Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 10
Ég trúi ekki á inngrip í fæðingu, náttúran gerir ekki mörg mis- tök. wurth@wurth.is Würth á Íslandi S: 530-2000 Vesturhrauni 5 Bíldshöfða 16 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 Akureyri S: 461-4800 Garðabæ I na May Gaskin fæddist í Iowa í Bandaríkjunum árið 1940. Hún þekkti ekki orðið ljósmóðir fyrr en hún var orðinn unglingur, en heillaðist af orðinu og vildi kynnast því betur. Þegar Ina May var 16 ára las hún bókina Childbirth without fear, sem hafði mikil áhrif á hana og hefur hún barist fyrir því að mann- réttindi kvenna séu virt í fæðingum. Ljósmæður hafa gengið í gegnum ýmislegt „Ljósmæður voru ekki metnar mikils hér áður fyrr, það hvarflaði til dæmis ekki að læknum á fyrri hluta 20. aldar að þeir gætu lært af ljósmæðrum, eina sem þeir hugsuðu var hvernig hægt væri að losa sig við þær. Margar ljós- mæður voru innflytjendur og hlutu því ljótan stimpil og því var áróðri beint gegn þeim,“ segir Ina May. Eftir seinni heimstyrjöldina varð hins veg- ar sprengja í barneignum og því varð skortur á fæðingarlæknum. Ljósmæð- ur urðu því ómissandi og þær komu aftur inn á spítalana og sérstök fæð- ingarheimili voru stofnuð sem nutu mikilla vinsælda. Bókmenntafræðingur og ljós- móðir Ina May er með mastersgráðu í enskum bókmenntum og rifjar upp að þegar hún var í námi bjóst hún ekki við því að enda með að helga líf sitt fæðingum og ljósmæðrum. „Ég vissi að ég myndi aldrei fara út í skáldskaparskrif eða semja ljóð, en menntunin nýttist mér svo sannar- lega við að koma rannsóknum mínum um ljósmæður og fæðingar á fram- færi.“ Hún hefur því náð að tengja menntunina við störf sín og hefur gefið út fjórar bækur um fæðingar og ljósmæður. Fyrsta bókin hennar, Spiritual Midwifery, var tímamóta- verk sem margar barnshafandi konur sækja innblástur í. Meðal þess sem Ina May tók sér fyrir hendur á sínum yngri árum voru friðargæslustörf í suðaustur- Asíu. Þar varð hún ólétt að sínu fyrsta barni og sneri því aftur til Bandaríkj- anna. „Ég var hálfnuð á meðgöng- unni þegar ég fór til fæðingarlæknis. Hann sagði mér að ég hefði þyngst of mikið, en ég hafði bætt á mig sex kílóum. Hann setti mig því á sérstakt fæði þar sem ég mátti einungis borða 1200 kaloríur á dag. Ég var því í raun að svelta mig,“ segir Ina May, en með- gangan og fæðingin sjálf minnir hana helst á martröð sem hana langar ekki að endurtaka. „Besta ráðið sem ég fékk á meðgöngunni var eflaust frá mömmu minni sem sagði mér að ég ætti ekki að vera hrædd við fæðingar. Þetta er því það sem ég hef unnið að markvisst síðan, að minnka ótta þeg- ar kemur að fæðingum.“ Hægt að draga út ótta kvenna við fæðingar Ina May segir að það þurfi alls engar flóknar aðferðir til að draga úr ótta kvenna þegar kemur að fæðingum. „Einfaldir hlutir eins og að sýna verðandi móður umburðarlyndi og kærleika geta skipt sköpum. Með aukinni tækni þar sem nóg er að lesa á tölur af skjá gleymist oft mannlegi þátturinn. Við þurfum að passa okkur á tækninni.“ Ina May segir að andlegi þátturinn skipti ekki síður máli en hinn líkamlegi þegar kemur að fæðingum. „Hver fæðing er þó einstök og það er hlutverk ljósmóðurinnar að átta sig á aðstæðum hverju sinni og hvers konar aðferð er best að beita í hverri fæðingu fyrir sig, sem dæmi má nefna að stundum virkar að beita húmor og stundum ekki. Traust er hins vegar lykillinn að farsælli fæðingu.“ Tengsl við dýraríkið Í rannsóknum sínum hefur Ina May horft til dýraríkisins og móður nátt- úru. „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af dýrum. Þegar ég var 9 ára eyddi ég sumrinu hjá frænku minni sem er bóndi, en ég varð þó ekki vitni af neinni fæðingu, eins og mig lang- aði, en á þessum tíma var líka mjög erfitt að verða sér úti um myndefni af fæðingum, fræðslan var sama sem engin.“ Þegar Ina May hjálpar konum að takast á við ótta tengdan fæðingum hefur hún gripið til þess ráðs að láta verðandi mæður horfa á fæðingar- myndbönd af dýrum. „Það hjálpar að sjá hve náttúruleg fæðing er. Við mennirnir erum eina spendýrið sem tengir ótta við fæðingar. Það hjálpar einnig að heyra jákvæðar fæðingar- sögur, við eigum að einbeita okkur að því jákvæða og útiloka það neikvæða.