Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 37

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 37
37 F I S K I R A N N S Ó K N I R Göngur skarkola sem merktir voru út af Ólafsvík Fyrsta sumarið og haustið eftir merkingar fengust merktir kolar eingöngu í Breiðafirði, langmest á grunnslóð við norðanvert Snæ- fellsnes á svæðinu frá Öndverða- nesi til Grundarfjarðar (5. mynd, fyrsta ár). Einnig fengust nokkrir kolar í norðanverðum Breiðafirði. Samkvæmt sjómönnum gengur kolinn af grunnslóðinni er vetra tekur og í samræmi við það feng- ust merki einkum í utanverðum Breiðafirði í nóvember til febrúar. Í byrjun desember veiddust þó tveir merktir kolar í Faxaflóa. Eins og komið hefur fram hrygnir skarkolinn sunnan og vestan Íslands einkum í mars og apríl. Endurheimtur á hrygning- artíma annað ár eftir merkingar sýna að skarkolinn við norðanvert Snæfellsnes hrygnir aðallega á þremur svæðum; á Flákakanti í Breiðafirði, vestur af Reykjanesi og vestur af Vestmannaeyjum (5. mynd, annað ár). Þeir kolar sem enn voru ókynþroska leituðu hins vegar aftur á grunnslóðina þar sem þeir voru merktir ári áður. Um sumarið, ári eftir merk- ingu, virðist kolinn nokkuð dreifður um allt vestanvert landið, einkum frá Reykjanesi norður fyr- ir Ísafjarðardjúp, en auk þess 5. mynd. Skarkolamerkingar út af Ólafsvík. Endurheimtur merkja á mismunandi árstíma í rúm tvö ár eftir að merkt var. Blá stjarna sýnir merkingastaði og rauðir punktar endurheimtur eins eða fleiri skarkola. 4. mynd. Skarkolamerkingar út af Ólafsvík. Heildarendurheimtur frá merkingum til júlí 2000, skipt eftir veiðarfærum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.