Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 27
27 Raftjakkar vatnsþéttir og ryðfríir í fiskvinnslu á landi og sjó IsoTækni Dalshrauni 9, 220 Hafnarfirði, sími: 555 6200, fax: 555 6201 netfang: isotech@vortex.is, veffang: www.isotech.is vegna hráefnisskorts og vinnslunni lokað í framhald- inu. Þá hefur afkoma í uppsjávarvinnslu, sem er ein af meginstoðunum í rekstri fyrirtæksins, verið fremur bág á síðustu misserum. Hún hefur þó heldur styrkst að undanförnu. „Þar kemur meðal annars til að nú borgar sig að selja lýsið fremur en að brenna því sem orkugjafa, eins og til skamms tíma var, olíuverð hef- ur lækkað nokkuð og verð á mjöli hefur náð betra jafnvægi,“ segir Elfar. Spennandi grein Er sjávarútvegurinn nógu spennandi grein til að laða að unga menn í stjórnunarstörf? „Það er rétt að sjáv- arútvegurinn hefur ekki verið í tísku og verðbréfafyr- irtækin ekki skrifað hann hátt undanfarið. En sveifl- ur í sjávarútvegi er löngu þekkt fyrirbæri og vonandi sjáum við brátt til betri tíðar,“ segir Elfar og bætir við að sjávarútvegur sé mjög lifandi og margslungin atvinnugrein. En er laxeldi á næstu dagskrá. „Ná- grannar okkar á Neskaupstað og fleiri fyrirtæki hafa hug á að hasla sér völl í fiskeldi og verður spennandi að fylgjast með þeirri framvindu. Við höfum þó eng- ar fyrirætlanir gert í þessa átt og förum ekki út í nema að vel ígrunduðu máli.“ Sameining og hagræðing eru kjörorð dagsins. Er Hraðfrystihús Eskifjarðar tilbúið að taka þátt í sam- einingu við önnur fyrirtæki? „Við erum til viðræðu um samstarf ef slíkt getur skilað okkur einhverjum ávinningi. Sameining er aðeins réttlætanleg ef hún skilar meiru en í er lagt, en ég vil þó taka skýrt fram að enginn hefur nálgast okkur með slíkar hugmynd- ir og á meðan eru þær ekki á dagskrá“ segir Elfar. Álver til hagsbóta Elfar er kominn aftur á heimaslóðir sínar fyrir austan. Rær á móti straumnum, en óvíða af landsbyggðinni hefur verið meiri fólksflótti en einmitt úr Fjarðar- byggð. „Mér sýnist fólk vera almennt bjartsýnt hér fyrir austan,“ segir Elfar, sem kveðst meðmæltur því að reist verði álver fyrir austan. „Frá mínum bæjar- dyrum séð hefði það góð áhrif á byggðina hér, þó ég viðurkenni vel að skammtímaáhrif yrðu vafalítið auk- in samkeppni um vinnuafl. En á hinn bóginn efast ég ekki um að langtímaáhrif álvers yrðu gríðarleg styrk- ing og hagsbót fyrir þennan landshluta.“ „Sameining er að- eins réttlætanleg ef hún skilar meiru en í er lagt,“ segir Elfar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.