Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 16
É g þurfti viku eða tíu daga til þess að ákveða mig,“ segir Haukur Heiðar þegar hann er
spurður út í þátttöku sína í Söngva-
keppni sjónvarpsins í ár. „Ég var
með Júróvisjón fordóma eins og
allir aðrir á einhverjum tímapunkti.
Mér finnst þetta samt hafa breyst á
síðustu árum, fleiri að taka þátt og
slíkt. Hér áður fyrr voru þetta alltaf
sömu fimm söngvararnir sem tóku
þátt en í dag er bara allskonar fólk að
taka þátt. Fyrst og fremst fannst mér
lagið sem Kalli sendi mér bara gott,
og sá mig alveg syngja það,“ segir
Haukur Heiðar en höfundur lagsins,
Milljón augnablik, er píanóleikarinn
Karl Olgeirsson.
„Í fyrstu sagði ég þó að ég hefði
ekki tíma í þetta vegna þess að
Dikta er að leggja lokahönd á nýja
plötu og ég er í krefjandi vinnu,“
segir Haukur sem er læknir og er
að klára sitt sérnám í heimilislækn-
ingum. „Lagið kveikti í mér, mér
finnst þetta fínasta lag svo ég sló
til eftir að hugsa þetta í smá tíma.
Lagið á að skipta máli, ekki flytj-
andinn. Ég held meira að segja að
þeir hjá RÚV megi skipta út flytj-
andanum á sigurlaginu ef þeim
sýnist svo, en við skulum vona að
það gerist ekki,“ segir Haukur.
Færðu að hafa dansspor?
„Nei sem betur fer er lítið um
dansspor hjá mér, ég mundi frekar
kjósa það smíða húsgögn á sviðinu
en að dansa eitthvað. Það er ekki
mín sterka hlið,“ segir Haukur.
Ný plata á réttum hraða
Hljómsveitin Dikta, sem Haukur
stofnaði með skólafélögum sín-
um fyrir 18 árum, er nú í óða önn
að leggja lokahönd á sína fjórðu
breiðskífu, og þá fyrstu í fjögur
ár. Haukur segir að það hafi verið
meðvituð ákvörðun að láta þenn-
an tíma líða þar sem meðlimirnir
hafi nánast unnið yfir sig á síðustu
tveimur plötum. „Platan Get It
Together, sem kom út 2009, sló í
gegn svo um munaði og við spil-
uðum alveg ótrúlega mikið í tvö
ár, bæði hér heima og erlendis,“
segir Haukur. „Réðumst í aðra
plötu árið 2011, Trust Me, sem
flaug ekki eins hátt. Við sprung-
um eiginlega svolítið á limminu.
Við tókum þá plötu upp í mikilli
tímaþröng og náðum engan veginn
að vinna hana á þann hátt sem við
hefðum viljað og fylgdum henni
eiginlega ekkert eftir þar sem við
vorum eiginlega bara búnir á því,“
segir Haukur. „Þetta hefur verið
mun náttúrulegra núna með nýju
plötuna. Við höfum leyft lögunum
að anda og vinna þetta á okkar
hraða.“
Hljómsveitin Dikta hefur verið
iðin við að spila í Evrópu og þeirra
hróður hefur verið hvað mestur
í Þýskalandi. „Við höfum spilað í
mörgum löndum en erum með út-
gáfusamning í Þýskalandi og árið
2013 fórum við í hljóðver þar með
þýskum pródúsent og byrjuðum að
vinna að þessari nýju plötu,“ segir
Haukur. „Þetta er ungur og efni-
legur náungi sem sigraði þýsku X
Factor keppnina sem upptökustjóri
og það er alveg ótrúlega gaman
og lærdómsríkt. Við fórum svo
aftur út síðasta sumar í aðra törn
til hans og hann kom svo hingað
til Íslands í nóvember og var með
okkur í upptökunum. Það er gott
að fá einhvern utanaðkomandi í
þennan þétta hóp sem hefur skoð-
anir. Hann er harður húsbóndi en
við réðum samt lokaútkomunum
yfirleitt,“ segir Haukur. „Hann
kom með mjög sterkar hugmyndir
og þessi plata verður frábær, þó ég
segi sjálfur frá,“ segir Haukur.
Haukur, sem er læknir, segir
það púsl að tengja saman þessa tvo
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÍSLENSK HÖNNUN
1 par - kr. 1.969
LANDINN
ÍSLENSKIR ULLARSOKKAR
HLÝIR, ÞÆGILEGIR OG ENDINGAGÓÐIR
FÁST LOKSINS Í VERSLUNUM HAGKAUPS
SMÁRALIND / SKEIFAN / KRINGLAN
SELFOSS / AKUREYRI
Haukur Heiðar segir oft erfitt
að púsla saman læknastarfinu
og tónlistinni. Ljósmynd/Hari
Ég væri löngu fluttur út
ef ég hefði ekki tónlistina
Söngvarinn og læknirinn Haukur Heiðar Hauksson tekur þátt í söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrsta
sinn á laugardaginn. Hann segir þetta vera ansi frábrugðið því sem hann er vanur með hljómsveit
sinni Diktu, en segir lagið vera það gott að hann hlakki til að flytja það. Hann er þó feginn því að
þurfa ekki að dansa á sviðinu.
ólíku starfsvettvanga. „Ég hefði
líklegast verið löngu fluttur út ef
ekki væri fyrir Diktu,“ segir Hauk-
ur sem hefur tekið sitt sérnám í
heimilislækningum á Íslandi. „Það
er staðreynd.“
Togaðist þetta aldrei á?
„Já og nei,“ segir Haukur. „Það
hefur alltaf verið planið að fara ein-
hvern tímann út, en svo hafa árin
bara liðið og ég er bara heima. Það
er ekki bara út af Diktu, maður er
búinn að stofna fjölskyldu og slíkt
í millitíðinni, en planið er að fara út
eftir sérnámið“ segir Haukur sem
er giftur tveggja barna faðir.
Lífið er stutt
Haukur samdi textann fyrir lag-
ið sem hann syngur í Söngva-
keppninni og segir hann byggja
á eigin reynslu. „Kalli sendi mér
texta sem hann hafði samið og
ég fékk leyfi til þess að krukka
í honum, sem endaði með því að
ég samdi alveg nýjan texta, sem
Kalli lagði lokahönd á með mér,“
segir Haukur. „Textinn fjallar um
það að lifa í núinu og njóta lífs-
ins. Ég þekki fullt af fólki sem er
alltaf að spá í hvað það á að vera
að gera í framtíðinni. Við getum
lent undir strætó á morgun,“ segir
Haukur. „Ég hef upplifað margt í
mínu lífi og einnig í minni vinnu
sem kennir manni hvað lífið getur
verið ósanngjarnt og lífið er stutt.
Maður á njóta þess að vera til og ég
hef velt þessu mikið fyrir mér að
undanförnu. Það hljómar eins og
sjálfshjálparbók en svona er þetta
bara. Lífið getur breyst snögglega
og það er um að gera að njóta þess
sem mest á meðan maður lifir því,“
segir Haukur Heiðar Hauksson,
læknir og tónlistarmaður.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
16 viðtal Helgin 6.-8. febrúar 2015