Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Side 56

Fréttatíminn - 06.02.2015, Side 56
56 matur & vín Helgin 6.-8. febrúar 2015 Manhattan 45 ml cocchi rauður vermút 45 ml Bulleit Rye 1 barskeið Maraschino 2 döss Angostura bitter „Manhattan var fyrst gerður upp úr 1870 og hann er einn þeirra kokteila sem heita eftir borgar- hlutunum fimm í New York. Í upprunalegu uppskriftinni er notast við 2 hluta Rye-viskí á móti 1 hlut af rauðum vermút en ég geri hér mína útgáfu af Man- hattan. Mér finnst best að hafa þetta í jöfnum hlutföllum. Ég nota Marachino líkjör en í uppruna- legu uppskriftinni er Maraschino cherry. Svo nota ég olíuna úr berkinum á appelsínunni. Lyktin af appelsínunni spilar líka inn í þetta. Þetta er drykkur sem mér finnst að barþjónar eigi að kunna að gera vel.“ Tipperary 45 ml Bushmills Black Bush 30 ml Antica formula 15 ml Grænn Chartreuse 2 döss Angustura bitter „Ég fékk þennan kokteil á Attaboy í New York, sem er alveg geggjað- ur staður. Ég varð fyrir hughrifum en mundi ekkert eftir kokteilnum fyrr en löngu seinna þegar ég sá myndband af einhverjum gaur að gera hann. Tipperary er frá því í byrjun tuttugustu aldarinnar og í honum er notað írskt viskí sem er þríeimað og mun mildara en það skoska. Þessi vermút er töluvert öflugri en sá sem við notuðum í Manhattan-inn. Og svo er þarna grænt Chartreuse sem margir muna eflaust eftir, það er með 130 tegundir af kryddjurtum og er eitt af fáu sterku áfengi sem eldist vel í flöskunni.“ Þrjár kynslóðir af kokteilum Þegar kemur að kokteilum kemst enginn með tærnar þar sem Ási á Slippbarnum hefur hælana. Ási hefur um árabil unnið á börum hér á landi og í Kaupmannahöfn og getur bæði reitt fram sígilda kokteila sem og það nýjasta nýtt. Við fengum hann til að sökkva sér í sagnfræðirannsóknir og grafa upp einn sígildan kokteil, nútíma útgáfu af honum og svo býr hann til eigin útgáfu af nútímaútgáfunni. Valið á kokteilunum að þessu sinni mótast af því að Ási er að undirbúa Reykjavík Bar Summit sem haldið verður síðar í mánuðinum en þá koma hingað barþjónar af þekktustu börum í heimi. Ljósmyndir/Hari LAGERSALA Allt að 80% afsláttur Fann fljótlega mun á meltingunni Bio-Kult Original er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.isÉ g veit það af reynslunni að mjög margir þjást af melt-ingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég prófað margar tegundir af mjólk- ursýrugerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir henta mér best,“ segir Margrét. Áður fyrr var Margrét mjög við- kvæm fyrir ýmsum fæðutegundum og fann oft til óþæginda eftir mál- tíðir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. Eftir að ég byrjaði að taka Bio-Kult gerl- ana inn hef ég fundið mestan mun á líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög viðkvæm í þeim áður. Ég tek inn fjögur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka auka- lega. Ég er sérlega ánægð með Bio- Kult gerlana því að þeir hafa hjálp- að mér og meltingin hefur lagast til mikilla muna.“ Margrét Kaldalóns hefur tekið Bio-Kult gerlana inn í nokkra mánuði og fann fljótlega mjög mikinn mun á meltingunni. Hún hefur starfað í heilsugeiranum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla. Bio-Kult Original er einstök og öflug blanda af 14 mismunandi vinveittum gerlum sem geta komið sér fyrir í þörmum meltingarvegar og hafa einstaklega góð áhrif á meltinguna. Ekki þarf að geyma hylkin í kæli. Þau er óhætt að nota að staðaldri og henta vel fyrir fólk með mjólkur- og soya óþol. Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir máltíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio- Kult Original hylkin.  Barþjónakeppni Barþjónar leika listir sínar um helgina Blaut helgi í Reykjavík Hin árlega Reykjavík Cocktail Weekend fer fram um helgina. Hátíðin, sem Barþjónaklúbbur Ís- lands stendur fyrir í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði borgarinnar, hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudaginn með úr- slitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kok- teilgerð í Gamla bíói. Það var árið 1963 sem að Bar- þjónaklúbbur Íslands var stofnaður en árið á eftir hóf klúbburinn að etja saman barþjónum landsins í kokteilgerð og hefur vinningshafi ávallt hlotið nafnbótina Íslands- meistari barþjóna og keppt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna. A l l ir helstu umboðsaðilar áfengra drykkja verða með kynn- ingu á sínum vörum á meðan á keppni stendur og von er á góðri stemningu í kringum viðburð- ina. Samstarfsaðilar Reykjavík Cocktail Weekend munu bjóða upp á sérstakan kokteilseðil sem sam- anstendur af 5 kokteilum á tilboðs- verði dagana 4.-8. febrúar til klukk- an 23 öll kvöldin og því um að gera að taka göngutúr um miðbæinn og skilja bílinn eftir því fjöldi góðra drykkja verður á boðstólum. Einnig býður Barþjónaklúbbur- inn upp á svokallað „Master Class“ á Center Hotel Plaza á morgun, laugardaginn 7. febrúar, milli klukkan 14 og 19, en þar býðst gestum að smakka nokkrar teg- undir af viskíi, koníaki og rommi ásamt því að njóta fróðleiks frá þeim sem best til þekkja frá hverju umboði fyrir sig. Fyrirlestrar verða í boði á þess- um tíma og mun fjölbreytileikinn ráða þar ríkjum, þar sem að erlend- ir gestafyrirlesarar koma og fræða um vínheiminn. Allar nánari upplýsingar um há- tíðina má finna undir Reykjavik Cocktail Weekend á Facebook. -hf Barþjónar borgarinnar verða í sviðsljósinu um helgina. Ljósmynd/veitingageirinn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.