Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 24
24 U M R Æ Ð A N Rallið 1993 sýndi t.d. kynþroska 3 ára þorska sem 0.3% og er engin ástæða til að efast neitt um þær mælingar. Í útreikning- um sínum á stærð hrygningastofnsins hefur Hafró hins vegar notað 7,8%, nema í skýrslunni 1999 gjörbreyttust án skýringa allar kynþroskatölur þorsksins (sem og þyngdartölur ýsunnar) og fór þetta hlutfall þá upp í 27,6% og hefur verið þar síðan. Það munar talsverðu hvort 27,6% af stofninum er kynþroska eða að- eins 0,3% og ef fleiri en ég vilja finna samband hrygningarstofns og nýliðunar þarf að vita betur en þetta hver hrygningarstofninn er, eigi rannsóknirnar ekki að verða tómt rugl. Í ástandsskýrslunni notar Hafró a.m.k. þrjú mismunandi margfeldi til að finna hrygningarstofnana. Þorskreikningar: ∑NHÞHAKHA = 277 þús tonn Ýsureikningar: ∑N0ÞRSKRS = 143 þús tonn 1) Ufsareikningar: ∑ N0ÞSAKSA = 403 þús tonn Þetta eru ekki útreikningar á ýsu og ufsastofninum heldur út- reikningur á hrygningarstofni þorsks 1993 með þremur mis- munandi aðferðum sem allar eru notaðar í ástandsskýrslu Hafró! Svo menn geti reiknað 5 ára aldurshóp hrygningarstofnsins 1992 á 500 mismunandi vegu (þeir röngu eru frá 9 og upp í 117 þús. tonn, en sá rétti 17,9 þús tonn) fylgir hér tafla (Tafla 1) yfir umræddar 25 kennistærðir. Þær eru misvel þekktar, sem er aukaatriði því þær sem raunverulega skipta máli fyrir stofn- stærðarreikninga (NS, ÞSS og KSS) er auðvelt að finna nákvæm- lega með leiðréttingu og framreikningum (þó hvorugt sé gert hér nú) á niðurstöðum rallsins ÞRS og KRS. Ekki veit ég hvaða reiknimöguleikum hinir útlendu reikni- meistarar sem Hafró kallaði nýverið til mæltu með sem bestum, en ég verð eindregið að mæla með rétta möguleikanum og mót- mæla hinum röngu reikningum Hafró: Réttir reikningar = ∑ NS ÞSS KSS = 90 þús tonn.3) Vafalaust gengur Hafró gott eitt til en mest er hættan á hruni þorsksstofnsins ef valdar eru reikniaðferðir eftir öðrum sjónar- miðum en þeim sem sannastar reynast. Ég hafði ekki við þessa reikninga nýrri ralltölur en 1993 en miðað við að ofreikningar Hafró séu jafnmiklir og þá, þá er hrygningarstofninn nú ekki 406 þús. tonn heldur aðeins um 165 þús tonn. Enn meira er of- matið á hrygningarstofni ufsans sem getur ekki verið neitt í lík- ingu við þau 95 þús tonn sem Hafró fullyrðir, heldur sjálfsagt innan við 30 þús tonn. Hrygningarstofn ufsans væri reyndar auðvelt að mæla því þótt ufsinn sé ekki botnfiskur veiðist hann í alveg nægilegu magni í rallinu til að hægt væri að aldursgreina hann, og mæla meðalþyngd og kynþroskahlutfall. Veiðistofn þorsksins í ár er þá heldur ekki 756 þús. tonn eins og ástands- skýrsla Hafró ofreiknar heldur aðeins um 450 þús. tonn. Veiðar á 240 þús. tonnum úr svo litlum stofni eiga eftir að koma mönn- um í koll. Hingað til hefur stjórnmálamönnum fundist það í bestu sam- ræmi við vilja kjósendanna að ganga sem mest á fiskistofnana sem og aðrar náttúruauðlindir þjóðarinnar. Þeir sem vilja vernda sköpunarverk almættisins og skila því óskemmdu til afkomend- anna eru þá gjarnan stimplaðir umhverfishryðjuverkamenn. Hafa þó fæstir þeirra mælt með meiri verndun þorskstofnsins en bara að hámarka þann gróða sem af honum má hafa, þ.e. stunda vel skilgreinda kjörsókn í fiskistofnana. Fyrir kjörsókn og kjör- nýtingu fiskistofnanna hafa margir Íslendingar barist í áratugi, en á Hafró eltast menn nú fremur við óskilgreinanleg útlend slagorð eins og sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna. Fremur mætti þá huga að þjóðlegum gildum, fegurðinni, ánægjunni og fram- tíðinni í veiðunum, skaðsemi veiðarfæranna, blómlegri sjávar- byggð og samskiptum manna við lífríkið og náttúruöflin. En fiskifræðingar geta auðvitað ekki fremur en ég, né aðrir, reiknað út fallega eða sjálfbæra sókn í þorskstofninn svo það hugtak á varla heima í ástandsskýrslunni. Vilji menn græða sem mest, þ.e. 30-40 milljarða á ári á þorskveiðunum einum, á að hafa kjörsókn í stofninn og það verður einungis gert með því að selja sægreifunum og útgerðinni veiðileyfin á fullu, ekki hóflegu, heldur fullu markaðsverði, hvernig svo sem árar í útgerðinni, losa okkur strax við sjávarútvegsráðherra sem brjóta veiðiregluna sem samþykkt hefur verið og ráða til Hafró sérfræðinga sem skilja hvað ræður nýliðun þorsksins og geta reiknað rétt út hrygningar- og veiðistofn þorsksins og þar með aflann sem afl- reglan eða kjörsókn leyfir. Því rétt er að minna á að það virðist alls ekki vera stærð hrygn- ingarstofnsins sem mestu ræður um nýliðunina heldur stærð golþorskastofnsins. Hann er í nokkuð góðu lagi sem stendur, stofn 10 ára þorska hefur ekki verið stærri síðan 1983, er hann skilaði stærsta árgangi síðasta fjórðungs aldarinnar. Enn ganga KENNISTÆRÐIR 5 ÁRA ÞORSKÁRGANGSINS 1992 Fjöldi [þús] Þungi [kg] Kynþroskahlutfall x Nx ÞxS ÞxA KxS KxA í ársbyrjun 0 61550 1.7 2.1 0.20 0.35 á ralltíma R 52000 1.953 2.3 0.220 0.40 á hrygn.tíma H 47000 2.892 2.174 0.466 0.562 2) árið 1992 S 41716 1.953 2.469 0.220 0.47 í árslok 1 26683 2.6 3.1 0.39 0.60 Tafla 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.