook síðu Gerðar Kristnýjar rithöfundar sköp- uðust heitar umræður um dönsku þættina Erfingjana, sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum. Þar voru m.a Guðfinnur Sigurvinsson, fyrrverandi fréttamaður, Sóley Tómasdóttir borgar- fulltrúi og fleiri sem töldu nauðsynlegt að RÚV hefði á dagskrá umræðuþátt eftir hvern Erfingjaþátt til þess að greina dramatíkina og fjölskylduflækjurnar sem eiga sér stað í þáttunum, svokallaða Erfingjastofu. Gerði fannst þetta jafn nauðsynlegt og að hafa HM stofu eða umræðuþætti fyrir og eftir alla kappleiki sem spilaðir eru. Miðað við áhorf á Erfingjana er þetta kannski ekki svo vitlaus hugmynd. Erfingjarnir sópuðu að sér verðlaunum á Dönsku sjónvarps- og kvikmyndahá- tíðinni sem haldin var nýlega. Alþjóðlegar óperustjörnur á Listahátíð Óperan Peter Grimes, eftir enska tónskáldið Benjamin Britten, verður frumflutt á Íslandi 22. maí næstkomandi á 29. Listahátíð í Reykjavík. Um er ræða umfangs- mikla tónleikaupp- færslu í Eldborg sem er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík. Tvær erlendar stórstjörnur úr heimi óperunnar syngja aðal- hlutverkin, Stuart Skelton, sem var valinn Söngvari ársins á International Opera Awards á síðasta ári, er í titilhlutverkinu og Susan Gritton í hlutverki Ellen Orford, en hún hefur meðal annars sungið hlutverkið á Scala. Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með hlutverk Balstrode, í sínu fyrsta óperuhlutverki í Hörpu. Daníel Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Lóa sýnir á Seltjarnarnesi Lóa Hjálmtýsdóttir söng- kona FM Belfast sýnir í nýjum myndlistar- og sýningarsal á Seltjarnar- nesi sem verður formlega opnaður á Safnanótt í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 19. Salurinn er á 2. hæð á Eið- istorgi við hlið Bókasafns Seltjarnarness. Á sýning- unni kynnir Lóa sjöunda meðlim hljómsveitarinnar FM. Hann varð til á tón- leikaferðalagi sveitarinnar um Evrópu í fyrrasumar. Með í för voru allskyns skrautborðar og glys sem áttu að bæta óreiðu og litum við tónleika sveitar- innar. Hægt og rólega fór skrautið að taka á sig mynd marglitaðs Haugs, eða glimmer skrýmslis. Á hverju kvöldi bættist við nýtt skraut, meiri sviti og fleiri bjórdropar. Nú hefur Lóa endurvakið Hauginn í Gallerí Gróttu. Of Monsters And Men vakna til lífsins 70 dægurmál Helgin 6.-8. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.