“ Hugmyndafræðin sem Ina May hefur þróað hefur vakið athygli um víðs vegar í heiminum og er hún Hættum að tengja ótta við fæðingar Ina May Gaskin, ein þekktasta ljósmóðir Bandaríkjanna, er stödd hér á landi og heldur erindi í dag, föstudag, á Hótel Sögu í Reykjavík. Ina May er hvetjandi og eflandi fyrir fæðandi konur og er talskona fæðinga án truflunar, auk þess sem hún talar fyrir valdeflingu kvenna í fæðingum. Hún er einna þekktust fyrir umfjöllun sína um hvernig okkur ber að forðast ótta þegar kemur að fæðingum. líklega þekktust fyrir svokallaða „Gaskin aðferð.“ Þegar hún ferðað- ist til Gvatemala um miðjan 8. ára- tuginn lærði hún náttúrulega aðferð við sitjandi fæðingar án þess að skaða móður eða barn. Aðferðin felst í því að krjúpa á hnjám og olnbogum og við það breytist staða barnsins og fæðingin verður auðveldari. „Ef við horfum aftur til dýraríkisins þá er það í eðli okkar að fæða með þessum hætti. Við mannfólkið erum í raun að vinna gegn þyngdaraflinu með því að leggjast á bakið og glenna fæturnar í sundur og upp í loft. Við mættum því oftar líta til móður náttúru og dýra- ríkisins.“ „Náttúran gerir ekki mörg mistök“ Ina May rekur ljósmæðra- og fæðing- arheimilið Farm Midwifery Center í Tennessee þar sem lögð er áhersla á heimilislegt andrúmsloft og náttúru- lega fæðingar. „Ég trúi ekki á inngrip í fæðingu, náttúran gerir ekki mörg mistök. Þegar við byrjuðum með fæð- ingarheimilið fæddust 186 börn áður en við þurftum að grípa til fyrsta keis- araskurðarins.“ Heimilið er þekkt fyrir lága tíðni inngripa og lága keis- aratíðni þrátt fyrir margar sitjandi- og tvíburafæðingar. Keisaratíðnin er einungis 2%, samanborið við 15% á Ís- landi. Heimilið hefur mjög gott orð á sér, en sem dæmi má nefna að síðasta fæðing sem Ina May var viðstödd var hjá hjónum sem höfðu ferðast alla leið frá Jakarta á Indónesíu til að eignast barnið sitt á heimilinu. Heimafæðingar Fæðingar sem eiga sér stað á Farm Midwifery Center flokkast ekki sem heimafæðingar en komast ansi ná- lægt því. „Við þurfum bæði heima- fæðingar og fæðingar á spítölum. Í heimafæðingunum er hlutverk ljósmóðurinnar ef til vill persónu- legra en á sjúkrahúsum er meiri áhersla lögð á tæknina og hver ljós- móðir ber ábyrgð á fleiri mæðrum. Heimafæðingar eru mjög mikil- vægar, sérstaklega í ljósi þess að stundum gefst ekki tími til að rjúka á spítalann,“ segir Ina May, en hún fagnar nýjum niðurstöðum um heimafæðingar á Íslandi. Hlutfall heimafæðinga á Íslandi er 2,2%, sem er sú hæsta á Norðurlöndunum. Auk þess sýna nýjar niðurstöður Berglindar Hálfdánardóttur ljós- móður að heimafæðingar eru ekki áhættusamari en fæðingar á sjúkra- húsum. „Ég vona að þegar ég kem næst til Íslands verði hlutfallið orðið ennþá hærra,“ segir Ina May. Leggur land undir fót Ina May verður alls með þrjú erindi á meðan hún dvelur á Íslandi, tvö í Reykjavík og eitt á Akureyri. Hún leggur áherslu á að erindi sitt verði í spjallformi og hún hlakkar til að heyra íslenskar fæðingarsögur. Út- gangspunktar í spjalli hennar hér á Íslandi verða hvernig við getum við- haldið eðlilegum fæðingum og dreg- ið úr ótta kvenna við fæðingar. Það er ekki hægt að ræða við ljósmóður án þess að minnast á það að orðið hafi verið valið það fegursta í kosningu sem hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV stóðu að fyrir tveimur árum. Ina May þekkir íslenska orðið vel, enda áhugamanneskja um tungu- mál, og er mjög hrifin af því. „Það er góðs viti að Íslendingar tengi fegurð við orðið ljósmóðir, það sýnir að þetta er gefandi og ábyrgðarmikið starf.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is „Ina May Gaskin heldur þrjú erindi hér á landi um helgina þar sem hún fjallar um valdeflingu kvenna í fæðingum.“ Ljósmynd/ Hari Fæðingarheimilið sem Ina May rekur í Tennessee er þekkt fyrir lága tíðni inngripa og lága keisaratíðni þrátt fyrir margar sitjandi og tvíburafæðingar. Keisaratíðnin er einungis 2%, samanborið við 15% á Íslandi. Ljósmynd / Getty Images 10 fréttaviðtal Helgin 6.-8. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.