Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 56
56 matur & vín Helgin 6.-8. febrúar 2015 Manhattan 45 ml cocchi rauður vermút 45 ml Bulleit Rye 1 barskeið Maraschino 2 döss Angostura bitter „Manhattan var fyrst gerður upp úr 1870 og hann er einn þeirra kokteila sem heita eftir borgar- hlutunum fimm í New York. Í upprunalegu uppskriftinni er notast við 2 hluta Rye-viskí á móti 1 hlut af rauðum vermút en ég geri hér mína útgáfu af Man- hattan. Mér finnst best að hafa þetta í jöfnum hlutföllum. Ég nota Marachino líkjör en í uppruna- legu uppskriftinni er Maraschino cherry. Svo nota ég olíuna úr berkinum á appelsínunni. Lyktin af appelsínunni spilar líka inn í þetta. Þetta er drykkur sem mér finnst að barþjónar eigi að kunna að gera vel.“ Tipperary 45 ml Bushmills Black Bush 30 ml Antica formula 15 ml Grænn Chartreuse 2 döss Angustura bitter „Ég fékk þennan kokteil á Attaboy í New York, sem er alveg geggjað- ur staður. Ég varð fyrir hughrifum en mundi ekkert eftir kokteilnum fyrr en löngu seinna þegar ég sá myndband af einhverjum gaur að gera hann. Tipperary er frá því í byrjun tuttugustu aldarinnar og í honum er notað írskt viskí sem er þríeimað og mun mildara en það skoska. Þessi vermút er töluvert öflugri en sá sem við notuðum í Manhattan-inn. Og svo er þarna grænt Chartreuse sem margir muna eflaust eftir, það er með 130 tegundir af kryddjurtum og er eitt af fáu sterku áfengi sem eldist vel í flöskunni.“ Þrjár kynslóðir af kokteilum Þegar kemur að kokteilum kemst enginn með tærnar þar sem Ási á Slippbarnum hefur hælana. Ási hefur um árabil unnið á börum hér á landi og í Kaupmannahöfn og getur bæði reitt fram sígilda kokteila sem og það nýjasta nýtt. Við fengum hann til að sökkva sér í sagnfræðirannsóknir og grafa upp einn sígildan kokteil, nútíma útgáfu af honum og svo býr hann til eigin útgáfu af nútímaútgáfunni. Valið á kokteilunum að þessu sinni mótast af því að Ási er að undirbúa Reykjavík Bar Summit sem haldið verður síðar í mánuðinum en þá koma hingað barþjónar af þekktustu börum í heimi. Ljósmyndir/Hari LAGERSALA Allt að 80% afsláttur Fann fljótlega mun á meltingunni Bio-Kult Original er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.isÉ g veit það af reynslunni að mjög margir þjást af melt-ingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég prófað margar tegundir af mjólk- ursýrugerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir henta mér best,“ segir Margrét. Áður fyrr var Margrét mjög við- kvæm fyrir ýmsum fæðutegundum og fann oft til óþæginda eftir mál- tíðir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. Eftir að ég byrjaði að taka Bio-Kult gerl- ana inn hef ég fundið mestan mun á líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög viðkvæm í þeim áður. Ég tek inn fjögur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka auka- lega. Ég er sérlega ánægð með Bio- Kult gerlana því að þeir hafa hjálp- að mér og meltingin hefur lagast til mikilla muna.“ Margrét Kaldalóns hefur tekið Bio-Kult gerlana inn í nokkra mánuði og fann fljótlega mjög mikinn mun á meltingunni. Hún hefur starfað í heilsugeiranum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla. Bio-Kult Original er einstök og öflug blanda af 14 mismunandi vinveittum gerlum sem geta komið sér fyrir í þörmum meltingarvegar og hafa einstaklega góð áhrif á meltinguna. Ekki þarf að geyma hylkin í kæli. Þau er óhætt að nota að staðaldri og henta vel fyrir fólk með mjólkur- og soya óþol. Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir máltíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio- Kult Original hylkin.  Barþjónakeppni Barþjónar leika listir sínar um helgina Blaut helgi í Reykjavík Hin árlega Reykjavík Cocktail Weekend fer fram um helgina. Hátíðin, sem Barþjónaklúbbur Ís- lands stendur fyrir í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði borgarinnar, hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudaginn með úr- slitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kok- teilgerð í Gamla bíói. Það var árið 1963 sem að Bar- þjónaklúbbur Íslands var stofnaður en árið á eftir hóf klúbburinn að etja saman barþjónum landsins í kokteilgerð og hefur vinningshafi ávallt hlotið nafnbótina Íslands- meistari barþjóna og keppt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna. A l l ir helstu umboðsaðilar áfengra drykkja verða með kynn- ingu á sínum vörum á meðan á keppni stendur og von er á góðri stemningu í kringum viðburð- ina. Samstarfsaðilar Reykjavík Cocktail Weekend munu bjóða upp á sérstakan kokteilseðil sem sam- anstendur af 5 kokteilum á tilboðs- verði dagana 4.-8. febrúar til klukk- an 23 öll kvöldin og því um að gera að taka göngutúr um miðbæinn og skilja bílinn eftir því fjöldi góðra drykkja verður á boðstólum. Einnig býður Barþjónaklúbbur- inn upp á svokallað „Master Class“ á Center Hotel Plaza á morgun, laugardaginn 7. febrúar, milli klukkan 14 og 19, en þar býðst gestum að smakka nokkrar teg- undir af viskíi, koníaki og rommi ásamt því að njóta fróðleiks frá þeim sem best til þekkja frá hverju umboði fyrir sig. Fyrirlestrar verða í boði á þess- um tíma og mun fjölbreytileikinn ráða þar ríkjum, þar sem að erlend- ir gestafyrirlesarar koma og fræða um vínheiminn. Allar nánari upplýsingar um há- tíðina má finna undir Reykjavik Cocktail Weekend á Facebook. -hf Barþjónar borgarinnar verða í sviðsljósinu um helgina. Ljósmynd/veitingageirinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.