Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 06.02.2015, Blaðsíða 22
Heilsukai Móðir & barn Föstudaginn 20.febrúar verður sérkai um heilsu í Fréttatímanum þar sem allað verður um allt sem viðkemur meðgöngu og heilsu barna Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3300. N ú er þetta allt saman að smella og þessi sýning á eftir að verða sjúklega flott. Þetta verður þriggja klúta sýning. Bæði hlát- ur og grátur,“ segir Magnús Guðmundsson leikari. Magnús leikur í uppfærslu Borgarleikhúss- ins á Billy Elliot sem frumsýnd verður eftir rúman mánuð. Undirbúningur Magnúsar fyrir sýninguna er á öðrum nótum en oft áður því fimm ára sonur hans, Hilmar Máni, er einnig meðal leikara. Ætlar að verða leikari eins og pabbi „Þetta hefur gengið ótrúlega vel, ég hefði aldrei trúað því hversu vel þetta hefur geng- ið,“ segir Magnús um fyrstu skref sonarins á leiksviði. „Þegar Bergur leikstjóri hafði fyrst samband og spurði hvort Máni mætti ekki vera vorum við ekki alveg viss hvað við ættum að gera. Við ákváðum meira að segja tvisvar að segja nei. Hann er náttúrlega bara fimm ára krakki og það getur allt gerst. En Bergur er bara svo mikill snillingur og kann þetta. Hann byrjaði á því að kynnast Mána hægt og rólega og leiddi hann smám saman inn í þetta. Núna er þetta það skemmtilegasta sem Máni gerir. Feðgar saman á sviði í söngleik Leikarinn Magnús Guðmundsson og Hilmar Máni, fimm ára sonur hans, leika saman í söngleiknum Billy Elliot sem frumsýndur verður í Borgarleik- húsinu í næsta mánuði. Magnús segir að hann og kona hans hafi verið efins um að hleypa drengnum á leiksvið svo ungum en Máni hafi valdið hlutverkinu vel og spyr nú á hverjum degi hvort hann sé ekki að fara á æfingu. Hann er meira að segja staðráðinn í að verða leikari eins og pabbi hans. Feðgarnir Magnús Guðmundsson og Hilmar Máni leika saman í Billy Elliot sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu eftir mánuð. Myndin er tekin á æfingu í vikunni en sonurinn hlakkar til hverrar æfingar á verkinu. Ljósmynd/Hari Hann vaknaði í morgun og söng lag úr sýn- ingunni og hann spyr á hverjum degi hvort hann sé ekki að fara á æfingu.“ Magnús segir að þegar hann kynntist leik- húsinu í fyrsta skipti án þess að vera bara áhorfandi hafi hann orðið „algjörlega húkkt“. Hann segir að upplifun sonarins virðist vera svipuð. Og þegar sá stutti er spurður hvort hann ætli að verða leikari þegar hann verður stór stendur ekki á svarinu: „Já!“ „Guð hjálpi þér elskan mín,“ segir pabbi hans í gamansömum tón. Leikur líka hestinn í Línu langsokki Söngleikurinn Billy Elliot er byggður á sam- nefndri kvikmynd frá árinu 2000. Tónlistin er eftir Elton John en höfundur verksins er Lee Hall. Sagan hverfist um Billy, sem býr með föður sínum, og hættir að stunda box en fer að dansa ballett í staðinn. Í bakgrunni sögu hans er samfélagið í smábæ í Durham- sýslu í Norð-Austur Englandi árin 1984-1985 þegar verkfall námuverkamanna stóð yfir. Söngleikurinn var frumsýndur á West End í London árið 2005 og er enn í sýningu. „Kjarni verksins er hinn sami og í mynd- inni, að maður á bara að vera sá sem mað- ur vill vera. Ekki láta aðra eða þjóðfélagið stjórna því hvernig maður á að haga sér,“ seg- ir Magnús en verkið hefur ekki verið stað- fært. „Þó það sé mikið talað um Thatcher og verkfallið fræga þá er Billy og barátta hans hjarta verksins. Danshöfundurinn, hann