Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 29
29 E R L E N T með tilliti til sameiginlegar þjóð- hagslegar hagkvæmni fyrir Norð- urlöndin. Samvinna Norðurlanda í fiskveiðum Markmið samvinnunnar er að þróa sjávarútveginn þannig að hann sé og verði hagkvæmur at- vinnuvegur, einkanlega í þeim löndum og landshlutum sem byggja afkomu sína að miklu leyti á fiskveiðum og fiskvinnslu. Til að þetta markmið náist verður að tryggja verndun lífkerfa hafsvæða Norðurlandanna og sömuleiðis að þau séu þannig nýtt að lífkerfin séu í jafnvægi. Það er grundvallaratriði í fiskveiðistefnu Norðurlanda. Forsætisráðherrar Norðurland- anna hafa gefið viljayfirlýsingu um 20 ára áætlun þar sem lögð verði áhersla á samvinnu í orku- og samgöngumálum, skógrækt, skóganytjum, sjávarútvegs- og at- vinnumálum. Þar eð nýting auðlinda sjávar lýtur ekki sömu landamærum og nýting annarra auðlinda leggja Norðurlöndin áherslu á viðræður og samvinnu við þjóðir sem nýta sjávarfang á líkan hátt. Árið 1992 hafði Norræna ráðherranefndin forgöngu um að sameina Eystra- saltslöndin í sérstökum samtök- um, Fiskveiðiráði Eystrasalts, BAFICO. Fyrstu árin var mark- miðið að hjálpa nýfrjálsu Eystra- saltslöndunum að ná fótfestu í al- þjóðlegum fiskveiðum. Eftir að þetta markmið náðist hefur BAFICO eflst og heldur árlega ráðstefnur þar sem fjallað er um sameiginleg málefni sem aðildar- löndin varða. Norðurlöndin sækja mikið á gjöful mið Norðurhafa, en þar eru lífsskilyrði fisks og annarra sjávar- lífvera afar góð. Hins vegar eru þessi hafsvæði einkar viðkvæm fyrir efnamengun og loftslags- breytingum. Norræna ráðherra- nefndin fylgist grannt með starfi nefndar þeirrar er fjallar um mál- efni Norðurhafa, og vill gjarna auka samstarf milli Austur- og Vestur-Norðurlanda. Fiskveiðisamvinna milli Norðurlanda og Evrópu- sambandslanda Með því að þrjú Norðurlandanna eru í Evrópusambandinu skapast mikilvæg tækifæri til að ræða og skiptast á skoðunum og upplýs- ingum um fiskveiðisamvinnu, jafnt innan Norðurlanda og Evr- ópusambandslanda sem og á milli þeirra. Dæmi um það er merking fisks og fiskafurða frá veiðiskipum og vinnslustöðvum. Norðurlönd og Evrópusambandslönd eru sam- mála um að þessar merkingar séu í þágu allra sem hlut eiga að máli og slíkar reglur ættu að gilda um allan heim. Norðurlönd og Evrópusam- bandslönd hafa þannig haft frum- kvæði um að þróa alþjóðlegan mælikvarða á fiskveiðar og fisk- vinnslu. Þýtt úr danska blaðinu Skips- Revyen.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.