Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 34
leikur einn að skrifa tóma vitleysu nafnlaust út í loftið. Matvælaumbúðir eru á síðast talda svæðinu; þær eru virkar í athugasemdum um eigið ágæti. Þær eru á kjör- lendi lyganna. Það er enn fólk við kassann í stórmörkuðum en ekki reyna að tala við það um vöruna sem það skannar inn verðið af. Það hefur ekkert að segja um vöruframboðið og ef það ber umkvartanir ykkar til næsta yfirboðara er næsta víst að það fái bágt fyrir. Stórmarkaðir eru ekki bara kaldir gagnvart viðskiptavinunum heldur eru þeir annálaðir fyrir að fara illa með starfsfólk; borga því lág laun og brjóta á því rétt. Það er önnur synd stórmark- aðarins. Þriðja syndin liggur í því hvernig stórmarkaðurinn aðlagar matvælaframleiðsluna að lager og hilluplássi sínu. Hann vill allan mat í umbúðir, vill að allur matur sé eins alla daga og allt árið, vill að allur matur endist óskemmdur á leiðinni til sín, á lagernum og hillunum og hann vill að allur matur sé vinsæll og keyptur af sem flestum, sé við almannasmekk. Þetta leiðir til þess að maturinn í stór- mörkuðunum er síður ferskur, frekar rotv- arinn, ekki árstíðarbundinn, ekki fágætur og sjaldan mjög fagur eða góður – einhvers staðar á bilinu ekki vondur og að því að vera heldur ekki ýkja góður. Sem er grátlegt. Við borðum þrisvar á dag og sú neysla er veigamesta tenging okkar við náttúruna. Við hittum náttúruna í matnum; kynnumst fegurð hennar og fjölbreytileika, mikilleik og viðkvæmni og hvernig hún er aldrei söm en síbreytileg eftir árstíðum, gróðurfari og landgæðum. En stórmarkaðurinn bregður stóris fyrir náttúruna og í stað þess sjáum við alltaf sömu glansmyndina á umbúð- unum; ímyndaðan heim með stöðluðum lágmarksgæðum þar sem ekkert er ónýtt en ekkert er heldur verulega gott. Hálfur kílómetri af matarmarkaði Frá rótum rue Lepic upp að horninu þar sem rue des Abbesses endar og síðan niður þá götu að horninu við rue Ravignan eru um 450 metrar. Á þessum spotta eru matbúðir þéttast saman í hverfinu okkar. Og þannig hefur það verið svo lengi sem elstu menn muna og lengur en það, þetta er hjartað í okkar litla hverfi. Til að gefa samanburð þá er þessi spotti álíka langur og frá Bernhöftstorfunni að Sandholtsbak- aríi við Laugaveginn miðjan. Við þessar götur eru fimm grænmetissalar, fimm bakarí, þrír slátrarar, tveir ostasalar, tvær vínbúðir, tvær blómabúðir, einn fisksali, kökubakari, sultusali, kaffi- og kryddbúð, grísk sælkerabúð, önnur ítölsk og tvær kínverskar, búðir sem sérhæfa sig í vörum frá til- teknum héröðum í Frakklandi, fólk sem selur grillaða kjúklinga, paté, pulsur og allskyns kjötvörur, heilsubúð og önnur með lífrænum matvælum og svona mætti lengur telja. Auk þessa eru á spottanum mörg kaffi- hús, restaurantar, brasseríur og bistró. Þarna er í raun opinn matarmarkaður alla daga frá morgni til kvölds fyrir hverfisbúa og gesti. Við erum heppin að búa nánast ofan í slíkum vellyst- ingum. Það er ekki allsstaðar í París hægt að ganga að svona úrvali en þessar götur eru þó fjarri því eins- dæmi. Við þurfum til dæmis ekki að ganga nema 600 metra í austur og suður frá húsinu okkar að rue des Martyrs þar sem rue Victor Massé sker götuna til að komast á engu lakari matarslóðir 400 metra niður eftir rue des Martyrs að Notre Dame de Lorette-kirkjunni. Þar eru margar búðir sem ég