Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 54
54 matur & vín Helgin 6.-8. febrúar 2015
Verkfærin í
eldhússkúffurnar
Það vita allir að leiðin að hjarta karlmannsins er í gegnum
magann en það sem færri vita er að til þess að fá þessa sömu
karlmenn til að elda matinn sjálfir er: Taddaraddataaa! Með verk-
færum. Ekki skiptilykli eða sög, nei, eldhúsverkfærum. Það er
nefnilega fátt sem karlpeningurinn veit betra en að fá ný tól og
skiptir þá engu hvort það er glussatjakkur eða Múlínex. En það er
óþarfi að kaupa allt í einu og því gott að vita hvaða tól er karl-
manninum nauðsynlegt á fyrstu stigum málsins. Kíkjum á það!
Mikilvægasta tólið í eldhúsinu er pottur. Það er ekki hægt
að elda nokkurn skapaðan hlut
ef ekkert er til að elda í. Nú gætu
margir sagt að ekki sé nú spenn-
andi að kaupa pott en það fólk
hefur einfaldlega rangt fyrir
sér. Það eru nefnilega til
mjög karlmannlegir
pottar þarna úti. Þar
kemur emalerað
pottjárn til sög-
unnar. Þannig potta
er hægt að nota í allt.
Sjóða, steikja og setja inn í
ofn. Út á grill og jafnvel yfir
útilegueld, ef sá gállinn er á
mönnum. Það er því óþarfi að
splæsa í rafmagnshæg-
eldunarpott. Ef þú átt ofn og pott
sem má fara inn í hann þá áttu
hægeldunarpott.
Þessi emaleraði pottur er rétt
rúmlega þriggja lítra, kostar
29.900 og fæst í Hrím Eldhús.
Frábært fyrsta skref í pott-
járnslífsstílnum.
Á eftir pottinum kemur góður kokkahnífur. Ekki hlaupa út í búð og kaupa trékubb
með tíu hnífum. Byrja á einum klassískum
gæða kokkahníf. Átta tommur eru þægileg
stærð en karlmannlegt mjög þykir að rúlla
í 10 tommu kvekindi. Skynsamir velja milli-
veginn, fara í níu.
Það er hægt að skera allt með honum. Græn-
meti, fisk, putta og annað kjöt. Með hnífunum
þarf þó að kaupa stál. Ekki brýni heldur stál.
Með því má halda bitinu í hnífnum svo árum
skiptir. Fyrir þá sem ekki treysta sér í þetta
klassíska „skylmingastál“ er búið að finna
upp imbaprúf útgáfur sem virka mjög vel.
Mekanískar tangir eru himnasending
og alger nauðsyn í
eldhúsið. Sá eða sú
sem fann þær upp á
gott klapp skilið. Dagar
þessara hefðbundnu
gamaldags tanga eru
því skiljanlega taldir.
Litlar pinnatangir eru
þó einhver tískubóla um
þessar mundir. En þær
eru hvorki karlmann-
legar né sniðugar til al-
mennra nota. Helst til að
raða fallega á disk einu
og einu laufblaði í senn.
Það að raða salati á disk
er hvort eð er ekki mjög
karlmannlegt þannig að
í verkfæraskúffuna fara
mekanískar, stórgerðar
og karlmannlegar
tangir.
Þetta er nálægt því
hin fullkomna töng.
Með plasti sem rispar
ekki viðloðunarfrítt
en þó úr nógu hörðu
plasti til að vera ekki
óþolandi mjúk. Fæst í
Duka á krónur 3.490.
Þó svo að hægt sé að gera nokkurn veg-inn hvað sem er í pottjárnspottinum
góða er nauðsynlegt að eiga góða pönnu.
Þeir sem steikja mikið af eggjum þurfa að
eiga þykka og góða viðloðunarfría pönnu.
Átta tommu panna er handhæg og þægileg
í eggin og önnur minni verk. En til að steikja
karlmannlegt prótein eins og hamborgara
og steik er best að eiga númer stærri – tíu
eða jafn vel tólf tommur. Sérlega karlmann-
legt og gott þykir að eiga kolsvarta og
stóra pottjárnspönnu – já, meira pottjárn.
En þessi er ekki emaleruð – nei þetta er
svona ömmupanna! Kolsvört eins og nóttin
og verður bara betri með árunum. Endist
hundruð ára með réttri meðferð. Það þýðir
reyndar að afkomendurnir munu slást um
gripinn eftir jarðarförina og því betra að
setja hana í erfðaskrána strax eftir kaupin.
Tíu tommu
pottjárns panna
frá Lodge.
Erfðagripur
sem aldrei
skemmist. Fæst
í Bosch búðinni
og kostar
8.390 íslenskar
krónur.
Skurðarbretti er nauð-synlegt. Ekki bara til að
eyðileggja ekki borðplötur
eldhússins heldur skemmir
það hnífinn að saxa á gleri,
marmara og öðru hörðu
yfirborði. Best er að nota
náttúrulegt efni eins og við
en plastbretti eru reyndar
ágæt líka. Sérstaklega fyrir
kjöt og fisk svo ekki sé talað
um kjúkling. Hann viljum
við ekki sjá á viðarbrettum.
Bestu brettin eru endalímd.
Þessi sem líta út eins og
furðutaflborð. En þau eru
líka dýr og þung. Langbestu
brettin til að nota eru þunn
og létt og úr samanpressuðu
kurli einhvurju. Grjóthörð og
mega meira að segja fara í
uppþvottavélina.
Epicurean brettin fást
í öllum stærðum og
gerðum en þessi stærð
og lögun er frábær. Nógu
létt til þess að nenna
að nota og það sem
mikilvægara er, þrífa.
Passa krossmengunina
karlpungar! Kostar
4.590 og fæst í Kokku.
Haraldur Jónasson
hari@frettatiminn.is
Bestu hnífarnir ná alla leið
í gegnum haldið. Þannig
verður jafnvægið gott og lítil
hætta á að blaðið detti úr á
ögurstundu. Þessi ljómandi
kokkahnífur frá Zwilling fæst í
Ormsson fyrir 14.900 .