Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 6
 Vandað 5 svæðaskipt pokagormakerfi. Minni hreyfing betri aðlögun. Steyptar kantstyrkingar. Hægt að endasnúa. Þykkt 30 cm. Slitsterkt og mjúkt bómullaráklæði. Val um fleiri en eina gerð af botni. Val um nokkrar gerðir af löppum. HEILSURÚMIÐ NÚ Á ÚTSÖLUVE RÐI! REYNIR heilsurúm Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opi› virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is 30% AFSLÁTTUR Reynir heilsurúm með Classic botni STÆRÐ FULLT VERÐ ÚTSÖLUVERÐ 120x200 119.900 kr. 83.930 kr. 140x200 139.900 kr. 97.930 kr. 160x200 169.900 kr. 118.930 kr. 180x200 190.900 kr. 133.630 kr. Aukahlutir á mynd: Gafl og ferkantaðar állappir. ÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR! REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR Góð svampdýna Breidd: 200 cm Dýpt: 120 cm Lingen svefnsófi Kr. 89.925 Fullt verð 119.900 25% AFSLÁTTUR LINGEN Grátt slitsterkt áklæði. Þ að var stór hópur mennta-vísindamanna sem hafði áhuga á að skoða starfshætti í grunnskólum frá A til Ö sem tók sig saman árið 2009 og gerði þess rannsókn,“ segir Gerður G. Óskars- dóttir, verkefnisstjóri og ritstjóri bókarinnar „Starfshættir í grunn- skólum við upphaf 21. aldar“ þar sem kemur meðal annars fram að mesta ánægjan meðal nemenda og kennara er í svokölluðum teymis- kennsluskólum. Rannsóknin tók til tuttugu skóla víðsvegar um landið og er sú umfangsmesta á skólastarfi sem gerð hefur verið hér á landi. Meira um val og sjálfstæði Í niðurstöðum kemur fram að bein kennsla er enn algengasta kennslu- aðferðin en skólar sem nota nýjar aðferðir, svonefnda teymiskennslu, skera sig úr hvað varðar viðhorf nemenda og kennara til náms og kennslu. „Við flokkuðum alla tutt- ugu skólana í teymiskennsluskóla, bekkjarkennsluskóla og svo blöndu af þessu tvennu, segir Gerður en teymiskennsluskólar eru skólar þar sem ekki er stuðst við þá aðferð að einn kennari standi framan við hóp af börnum. Í teymiskennsluskólum vinna fleiri en einn bekkur í sama rými undir handleiðslu nokkurra kennara. „Námið í þessum skólum er meira miðað við stöðu og áhugasvið hvers og eins og það eru ekki allir nem- endur að gera það sama á sama tíma,“ segir Gerður. „Í svona stofu þá sérðu marga hópa að störfum, einhverja við hringborð, aðrir við langborð og sumir í heimakrók á meðan aðrir eru að vinna sjálfstætt. Nemendur í þessum skólum hafa meira val um viðfangsefni, læra að vinna sjálfstætt og að vinna þar sem þeir eru staddir í stað þess að kennarinn standi framan við bekk- inn og kenni öllum það sama. Þessir skólar skera sig úr að mörgu leyti. Þar er meiri ánægja með starfs- anda og samvinnu og það eru fleiri merki um einstaklingsmiðað nám. Við finnum líka mikinn mun á við- horfum kennara. Þeir eru ánægðari með starfsandann og stjórnunina og eru frekar að prófa sig áfram með nýjungar og komnir lengra í þeirri þróun en aðrir.“ Ætti að virkja hvetjandi á skólastarf Gerður segir rannsóknina hugs- aða sem leiðarljós í þróunarstarfi fyrir kennara, stjórnendur og aðra stefnumótandi aðila, og ekki síð- ur kennaranema og fræðimenn í menntavísindum. „Við vonum að þetta verði gagnlegar niðurstöður fyrir þróunarstarf skólanna sjálfra og að sveitarfélög geti nýtt sér þær fyrir sína skóla. Þessar jákvæðu nið- urstöður teymiskennslunnar ættu að virka hvetjandi á alla sem koma að skólastarfi.“ Í dag, föstudaginn 6. febrúar klukkan14, verður efnt til ráðstefnu í Ingunnarskóla í Reykjavík um rannsóknina þar sem fjallað verður um helstu niðurstöður. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Rannsókn Umfangsmesta Rannsókn á skólastaRfi héRlendis Svokallaðir teymiskennsluskólar eru skólar þar sem ekki er stuðst við þá aðferð að einn kennari standi framan við hóp af börnum. Í teymiskennsluskólum vinna fleiri en einn bekkur í sama rými undir handleiðslu nokkurra kennara og börnin hafa meira val en í beinni kennslu. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á skólastarfi hér á landi, kemur fram að mesta ánægjan meðal nemenda og kennara er þar sem nýrri kennsluaðferðir eru við lýði. Í teymiskennsluskólum miðast námið við stöðu og áhugasvið hvers og eins. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Mesta ánægjan í teymiskennsluskólum Niðurstöður Íslensku ánægju- vogarinnar 2014 voru kynntar í gær og var það í sextánda sinn sem ánægja viðksiptavina var mæld og verðlaun veitt fyrir. Ís- lenska ánægjuvogin er félag í eigu Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup og sér Capacent Gallup um framkvæmd mælinga. Markmið félagsins er að stuðla að samræmdum mælingum á ánægju viðskiptavina milli atvinnugreina og fyrirtækja og er áhersla lögð á staðlaðar spurningar þvert á markaði. Íslenska ánægjuvogin samanstendur af 11 spurningum en auk ánægjuvogarþáttarins eru mældir þættir sem tengjast ímynd fyrirtækisins, væntingum við- skiptavina og mati þeirra á gæð- um, verðmæti vöru og þjónustu og tryggð. Í ár var afhent viðurkenning í þremur flokkum; tryggingamark- aði þar sem TM fékk viðurkenn- ingu með 71,3 stig af 100 mögu- legum, farsímamarkaði þar sem Nova var með marktækt hæstu einkunnina, 73,6 stig og í raforku- sölumarkaði þar sem HS orka var með marktækt hæstu einkunn eða 62 stig. Á þeim mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti voru efstu fyrirtækjum ekki veittar viðurkenningar en hins vegar var fulltrúum þessara fyrirtækja veittur blómvöndur í viðurkenn- ingarskyni. -hh  atvinnUlíf íslenska ánægjUvogin veitt í sextánda sinn TM, Nova og HS hlutu viðurkenningu Verðlaunahafar Ánægju- vogarinnar 2014. Að þessu sinni voru TM, Nova og HS orka verðlaunuð. 6 fréttir Helgin 6.-8. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.