Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.02.2015, Síða 46

Fréttatíminn - 06.02.2015, Síða 46
46 ferðalög Helgin 6.-8. febrúar 2015  Hagsýni í sumarfríinu ytra Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum se rv ét tú r ke rt i dú ka r Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmis servéttubrot Sjá hér! Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16 Rekstrarvörur - vinna með þér Matur, menning, verslanir og huggulegheit eru orð sem koma upp í hugann þegar minnst er á Bo- ston. Hvort sem þú vilt ferðast um sumar eða vetur tekur Boston vel á móti þér. Vinsælt er að heimsækja hinn sögufræga leikvöll Fenway Park, og ekki er verra ef hægt er að verða sér úti um miða á einn hafnarboltaleik og sjá The Red Sox á heimavelli. Völlurinn hefur einnig þjónað sem tónleikasvið fyrir sum af stærstu nöfnunum í bandarískri tónlistar- sögu og vel þess vert að kynna sér sögu þessa merka staðar. Sé takmarkið að gera góð kaup má nefna að enginn söluskattur er á fötum undir 175 dollurum og aðeins 6,25% skattur er á annarri vöru. Það má því segja að í Boston sé útsala á hverjum degi og ekki skemmir ríku- legt úrvalið fyrir. Í Cambridge í Boston er einn virt- asti skóli heims, Harvard-háskóli, og gaman er að skoða háskólasvæð- ið sem hefur birst í kvikmyndum á borð við Good Will Hunting og Legally Blonde. Ómögulegt væri að telja upp alla þá spennandi staði sem Boston hefur upp á að bjóða en ljóst að borgin er ógleymanlegur áfangastaður fyrir unga jafnt sem aldna. Það vorar snemma fyrir vestan og því er frábær hugmynd að skella sér í vorferð til Boston með fyrstu vélum WOW air en flugfélagið mun hefja flug til Boston í lok mars. Ef þú kemst ekki þá er óþarfi að ör- vænta því WOW air mun fljúga til Boston allan ársins hring. Verð frá 18.999 kr. Unnið í samstarfi við WOW air Boston bíður þín! Ljósmynd / Thinkstockphotos.com Þ að kostar þúsundir króna á dag að hafa bíl til umráða í sumarfríinu á meginlandi Evrópu. Verðið er þó afar mismun- andi eftir löndum og mánuðum. Það kostar til að mynda nærri þre- falt meira að leigja bíl við komuna til Óslóar en í Kaupmannahöfn og sá sem ætlar að fara um austur- hluta Frakklands borgar helmingi minna fyrir bílinn í Lyon en Genf eða Basel. Á Spáni og Ítalíu skiptir hins vegar máli hvenær sumarsins bílinn er notaður. Seinni hlutann í júní rukka leigurnar við flugvöll- inn í Alicante tæpar tvö þúsund krónur á dag fyrir bíla í minni kantinum en mánuði síðar er verð- ið tvöfalt hærra. Svipaða sögu er að segja um leigurnar í Barcelona, Mílanó og Róm. Norðar í álfunni er minni munur á milli mánaða samkvæmt nýlegri verðkönnun Túristi.is. Bílar á flugmiðaverði Þeir sem ætla að keyra um í fríinu geta sparað sér töluverðar upp- hæðir með því að skipuleggja fríið með þessar verðsveiflur á bílaleig- unum í huga. Tveggja vikna leiga á Volkswagen Golf kostar til dæmis um fjörutíu þúsund krónur síðari hluta júnímánaðar en um sextíu þúsund í júlí. Það er álíka mikið og ódýrasti flugmiðinn til borgar- innar kostar í dag. Þeir sem ætla að nýta sér áætlunarflug til Rómar og ferðast um Ítalíu á eigin vegum komast mun ódýrara frá leigunni með því að vera á ferðinni í ágúst en í júlí. Stólar og tryggingar Það eru þó ekki aðeins val á tíma- setningum sem skiptir máli. Ef börn eru með í för þá borgar sig í flestum tilfellum að taka bílstólinn með sér að heiman í stað þess að leigja einn úti. Sum flugfélög rukka fyrir að ferja bílstólana en gjaldið er oftast lægra en leiga á stól í viku eða meira. Bíla- leigufyrirtækin taka líka ríflegt gjald fyrir að færa sjálfsábyrgðina niður í núllið og reikningurinn hjá þeim áhættufælnu verður því miklu hærri fyrir vikið. Þeir sem vilja kaupa þessa aukatryggingu geta komist ódýrara frá henni með því að taka hana hjá sér- stökum tryggingarfélögum eða bók- unarsíðum fyrir bílaleigubíla. Þessar sömu bókunarsíður eru líka þarfaþing til að bera saman leiguverð á hverj- um stað fyrir sig. Það getur nefnilega munað mjög miklu á því verði sem þessar síður finna og þeim kjörum sem bílaleigurnar bjóða beint. Á Túristi.is er hægt að bera saman verð á bílaleigum víðs vegar í heim- inum og sjá hvert verður flogið beint frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Þeir sem ætla að leigja sér bíl í sumarfríinu geta sparað með því að skipuleggja fríið með verðsveiflur á bílaleigum í huga. Enn fremur er að ýmsu að hyggja þegar að tryggingu bílsins kemur. Leiðir til að halda bílaleigureikningnum niðri Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.