Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 9
9 F R É T T I R Um miðjan desember var undir- ritaður samningur um kaup kynningar- og almannatengsla- fyrirtækisins Athygli ehf. á út- gáfurétti tímaritsins Ægis og Sjó- mannaalmanaks Fiskifélags Ís- lands en báðir þessir prentgripir hafa verið gefnir út af Fiskifélagi Íslands um áratuga skeið. Athygli hefur annast útgáfumál Fiskifé- lags Íslands frá árinu 1996 og á þeim tíma hafa orðið viðamiklar breytingar á báðum miðlunum. Stjórn Fiskifélagsins ákvað að selja útgáfuréttinn og gekk til samninga við Athygli eftir könn- unarviðræður. ,,Athygli er það mikið kapps- mál að gefa Ægi áfram út sem óháð fagrit um sjávarútvegsmál. Þetta er ögrandi og spennandi verkefni sem við tökumst nú á við og ég er þess fullviss að okkur muni takast að efla og styrkja þetta ágæta blað. Samstarf okkar við Fiskifélagsútgáfuna ehf. hefur verið með miklum ágætum allt frá því við hófum umsjón með út- gáfunni árið 1996 og við viljum auðvitað halda áfram góðum tengslum við Fiskifélag Íslands og aðildarfélög þess. Góð samvinna við öll hagsmunasamtök í íslensk- um sjávarútvegi er okkar keppi- kefli því öðruvísi verður Ægir ekki sá faglegi umræðuvettvangur sem honum er ætlað að vera,“ sagði Valþór Hlöðversson, fram- kvæmdastjóri Athygli ehf. í sam- tali. Ægir á Akureyri Bæði Ægir og Sjómannaalmanak- ið eiga að baki langa og merka sögu á íslenskum útgáfumarkaði en miðlarnir eru samtvinnaðir sögu Fiskifélags Íslands. Við þessi tímamót verða þó ekki rofin tengsl við Fiskifélagið eða aðildar- félög þess heldur þvert á móti. Nýir útgefendur ætla að kapp- kosta að eiga áfram gott samstarf við Fiskifélag Ísland og aðildarfé- lög þess. Þeir hyggjast fylgja nú- verandi ritstjórnarstefnu í megin- dráttum og styrkja Ægi og Sjó- mannalmanakið enn frekar sem alhliða upplýsinga- og fagmiðla um og fyrir sjávarútveginn. Fiski- félag Íslands og aðildarfélög þess munu eiga aðgang að föstu svæði í blaðinu og þannig verður leitast við tryggja sjónarmið úr sem flestum áttum í greininni um þau mál sem uppi eru á hverjum tíma. Jóhann Ólafur Halldórsson verður áfram ritstjóri Ægis með aðsetur í nýstofnaðri starfsstöð Athygli á Akureyri. Prentvinnsla Ægis er að hluta nyrðra og stefnt er að því að flytja allt skrifstofu- hald útgáfunnar að miklu leyti frá Reykjavík til Akureyrar. Tímaritið Ægir er rótgróið á sínu sviði og hefur komið út í 93 ár. Yfirbragði blaðsins var breytt í byrjun árs 2000 og brot þess stækkað. Áhersla er lögð á fjöl- breytt og fræðandi efni sem teng- ist útgerð, fiskvinnslu og þjón- ustugreinum sjávarútvegsins. „Markmið okkar er að efla Ægi sem fjölbreytt tímarit fyrir sjávar- útveginn og um sjávarútvegsmál, sem innihaldi fagefni, fréttaefni af innlendum og erlendum toga, vettvangsgreinar og afþreyingar- efni sem tengist greininni. Við munum þannig halda áfram á þeirri uppbyggingarbraut sem við höfum verið á undanfarin ár, og sér í lagi frá því í ársbyrjun 2000 þegar útliti blaðsins og broti var gjörbylt. Þeirri breytingu hefur verið vel tekið og kaupendur blaðsins finna vel að blaðið er í sí- felldri þróun,“ segir Jóhann Ólaf- ur Halldórsson, ritstjóri Ægis. Skipaskráin á vefinn Sjómannalmanak Fiskifélagsins hefur fyrir löngu unnið sér traust- an sess sem alhliða upplýsingarit fyrir sjómenn og aðra þá sem starfa í sjávarútvegi. Sjómanna- almanakið 2001 er nýkomið út og er í tveimur bókum. Meginbreyt- ingin nú er sú að almanakið er nú gefið út í stærra broti en áður, sem þýðir að letrið er stærra og læsilegra og myndir í skipaskrá og víðar eru stærri en í fyrri útgáf- um. Þá eru upplýsingar í skipa- skrá aðgengilegri en áður. Valþór Hlöðversson segir að haldið verði áfram á sömu braut varðandi sjómannaalmanakið. ,,Auðvitað erum við með ýmsar hugmyndir varðandi nýtt efni sem væntanlega munu koma fram í næstu útgáfu og ekki tímabært að skýra frá nú. Hins vegar get ég sagt að skipaskrá almanaksins mun verða sett út á vefinn innan tíðar en við höfum orðið vör við mikinn áhuga á slíkri þjónustu.“ Nýir símar ritstjórnar Starfsstöð Athygli á Akureyri, þar sem ritstjórn Ægis er til húsa, hefur fengið ný símanúmer, þ.e. 461 5151 (aðalsími) og 461 5159 (fax). Netfang hjá ritstjóra er johann@athygli.is. Undirskrift samninga um kaup Athygli á útgáfurétti Ægis og Sjómannaalmanaksins . Frá vinstri: Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Ísland og Atli Rúnar Halldórsson, einn eigenda Athygli. Athygli kaupir Ægi og Sjómannaalmanakið af FÍ: Ögrandi og spennandi verkefni - segir Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.