Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 19
19 F R É T T A S K Ý R I N G Verð hefur haldið áfram að stíga og stærsta jákvæða breytingin á mörkuðum erlendis er sú að sjáv- arafurðir eru hættar að vera matur fátæka fólksins, þær eru munaðar- vara sem neytendur eru fúsir til að greiða fyrir. Helstu breytingarnar sem orðið hafa á útflutningi Íslendinga á sjávarafurðum eru þær að útflutn- ingur saltfisks hefur aukist, enda verðið með afbrigðum gott. Um 44% útflutnings okkar á síðasta ári var saltfiskur. Útflutningur á landfrystum sjávarafurðum var um 27% af heildinni á síðasta ári og stóð nánast í stað frá árinu 1999. Heldur dró út útflutningi á sjófrystum afurðum á síðasta ári, útflutningurinn var 21% heildar- innar en var árið á undan um 30%. Útflutningur á óunnum sjávarafurðum, gámafiski og með flugi, jókst úr því að vera 3,3% heildarinnar árið 1999 upp í að vera 4,5% árið 2000. Útflutningur á ferskfiski með flugi hefur aukist um 10 til 15% á síðustu árum og sú þróun breyttist ekkert hvað síðasta ár varðar. Þá var aukningin heldur meiri, eða um 17%, fór úr 12.800 tonnum upp í 15.000 tonn. Flog- ið er með fisk jöfnum höndum til Norður-Ameríku, Englands og meginlands Evrópu. Gott gengi í Portúgal Mestu sigrar Íslendinga að undan- förnu hafa orðið á saltfiskmark- aðnum í Portúgal. Norðmenn hafa verið ríkjandi á þessu 10 milljón manna markaðssvæði. Þar er meðalneysla á mann um 11 kíló í blautfisksígildum, eða sem sam- svarar 110.000 tonnum. Á þenn- an markað hafa Íslendingar herjað með mjög góðum árangri og hafa náð því að vera ríkjandi á mark- aðnum, ekki fyllilega hvað varðar magn, en sannarlega hvað varðar stóra og verðmæta saltfiskinn, há- tíðarmat þeirra Portúgala. „Við erum þeir einu sem höfum getað boðið upp á þennan stóra fisk og það er í sjálfu sér mjög já- kvætt fyrir okkur. Fiskurinn hef- ur almennt farið minnkandi og af- leiðingin var gríðarleg hækkun síðari hluta síðasta árs. Þessu „góðæri“ fylgir ákveðin ógn, nefnilega að markaðurinn ráði ekki við þetta háa verð,“ segir Guðjón Guðjónsson hjá SÍF. Guðjón segir að verðið hafi ör- lítið sigið, „en engu að síður er fyrirsjánlegt að verðið á saltfiskaf- urðum verður mjög gott á þessu ári. Eftirspurnin er mikil á fleiri markaðssvæðum en því portú- galska, til dæmis bæði á Spáni og Ítalíu. Markaðsumhverfið er einn- ig mun betra. Það er staðeynd að framboð og eftirspurn haldast ekki í hendur hvað salfiskinn varðar og því höfum við iðulega þurft að taka á okkur birgðarsöfn- un á liðum árum. En þetta vanda- mál hefur nánast verið óþekkt síð- ustu þrjú árin og á sama tíma hef- ur verðið hækkað stöðugt. Hætt- an sem þessu fylgir er sú að mark- aðurinn ráði ekki við þetta háa verð og dragist verulega saman. Ef það gerist verðum við að vera tilbúnir á leita annarra ráða.“ Þrátt fyrir þetta segir Guðjón að hættan sé ekki veruleg. „Þessi góða vara er fyrst og fremst seld sem hátíðarmatur til einstaklinga og svo til veitingahúsa. Veitinga- húsin vilja ekki slá af kröfunum, þau vilja það besta en mæta hugs- anlega hækkunum með því að minnka hlutfall saltfisksins en auka grænmeti í saltfiskréttum. Er bjart framundan í sölu fiskafurða Íslendinga? Bjartsýni einkenndi fisksölusérfræðingana sem Ægir ræddi við á dögun- um, bjartsýni blönduð óvissu um hvort hið háa verð sem verið hefur á mörkuðum undanfarna mánuði muni haldast og líka hvort hátt verð vinni að ákveðnu leiti gegn okkur. Þróunin í útflutningi sjávarafurða var í heildina góð á síðasta ári, þvert á það sem margir héldu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.