myndi gjarnan vilja fá í hverfið mitt; til dæmis fallegasta bakarí sem ég hef séð og ótrúlega sjarmerandi lítil skonsa með mat frá Alsace. Fólk sem þekkir vöruna Einkenni þessara búða er að þar starfa miklir sér- fræðingar, hver á þröngu sviði sinnar búðar. Þetta er næstum án undantekninga fólk komið vel á miðjan aldur, reynslumikið fólk sem sækir stolt sitt í að sinna vinnunni af ástríðu. Þetta eru engar kassadömur – með fullri virðingu fyrir því fólki sem vinnur erfiða, leiðinlega og illa borgaða vinnu í stórmörkuðum. Í búðunum er fæst af matnum í um- búðum. Hann liggur á borðum eins og Guð skapaði hann eða eins og kom út úr ofninum, upp úr kerinu eða ofan af bitanum. Vörumerki hafa litla merkingu, en uppruni, verkun, aldur og saga mikla þýðingu. Þú ert eiginlega lélegur kúnni ef þú berð ekki eitthvert skynbragð á þetta. Búðirnar gera ráð fyrir að kúnn- inn viti hvað hann langar í – öfugt við stórmarkaðinn sem freistar fólks með einhverju sem það vanhagar ekkert um. Og á sama hátt og afgreiðslufólkið þekkir viðskiptavinina þá þekkir kaup- maðurinn sína birgja hvort sem það eru bændur, smáframleiðendur eða heild- salar. Frá bóndanum í gegnum heild- salann og kaupmanninn liggur því keðja hefðbundins mannlegs trausts byggt á augntilliti og handabandi; sama keðja og heldur saman mannfélaginu. Síðustu áratugi hefur komið á daginn að við eigum ekki að reyna að komast framhjá þessum grunnstoðum mann- legra samskipta. Bankarnir reyndu það með því að láta tölvur reikna út áhættu í stað þess að treysta á reynslu útibússtjór- ans af sínum viðskiptamönnum og fóru langt með að tortíma efnahagslífi heims- ins. Stórmarkaðarnir hafa farið framhjá þessari keðju í fjörutíu ár og með því umturnað matnum okkar og gerbreytt hvernig og hvað við borðum og til lítils góðs. Og um leið iðnvætt landbúnaðinn, sem núorðið einkennist af níðingsskap gagnvart landinu og dýrum og lygum og blekkingum gagnvart neytendum. Þegar við göngum milli búðanna við rue Lepic og rue des Abbesses finnum fyrir þakklæti fyrir að hafa sloppið út úr þessari veröld. Það gætir árstíða við þessar götur. Nú er góður tími fyrir ostrur, blóðappels- ínurnar eru komnar með fyrirheit um vor en annars er vetrarlegt; smjörið hefur misst sumarið, rótarávext- irnir fylla hillur og mann langar helst í graskerssúpu og hægeldað naut með gulrótum. Ég bað slátrarann um hentugan bita í svoleiðis pott og spurði hvort hann ætti nokkuð kjötsoð til að styrkja sósuna. Nei, sagði hann og gretti sig eins og það væri bölvað tildur. Tók svo upp tvö bita af leggjarbeini með merg og spurði hvort þeir myndi ekki duga. Og auðvitað gerðu þeir það. Sósan var mergjuð; full af því sem fólk lærði fyrir öldum og árhundruðum að dygði okkur best á kald- asta og myrkasta hluta ársins. Ostru- og skelfisksalinn við brasseríuna La Mascotte við rue des Abbesses er undarlega líkur Agli Ólafssyni, söngvara og leikara. Báðir eru þeir fagmenn fram í fingurgóma. Ljósmynd/gse Þegar við göngum milli búð- anna við rue Lepic og rue des Abbes- ses finnum fyrir þakk- læti fyrir að hafa sloppið út úr þessari veröld. Það gætir árstíða við þessar götur. Kemur næst út 20. febrúar Nánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, gigja@frettatiminn.is, í síma 531-3312. 34 matartíminn Helgin 6.-8. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.