Lee Proud, kom að fyrstu uppsetningu Billy Elliot í London og uppsetningunum í New York og Sydney. Hann hefur unnið að sýningunni í sjö ár og þekkir vel söguna og stemninguna sem var á þessum tíma og við erum að reyna að ná fram, enda ólst hann upp á sömu slóðum og verkið gerist. Þarna var mikið stríðsástand, stjórnvöld og löggur níddust líkamlega og andlega á námuverkamönnunum sem voru að berjast fyrir fjölskyldum sínum, þetta fólk var farið að brenna húsgögnin sín til að kynda með. Þetta var árið 1984 og á sama tíma vorum við hér á Íslandi með hita í ofn- unum og höfðum það bara frekar gott.“ Magnús fer með hlutverk námuverka- manns og lögreglu ásamt því að dansa, steppa og syngja í sýningunni enda eru marg- ar stórar senur í Billy Elliot. Sonur hans, Hilmar Máni, lætur sér eitt hlutverk nægja en pabbinn er viss um að hann eigi eftir að stela senunni. „Hann kallast „lítill drengur“ í handritinu en hann er í fjölmörgum senum. Fólk á eftir að taka vel eftir honum, hann er „krútt effektinn“ sem notaður er til að kitla hjartað,“ segir Magnús en auk þess að leika í Billy Elliot leikur hann hestinn í Línu lang- sokki um þessar mundir. Eins og kunnugt er hefur Lína notið fádæma vinsælda í Borgar- leikhúsinu í vetur og miðað við hvernig miða- sala á Billy Elliot fer af stað virðist sem Magn- ús muni hafa í nógu að snúast á næstunni. Eiginkonan var akkeri meðan ég sveif um Magnús útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2007 og hefur fengist við ýmislegt síðan. Hann var í Borgarleikhúsinu veturinn 2008- 2009 og réði sig þangað aftur í haust. „Ég hef gert allan andskotann í millitíðinni, ég ákvað bara að hafa gaman og gera það sem mig langaði til. Ég hef tekið þátt í öllum teg- undum af leikhúsi, jaðarsýningum, dans- leikhúsi, danssýningum, óperum og öllu þar á milli ásamt því að kenna og leikstýra. Ég hef svolítið verið að flakka en er feginn að vera kominn hingað upp í Borgarleikhúsið aftur eftir flakkið. Hér er gott að vera,“ segir Magnús, sem er 34 ára gamall. Hann er kvæntur Guðlaugu Magnúsdótt- ur, Gullý, og eiga þau saman soninn Hilmar Mána en fyrir átti Gullý Adam Frey. Magnús segir að eiginkonan starfi við bókhald hjá Ac- tavis og aðspurður viðurkennir hann að hún hafi reynst gott mótvægi við hann á stundum. „Það er gott að hafa akkeri einhvers staðar, það reyndist mér vel meðan ég var svífandi um.“ Grípur enn í skærin af og til Þó Magnús hafi fengist við eitt og annað í leiklistinni hefur hann þó átt athvarf í iðn- grein sem hann lærði áður en hann fór í leik- listarnám. Magnús lærði hárgreiðslu og gríp- ur enn af og til í skærin. „Já, ég er hárgreiðsludama. Ég hef verið að reyna að klippa annað slagið. Það hefur farið eftir verkefnum hversu mikið ég hef getað gert af því en ég á ennþá einhverja kúnna sem nenna að bíða eftir mér. Ég klippi enn á stofunni sem ég byrjaði á, Ónix. Það er henni Þuríði minni að þakka að ég er enn að. Ég hefði ekki getað haldið hárgreiðslunni við nema fyrir hana. Það er samt erfitt að halda sér í þessum bransa ásamt leiklistinni, ef maður dettur í fjögurra mánaða verkefni þá eru bara allir komnir með lubba.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Fólk á eftir að taka vel eftir hon­ um, hann er „krútt­ effektinn“ sem not­ aður er til að kitla hjartað 22 viðtal Helgin 6.-8. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.