Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 28
28 E R L E N T Margt er líkt með fiskveiðum Norðurlandanna. Þjóðirnar veiða mestmegnis sömu fiskitegundir, nota sömu tækni og veiðisvæðin skarast. Fyrsta norræna fiskveiðiráð- stefnan var haldin árið 1949, löngu fyrir daga Norrænu ráð- herranefndarinnar og Norður- landaráðs. Síðan hafa verið haldn- ar norrænar fiskveiðiráðstefnur þriðja hvert ár. Sú hefð hefur reynst mikilvæg fyrir samvinnu þjóðanna, fiskveiðistjórnun, rann- sóknir og þróun tækni í fiskveið- um og fiskvinnslu. Norðurlöndin njóta alþjóðlegrar virðingar og hafa gegnt forystu á mörgum sviðum veiða og vinnslu sjávar- fangs. Skipulag Norræna sjávarútvegsráðherra- nefndin ber ábyrgð á norrænu samstarfi í fiskveiðum. Nefnd embættismanna úr fiskveiðigeir- anum (NEF) og Norræna ráð- herranefndin skipuleggja starfið og leiða það. Starfið er skipulagt til fjögurra ára í senn. Síðasta tímabil endaði í árslok 2000 og nú er verið að undirbúa næstu lotu. Hópur manna sem vinnur að fiskirannsóknum (NAF) annast ráðgjöf og skýrslugerðir og undir- búa ný rannsókna- og þróunar- verkefni. Samtök á sviði umhverf- ismála og Norðurlandaráð taka einnig þátt í samstarfinu. Fjármál Árið 2000 veitti Norræna ráð- herranefndin rúmlega 70 milljón- um íslenskra króna til norræns samstarfs um fiskveiðar. Hluti af því fé fór til stofnunar þeirrar sem fjallar um fiskveiðistefnu og um- hverfismál Norðurlandanna. Áður fyrr fór um helmingur fjárins í rannsókna- og þróunar- verkefni. Ráðherranefndin fær ár hvert umsóknir sem nema um einum milljarði íslenskra króna. Vegna fjárskorts verður ekki tekið á móti umsóknum eftir árið 2000. Ráðherranefndin gerir Nor- rænu fiskirannsóknanefndinni (NAF) árlega grein fyrir hvernig hún telur að eigi að forgangsraða rannsókna- og þróunarverkefnum Norðurlönd stórframleið- endur fiskafurða Á Norðurlöndum eru fiskveiðar mikilvægur atvinnuvegur og tekjulind. Í Færeyjum, á Grænlandi og Íslandi eru fiskveiðar burðarás efnahagslífs- ins, en einnig í Danmörku, Noregi og á Álandi gefa fiskveiðar stóran hluta þjóðarteknanna. Norðurlöndin eru stórframleiðendur fiskafurða á heimsmælikvarða. Danmörk, Ísland og Noregur eru meðal 10 mestu fiskveiðiþjóða heimsins og um það bil helmingurinn af fiski sem neytt er í Evrópubandalagslöndunum kemur frá Norðurlöndum. Fiskveiðar og -vinnsla eru mikilvægir þættir í efnahagslífi allra Norðurlandanna en mikilvægastar eru þessar greinar á Íslandi, á Grænlandi og í Færeyjum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.